Áskoranir við verðmat sprotafyrirtækja Örn Viðar Skúlason skrifar 23. febrúar 2021 13:01 Frumkvöðlar, sem eðlilega eru með hugann við uppbyggingu og þróun sprotafyrirtækis síns, hafa í auknum mæli gripið til einfaldari aðferða við verðmat á fyrirtækinu fyrir samtal sitt við fjárfesta um fjármögnun. Ein þeirra aðferða er svokölluð 4x eða 5x aðferð. Aðferðin gerir ráð fyrir að verðmæti félags eftir fjármögnun sé fjórföld eða fimmföld sú fjárhæð sem félagið nær til sín í umræddri fjármögnun. Gengið er út frá því að fjárfestar horfi almennt til þess að eignast 20 - 25% í félaginu í sérhverri fjármögnun. Það er eðlilegt, þar sem flestir fagfjárfestar skilja mikilvægi þess að frumkvöðlar haldi áfram verulegri stöðu í félaginu. Það er jú drifkraftur þeirra sem fjárfestirinn veðjar á og því má ekki taka úr sambandi fjárhagslega hvata frumkvöðlanna með því að þynna eignarhald þeirra um of með aðkomu fjárfesta. Einföld nálgun, en oft afleit útfærsla Í mörgum tilfellum er það útfærslan á þessari nálgun sem ruglar málið. Ætli frumkvöðull að leita eftir 30 m.kr. frá fjárfestum og fjárfestirinn eignast 25% í félaginu, þá er félagið þannig 120 m.kr. virði samkvæmt þessari nálgun. Ef hann leggur upp stærri áform og ákveður að sækja 100 m.kr. frá fjárfestum, þá er félagið 500 m.kr. virði eftir fjármögnun. Þetta er sama félagið, félag á hugmyndastigi, án vöru og án tekna. Hvernig gerðist þetta? Hvað ef frumkvöðlar skjóta yfir? Fjármögnun sprotafyrirtækja er eitt tímafrekasta verkefni frumkvöðla. Þegar búið er að loka einni fjármögnun þarf gjarnan að huga að þeirri næstu. Væri þá betra að sækja hærri upphæð og skapa sér svigrúm til lengri tíma svo hægt sé að einbeita sér að uppbyggingunni? Þó það gangi upp í einstaka tilfellum, getur of hátt verðmat oft orðið til þess að ekkert gengur í fjármögnun sprotafyrirtækja á frumstigi. Félagið hefur kastað frá sér tækifæri til að laða að álitlega fjárfesta þar sem þeir horfðu með öðrum hætti á verðmat fyrirtækisins og afþökkuðu aðkomu á þeim formerkjum. Það er þetta fólk sem fjárfestirinn sá fyrir sér að eiga náið samstarf við um uppbyggingu félagsins næstu 8-12 árin og þó metnaður skipti þar miklu máli, þarf raunsæi líka að vera til staðar. Það er líka svo að fjárfestar leita almennt leiða til að draga úr áhættu sinni. Hvað hefur félagið að gera með rekstrarfé til tveggja ára í bankanum þegar það er komið stutt á veg og óvissa um framgang þess er mikil? Eðlilegra er því að vænta þess að fjárfestar fjármagni félagið í áföngum, að þeir fái séð að félagið geti staðið við áformin og stóru orðin með því að ljúka einstökum áföngum í vegferðinni. Á þeim tíma kynnist fjárfestirinn félaginu og þegar það gengur eftir er fjárfestirinn gjarnan tilbúinn að fylgja fjárfestingunni eftir og bæta við hana á verðmati sem þá hefur vissulega hækkað í takt við framþróun félagsins. Hvað ef frumkvöðlar skjóta undir? En hvað ef hógværðin ræður ríkjum og frumkvöðlar semja af sér? Þeir verðmeta félagið kannski of lágt og þynnast mikið út? Eru þeir þá ekki bara farþegar í fyrirtæki sem fjárfestarnir eiga stærstan hluta í og verða nánast eins og hver annar starfsmaður? Það er auðvitað hin hlið málsins. Flestir fjárfestar sem þekkja til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum þekkja þó mikilvægi þess að tryggja fjárhagslega hagsmuni frumkvöðlanna. Þeir eru sá drifkraftur sem fjárfestarnir treysta á til tryggja góða ávöxtun við sölu félagsins síðar meir. Það að rýra fjárhagslega hagsmuni frumkvöðlanna mikið er þannig alls ekki skynsamlegt fyrir fjárfesta. Þegar við horfum til þess að frumkvöðlar veiti við hverja fjármögnun 20-25% hlut má segja að staða frumkvöðla við sölu félagsins eftir margra ára þróun og uppbyggingu þess fari annars vegar eftir þeim tíma sem það tekur að byggja það upp og hins vegar eftir því fjármagni sem þarf til uppbyggingarinnar. Almenn heilræði um verðmat og fjármögnun Það er engin ein rétt leið til að standa að verðmati og fjármögnun sprotafyrirtækja. Það fer eftir fjölmörgum þáttum og aðstæðum hvers og eins. Nokkur almenn heilræði er samt vert að hafa í huga. ·Varastu óraunhæfar hugmyndir um verðmat fyrirtækis á fyrstu stigum. ·Leggðu ríka áherslu á að tryggja nægilegt fjármagn til að stíga fyrstu skrefin í vegferðinni. ·Horfðu til skilgreindra áfanga (value triggers), til dæmis 6 – 12 mánuði fram í tímann. ·Stilltu upp grófri áætlun um áætlaða fjármögnun og vænta þynningu frumkvöðla. ·Tekjur eru einn mikilvægasti mælikvarði árangurs og staðfesting á viðskiptamódeli. ·Byggðu upp og viðhaltu góðu sambandi við líklega fjárfesta. Fjármögnun er langhlaup. Mikilvægara er að fá inn fjármagn og komast af stað með fyrirtæki og leyfa verðmæti þess að vaxa jafnt og þétt, heldur en að halda í óraunhæft verðmat og sitja jafnvel eftir með sárt ennið og ekkert fjármagn. Úr því verða engin verðmæti. Höfundur er fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og hagverkfræðingur með meistarapróf í fjármálum fyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Frumkvöðlar, sem eðlilega eru með hugann við uppbyggingu og þróun sprotafyrirtækis síns, hafa í auknum mæli gripið til einfaldari aðferða við verðmat á fyrirtækinu fyrir samtal sitt við fjárfesta um fjármögnun. Ein þeirra aðferða er svokölluð 4x eða 5x aðferð. Aðferðin gerir ráð fyrir að verðmæti félags eftir fjármögnun sé fjórföld eða fimmföld sú fjárhæð sem félagið nær til sín í umræddri fjármögnun. Gengið er út frá því að fjárfestar horfi almennt til þess að eignast 20 - 25% í félaginu í sérhverri fjármögnun. Það er eðlilegt, þar sem flestir fagfjárfestar skilja mikilvægi þess að frumkvöðlar haldi áfram verulegri stöðu í félaginu. Það er jú drifkraftur þeirra sem fjárfestirinn veðjar á og því má ekki taka úr sambandi fjárhagslega hvata frumkvöðlanna með því að þynna eignarhald þeirra um of með aðkomu fjárfesta. Einföld nálgun, en oft afleit útfærsla Í mörgum tilfellum er það útfærslan á þessari nálgun sem ruglar málið. Ætli frumkvöðull að leita eftir 30 m.kr. frá fjárfestum og fjárfestirinn eignast 25% í félaginu, þá er félagið þannig 120 m.kr. virði samkvæmt þessari nálgun. Ef hann leggur upp stærri áform og ákveður að sækja 100 m.kr. frá fjárfestum, þá er félagið 500 m.kr. virði eftir fjármögnun. Þetta er sama félagið, félag á hugmyndastigi, án vöru og án tekna. Hvernig gerðist þetta? Hvað ef frumkvöðlar skjóta yfir? Fjármögnun sprotafyrirtækja er eitt tímafrekasta verkefni frumkvöðla. Þegar búið er að loka einni fjármögnun þarf gjarnan að huga að þeirri næstu. Væri þá betra að sækja hærri upphæð og skapa sér svigrúm til lengri tíma svo hægt sé að einbeita sér að uppbyggingunni? Þó það gangi upp í einstaka tilfellum, getur of hátt verðmat oft orðið til þess að ekkert gengur í fjármögnun sprotafyrirtækja á frumstigi. Félagið hefur kastað frá sér tækifæri til að laða að álitlega fjárfesta þar sem þeir horfðu með öðrum hætti á verðmat fyrirtækisins og afþökkuðu aðkomu á þeim formerkjum. Það er þetta fólk sem fjárfestirinn sá fyrir sér að eiga náið samstarf við um uppbyggingu félagsins næstu 8-12 árin og þó metnaður skipti þar miklu máli, þarf raunsæi líka að vera til staðar. Það er líka svo að fjárfestar leita almennt leiða til að draga úr áhættu sinni. Hvað hefur félagið að gera með rekstrarfé til tveggja ára í bankanum þegar það er komið stutt á veg og óvissa um framgang þess er mikil? Eðlilegra er því að vænta þess að fjárfestar fjármagni félagið í áföngum, að þeir fái séð að félagið geti staðið við áformin og stóru orðin með því að ljúka einstökum áföngum í vegferðinni. Á þeim tíma kynnist fjárfestirinn félaginu og þegar það gengur eftir er fjárfestirinn gjarnan tilbúinn að fylgja fjárfestingunni eftir og bæta við hana á verðmati sem þá hefur vissulega hækkað í takt við framþróun félagsins. Hvað ef frumkvöðlar skjóta undir? En hvað ef hógværðin ræður ríkjum og frumkvöðlar semja af sér? Þeir verðmeta félagið kannski of lágt og þynnast mikið út? Eru þeir þá ekki bara farþegar í fyrirtæki sem fjárfestarnir eiga stærstan hluta í og verða nánast eins og hver annar starfsmaður? Það er auðvitað hin hlið málsins. Flestir fjárfestar sem þekkja til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum þekkja þó mikilvægi þess að tryggja fjárhagslega hagsmuni frumkvöðlanna. Þeir eru sá drifkraftur sem fjárfestarnir treysta á til tryggja góða ávöxtun við sölu félagsins síðar meir. Það að rýra fjárhagslega hagsmuni frumkvöðlanna mikið er þannig alls ekki skynsamlegt fyrir fjárfesta. Þegar við horfum til þess að frumkvöðlar veiti við hverja fjármögnun 20-25% hlut má segja að staða frumkvöðla við sölu félagsins eftir margra ára þróun og uppbyggingu þess fari annars vegar eftir þeim tíma sem það tekur að byggja það upp og hins vegar eftir því fjármagni sem þarf til uppbyggingarinnar. Almenn heilræði um verðmat og fjármögnun Það er engin ein rétt leið til að standa að verðmati og fjármögnun sprotafyrirtækja. Það fer eftir fjölmörgum þáttum og aðstæðum hvers og eins. Nokkur almenn heilræði er samt vert að hafa í huga. ·Varastu óraunhæfar hugmyndir um verðmat fyrirtækis á fyrstu stigum. ·Leggðu ríka áherslu á að tryggja nægilegt fjármagn til að stíga fyrstu skrefin í vegferðinni. ·Horfðu til skilgreindra áfanga (value triggers), til dæmis 6 – 12 mánuði fram í tímann. ·Stilltu upp grófri áætlun um áætlaða fjármögnun og vænta þynningu frumkvöðla. ·Tekjur eru einn mikilvægasti mælikvarði árangurs og staðfesting á viðskiptamódeli. ·Byggðu upp og viðhaltu góðu sambandi við líklega fjárfesta. Fjármögnun er langhlaup. Mikilvægara er að fá inn fjármagn og komast af stað með fyrirtæki og leyfa verðmæti þess að vaxa jafnt og þétt, heldur en að halda í óraunhæft verðmat og sitja jafnvel eftir með sárt ennið og ekkert fjármagn. Úr því verða engin verðmæti. Höfundur er fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og hagverkfræðingur með meistarapróf í fjármálum fyrirtækja.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun