Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Sáttir við Prince

Rokksveitin Foo Fighters er ánægð með ákvörðun Prince um að syngja lag hennar Best of You í hálfleik á úrslitaleik bandarísku NFL-deildarinnar í fótbolta, Super Bowl hinn 4. febrúar.

Tónlist
Fréttamynd

Til minja um Leg

Hljómsveitin Flís er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýja plötu sem hefur að geyma tónlist við söngleikinn Leg sem verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu 8. mars.

Tónlist
Fréttamynd

Dixie Chics með fimm Grammy-verðlaun

Bandaríska stelpusveitasöngvagrúppan Dixie Chics varð sigursælust á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. Þær fóru heim með fimm verðlaun, þar af verðlaun fyrir plötu ársins, lag ársins og smáskífu ársins. Þá var Carrie Underwood valin nýliði ársins. Nokkrir góðkunningjar fóru heim með Grammy verðlaun, þeirra á meðal Bob Dylan, Tony Bennet og Stevie Wonder.

Tónlist
Fréttamynd

The Queen sigursæl á Bafta

Drottningin, eða The Queen var valin besta mynd síðasta árs á Bafta-verðlaunahátíð bresku kvikmyndaakademíunnar sem afhent voru í gærkvöldi, þá var Helen Mirren sem lék titilhlutverkið í sömu mynd valin leikkona ársins.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tvöföld tímamót Carminu

Kammerkórinn Carmina tekur þátt í virtri endurreisnar- og barokktónlistarhátíð í Svíþjóð á komandi sumri og heldur þá í sína fyrstu utanlandsferð. Fram undan eru einnig tímamótatónleikar í Kristskirkju. Kórinn var stofnaður fyrir aðeins þremur árum og Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur og listrænn stjórnandi hópsins, útskýrir að því sé þetta mikill heiður fyrir félaga hans.

Tónlist
Fréttamynd

Þrjú nöfn bætast við

Þrjú nöfn frá Skandinavíu hafa bæst við þá sem koma fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í byrjun júlí. Thomas Dybdahl, sem spilar kassagítartónlist í anda Neil Young og Jeff Buckley, hefur skráð sig til leiks auk hljómsveitarinnar 120 Days frá Noregi og Dúné frá Danmörku. Áður höfðu hljómsveitirnar The Who og Red Hot Chili Peppers boðað komu sína auk Bjarkar Guðmundsdóttur. Verða þetta einu tónleikar Bjarkar á Norðurlöndunum í sumar.

Tónlist
Fréttamynd

Fjórflétta send heim

Fjórflétta, sönghópur Páls Óskars, þurfti að kveðja X-Factor á föstudagskvöldið eftir æsispennandi símakosningu á þriðja úrslitakvöldinu í Vetrargarðinum. Eftir að atkvæðagreiðslu lauk var ljóst að Jóhanna, úr hópi yngri þátttakenda undir stjórn Ellýar, og Fjórflétta hefðu hlotið fæst atkvæði. Því kom það í hlutverk Einars Bárðarsonar að velja þann sem myndi ljúka keppni á þriðja úrslitakvöldinu. Eftir erfiðar vangaveltur ákvað Einar að Fjórflétta ætti frá að hverfa.

Tónlist
Fréttamynd

Norah þótti of feit

Söngkonan Norah Jones var ekki ánægð með fyrstu kynni sín af Hollywood. Norah hefur nú leikið í sinni fyrstu kvikmynd, My Blueberry, og henni leist ekki á blikuna þegar henni var skipað að grennast fyrir hlutverk sitt.

Tónlist
Fréttamynd

Klassískur dulbúningur

Tónlist leikur stórt hlutverk í teiknimyndinni Önnu og skapsveiflunum, sem frumsýnd var á föstudag, enda verkið upphaflega samið til að vekja áhuga barna og unglinga á klassískri tónlist. Bergsteinn Sigurðsson ræddi við handritshöfundinn Sjón og tónskáldið Julian Nott en þeir sömdu verkið saman.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Þrjár sýningar á einum degi

„Þetta verður svolítill sprettur. Það er spurning hvort maður þurfi ekki að útvega sér þyrlu. Það er annað hvort það eða að láta klóna sig,“ segir Orri Huginn Ágústsson, leikari, sem fer með hlutverk í hvorki meira né minna en þremur sýningum í dag og er uppselt á þær allar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vilja framhald

Viðræður eru hafnar á milli breska grínistans Sacha Baron Cohen og kvikmyndaframleiðandans 20th Century Fox um að gera framhald af gamanmyndinni vinsælu, Borat.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Police snúa aftur

Liðsmenn hljómsveitarinnar The Police hafa tilkynnt að þeir hyggist koma saman aftur í tilefni af 30 ára afmæli sveitarinnar. Sting, söngvari The Police, segir á heimasíðu sinni að um 20 hörðum aðdáendum verði boðið á æfingu sveitarinnar sem haldin verður á tónleikastaðnum Whisky A Go Go á mánudaginn.

Tónlist
Fréttamynd

Kjaftshögg fyrir þjóðina

Breiðavíkur-málið á hug þjóðarinnar um þessar mundir. Fyrir þrjátíu árum kom út bók sem varpaði einstöku ljósi á dvölina þar en var stungið undir stól af þjóðinni.

Menning
Fréttamynd

Grafík á Miðbakka

Það er velkunnugt leyndarmál að félagsskapurinn Íslensk grafík rekur lítið safn, sölu og sýningarsal, í Hafgnarhúsinu á Miðbakkanum í gömlu höfninni í Reykjavík. Þar eru gjarnan uppi sýningar á verkum félagsmanna og gesta þeirra og þar er nú sýning á ljósmyndaverkum Soffíu Gísladóttur.

Menning
Fréttamynd

Anna and the Moods - fjórar stjörnur

Sagan um Önnu og skapsveiflurnar er blessunarlega laus við klassískan boðskap flestra teiknimynda enda er hlutverk hennar ekki að hvetja áhorfendur sína til að vera trúir sjálfum sér, trúa á mátt kærleikans eða vináttunnar heldur er þarna á ferð lítil saga um stórt og algengt vandamál.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Þekkir þú myndefnið?

Ljósmyndadeild Minjasafnsins á Akureyri státar af safnkosti upp á 2,5 milljónir mynda. Margar myndanna eru óþekktar og nú óskar Minjasafnið eftir aðstoð almennings við að koma nafni á andlit og heiti á hús og önnur mannvirki.

Menning
Fréttamynd

Sjöttu sýningunni fagnað

Fossar, lækir og lænur, álar, vötn og aurar eru einkennandi fyrir sýninguna, sem nefnist Landbrot. Stendur hún yfir til fjórða mars.

Menning
Fréttamynd

Tugmilljóna samningur Silvíu og Frímanns

„Já, við erum að bjóða til veislu í hvalveiðiskipinu Eldingu í dag. Með kampavínsglas í annarri og hvalrengi í hinni,” segir Jakob Frímann Magnússon hljómplötuútgefeandi með meiru. Klukkan ellefu í dag siglir hvalveiðiskip úr Reykjavíkurhöfn með frítt föruneyti.

Tónlist
Fréttamynd

Stóru laxarnir synda í kringum Latabæ

„Þetta er auðvitað alveg frábært. Við vorum í skýjunum í fyrra þegar Julianna Rose Mauriello var tilnefnd. Við bjuggumst ekkert frekar við því að þetta gæti endurtekið sig,“ segir Kjartan Már Kjartansson, upplýsingafulltrúi Latabæjar, en Magnús Scheving og Jonathan Judge voru á miðvikudaginn tilnefndir til Emmy-verðlaunanna fyrir leikstjórn Latabæjarþáttanna.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Noel gagnrýnir U2

Hinn kjaftfori gítarleikari bresku hljómsveitarinnar Oasis, Noel Gallagher, heldur áfram að hrella aðra tónlistarmenn og nú er það Bono, söngvari U2, sem verður að þola árásir hans. Gallagher segist vera kominn með nóg af hljómsveitum sem einbeiti sér að pólitík í stað þess að spila bestu lögin sín á tónleikum fyrir aðdáendur.

Tónlist
Fréttamynd

Miðjarðarhafsför í Þjóðleikhúsinu

Þjóðleikhúsið æfir nú af fullum krafti leikritið Hálsfesti Helenu eftir margverðlaunaðan kanadískan höfund, Carole Fréchette. Verkið gerist á okkar tímum fyrir botni Miðjarðarhafs og er í stuttu máli stefnumót vestrænna viðhorfa við þau austrænu, séð með augum aðalpersónunnar Helenu sem kemur úr norðri.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leyndardómar leynifélaganna

María Reyndal var í leynifélagi þegar hún var lítil í Norðurmýrinni – Hreiðrinu. Vinirnir hittust í bílskúrsbakherbergi og funduðu og voru með það á hreinu að aragrúi eldri kvenna sem fór um Norðurmýrina á þessum árum með túrbana og sólgleraugu á björtum dögum væru líka í leynifélagi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Gæðastrætis minnst

Margir Íslendingar eiga góðar minningar um molana úr Gæðastræti en það skrjáfandi góðgæti kenna flestir við Mackintosh.

Menning
Fréttamynd

Cosmosis - Cosmobile

Í dag verður Sjónlistaþing á Skólavörðustígnum þar sýna og skýra myndlistarmennirnir Bjarni H. Þórarinsson, Ómar Stefánsson og Guðmundur Oddur Magnússon samstarfsverkefnið Cosmosis - Cosmobile í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg 5.

Menning
Fréttamynd

Verk um vináttuna frumsýnt í Gerðubergi

Leikbrúðuland frumsýnir Vináttu í Gerðubergi um helgina. Sýningin samanstendur af fjórum stuttum verkum um ýmsar hliðar vináttu. Það eru þau Helga Steffensen, Örn Árnason, Erna Guðmarsdóttir og Aldís Davíðsdóttir sem eiga veg og vanda af sýningunni, sem samanstendur af verkunum Vökudraumur, Regnbogafiskurinn, Risinn eigingjarni og Prinsessan og froskurinn.

Menning
Fréttamynd

Söguslóðir DV

Nýtt útgáfufélag DV, Dagblaðið-Vísir ehf., efnir til göngu um söguslóðir DV á morgun, laugardaginn 10. febrúar. Hefst gangan klukkan 11:00 við Síðumúla 12 í Reykjavík, en langferðabifreið verður til staðar þar sem hluti leiðarinnar verður ekinn. Gengið verður undir leiðsögn Jónasar Kristjánssonar, fyrrverandi ritstjóra DV.

Menning
Fréttamynd

Elle lifir skírlífi

Hún er falleg, farsæl og viðurnefni hennar – líkaminn – á sannarlega vel við. En það virðist ekki hjálpa Elle Macpherson að finna ástina. Í viðtali við Esquire tímaritið sagði hún að fyrir utan stutt ástarævintýri síðasta sumar hafi hún verið einhleyp og lifað skírlífi síðustu tvö ár. “Menn reyna bara ekki við mig. Hversu glatað er það?”

Lífið
Fréttamynd

Útgáfutónleikar Ólafs Arnalds

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds heldur útgáfutónleika mánudaginn 12. febrúar næstkomandi. Verða tónleikarnir haldnir í Von, sal SÁÁ við Efstaleiti 7. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og kostar aðeins kr. 500 inn. Ólafur Arnalds er ungur tónsmiður sem semur samtíma klassíska tónlist. Tónlistin er ekki hefðbundin klassísk tónlist heldur er hún talin minna meira á nútíma indie tónlist.

Tónlist