Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Passíusálmar í sjötta sinn

Megas flytur Passíusálma Hallgríms Péturssonar á hljómleikum í kirkju sálmaskáldsins í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd í tvígang laugardag fyrir páska: verða fyrri tónleikarnir kl. 16 en hinir síðari um kvöldið kl. 20.30. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá vígslu kirkjunnar sem menn hafa síðan kallað nýju kirkjuna á þessu andlega höfuðbóli Hvalfjarðar.

Tónlist
Fréttamynd

Zero Hour með tvenna tónleika

Bandaríska rokksveitin Zero Hour spilar á tvennum tónleikum hér á landi um páskana. Þeir fyrri verða á Grand Rokk laugardaginn 7. apríl og þeir síðari annan í páskum í Hellinum í Tónlistarþróunarmiðstöðinni.

Tónlist
Fréttamynd

Mika bætist við listann

Nýstirnið Mika er nýjasta stóra nafnið sem tilkynnt er á Hróarskelduhátíðina sem verður haldin í júlí. Fyrsta plata Mika, Life in Cartoon Motion, hefur fengið góða dóma og hefur tónlistinni verið líkt við blöndu af Queen, Elton John, Abba, Robbie Williams og Scissor Sisters. Hefur lagið Grace Kelly notið mikilla vinsælda.

Tónlist
Fréttamynd

Aldrei fór ég suður í beinni

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður send út í beinni útsendingu á netinu. Stendur útsendingin frá 19 til 00.30 á föstudaginn og frá 15 til 2.00 á laugardaginn.

Tónlist
Fréttamynd

Stórhátíð í bíóhúsum

Páskarnir eru á góðri leið með að verða stórhátíð fyrir kvikmyndahúsagesti. Og á því verður engin breyting að þessu sinni því alls verða fjórar kvikmyndir frumsýndar fyrir páska. Sambíóin taka til sýninga nýjustu kvikmyndina um Mr. Bean.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Feiminn við Björk

Stuðsveitin Hot Chip hitar upp fyrir Björk á tónleikum á mánudaginn. Steinþór Helgi Arnsteinsson sló á þráðinn til sveitarinnar. Joe Goddard, einn söngvari Hot Chip, lagahöfundur og hljómborðs­leikari sveitarinnar, var að vonum spenntur fyrir heimsókninni.

Tónlist
Fréttamynd

Píanóið til Memphis

Píanóið sem John Lennon notaði til að semja hið sígilda lag Imagine er á leiðinni til Memphis í Tennessee í tilefni þess að 39 ár eru liðin frá því að mannréttindaleiðtoginn Martin Luther King var myrtur.

Tónlist
Fréttamynd

Silvía Nótt og Trabant með tónleika á NASA í kvöld

Stórtónleikar verða á NASA í kvöld þar sem ofurstjarnan Silvía Nótt og electro-rokksveitin Trabant leiða saman hesta sína. Þá mun betri helmingur tvíeykisins Gullfoss og Geysir sjá um að magna upp stemningu áður en stjörnur kvöldsins stíga á stokk.

Tónlist
Fréttamynd

Kings of Leon gefur út nýja plötu

Nashvillerokksveitin góðkunna Kings Of Leon sendir í dag frá sér sína þriðju stúdeóplötu. Platan sú heitir "Because Of The Times" og inniheldur meðal annars smáskífulagið On Call sem mikið er spilað hér á landi.

Tónlist
Fréttamynd

Þúsund Volta VAKNAÐU!!! frá Björk

Mikill mannfjöldi mætti á styrktartónleikana VAKNAÐU !!! gegn átröskun sem FORMA hélt á Nasa í gærkvöldi. Björk Guðmundsdóttir frumflutti efni af nýju plötunni, Volta, sem kemur út 7. maí næstkomandi. Mugison, Lay Low, Pétur Ben, KK, Magga Stína, Wulfgang og Esja tróðu líka upp. Einnig koma fram: Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, Matthías Halldórsson landlæknir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar og Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður Vinstri grænna.

Tónlist
Fréttamynd

Eins og örlögin knýi dyra

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur tónleika í Glerárkirkju á skírdag og flytur þá Örlagasinfóníuna eftir Beethoven og fiðlukon-sert eftir Max Bruch. Einleikari á fiðlu er Ari Þór Vilhjálmsson og stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson.

Tónlist
Fréttamynd

Elín Ósk í stórræðum

Það styttist í frumsýningu á samstarfsverkefni Íslensku óperunnar og Óperukórs Hafnarfjarðar, hinni vinsælu óperu, Cavalleria Rusticana, í Gamla bíó en æfingar eru nú á fullu og verður frumsýningin að kvöldi annars páskadags.

Tónlist
Fréttamynd

Ghostigital flottir í Kaupmannahöfn

Hljómsveitin Ghostigital lék á tónleikum í Loppen í Kaupmannahöfn á föstudagskvöld. Vel var mætt á tónleikana, bæði af Dönum og Íslendingum sem búsettir eru í Danmörku.

Tónlist
Fréttamynd

Þorvaldur komst inn, Magnús ekki

Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur fengið inngöngu í hina virtu leiklistardeild Julliard-skólans í New York eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir helgi. Eftir því sem næst verður komist er Þorvaldur fyrsti Íslendingurinn sem fer alla leið í gegnum inntökuferlið í Julliard en nokkrir hafa reynt fyrir sér hjá skólanum í stóra eplinu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hara og Jógvan í úrslit X-Factor

Það verða Hara-systur úr Hveragerði og Jógvan frá Færeyjum sem mætast í úrslitaþætti X-Factor á Stöð 2 um næstu helgi. Þetta varð ljóst eftir undanúrslitaþáttinn á föstudagskvöld þar sem Guðbjörg var kosin út úr þættinum.

Tónlist
Fréttamynd

Háður Eurovision-keppninni

Peter Fenner semur textann við framlag Íslands til Eurovison-söngvakeppninnar. Peter er Eurovision-bolti, hefur mætt til hverrar keppni allt frá árinu 1997 og er mikill Íslandsvinur. „Já, ég vissi af þessum ágreiningi Kristjáns Hreinssonar og Sveins Rúnars og hef mikla samúð með Kristjáni,“ segir Peter Fenner, útvarpsmaður og söngtextaskáld.

Tónlist
Fréttamynd

Í ljósum kertanna

Árlegir kertaljósatónleikar söngvaskáldsins Harðar Torfasonar fara fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Tónleikar þessir njóta jafnan gífurlegra vinsælda enda hefur tónlistarmaðurinn fjölhæfi fest sig í sessi sem einn dáðustu listamanna þjóðarinnar. Sem fyrr mun Hörður leika nýtt efni í bland við gamlar perlur auk þess að segja sögur úr veröldinni eins og honum er einum lagið.

Tónlist
Fréttamynd

Landslið poppara útskrifast

Benedikt Hermann Hermannsson, Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós og eiginkona hans, María Huld úr Amiinu, eru á meðal þeirra sem útskrifast sem tónsmiðir úr Listaháskóla Íslands á næstunni.

Tónlist
Fréttamynd

Páskaleikhús á Akureyri

Leikfélag Akureyrar heldur uppteknum hætti og býður til leikhúsveislu þar nyrðra um páskana. Leikið verður á þremur stöðum í bænum og er þegar vel selt á sýningar sem í boði verða.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vandinn við Kafka

Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði og þýðandi, heldur erindi um nóvelluna Umskiptin eftir Franz Kafka í dag. Erindi sitt kallar Ástráður „„Þetta var ekki draumur“: Vandinn að skilja og þýða Umskiptin“ en verk það, ásamt skáldsögunni Réttarhöldunum, er með þekktustu verkum Kafka og jafnframt eitt frægasta sagnaverk evrópskra bókmennta á 20. öld.

Menning
Fréttamynd

Skírnir á vefnum

Hið íslenska bókmenntafélag hefur sett á stofn vefsíður fyrir sitt forna tímarit, Skírni, sem Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur ritstýrir nú um stundir: www.skirnir.is. Þar má meðal annars fylgjast með fréttum og umræðum í tengslum við efni Skírnis.

Menning
Fréttamynd

Shogun verðugir sigurvegarar

Úrslit Músíktilrauna fóru fram síðastliðið laugardagskvöld í porti Listasafns Reykjavíkur. Að lokum stóð harðkjarnasveitin Shogun uppi sem verðugur sigurvegari. Heilt yfir var keppnin flott í alla staði og úrslitakvöldið sérlega glæsilegt.

Tónlist
Fréttamynd

Þrír sumarsmellir

Jeffrey Katzenberg, forstjóri teiknimyndadeildar Dreamworks, hefur litlar áhyggjur af því að þriðja myndin um græna skrímslið Skrekk eigi eftir að lúta í lægra haldi fyrir tveimur öðrum framhaldsmyndum: Köngulóarmanninum og lokamyndinni um sjóræningjana á Karíbahafinu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Skúli á basssann með Blonde Redhead

Skúli Sverrisson hyggst rífa fram bassann og stíga á stokk með hljómsveitinni Blonde Redhead. Skúli hefur starfað með sveitinni um árabil og hefur meðal annars leikið inná þrjár plötur en samkvæmt fréttatilkynningu frá tónleikahaldaranum Grími Atlasyni er ákaflega sjaldgæft að hann sé með Blonde Redhead á sviðinu. „Hann gerði það reyndar í Austurbæjarbíó 2004 á mjög eftirminnilegum tónleikum,“ segir Grímur.

Tónlist
Fréttamynd

Músin á toppinn

Nýjasta plata bandarísku hljómsveitarinnar Modest Mouse, We Were Dead Before the Ship Even Sank, fór beint á topp sölulistans í Bandaríkjnum. Hún kom út þar á bæ þann 20. mars en í Evrópu kemur hún út 2. apríl.

Tónlist
Fréttamynd

Hið smæsta í hinu stærsta

Þriggja gljúfra stíflan sem verið er að reisa austur í Kína er verkfræðiundur á skala sem fæstir geta ímyndað sér. Uppistöðulónið sem verður til við framkvæmdirnar þar mun drekkja heimilum yfir milljón manna auk fjölda sögufrægra minja. Áhrifasvæði stíflunnar er sögusvið tveggja kvikmynda sem Fjalakötturinn sýnir í kvöld kl. 20 og 22.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fremur sjálfsvíg

Elísabet Englandsdrottning fremur sjálfsvíg í nýjum þætti bandarísku teiknimyndaseríunnar South Park. Í þættinum er gert grín að spennumyndaflokknum 24, þar sem Bretar eru sagðir standa á bak við áform um að taka yfir Bandaríkin. Þegar áformin ganga úr skaftinu stingur drottningin byssu í munninn á sér og skýtur sig.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

David Bowie stjórnar listahátíð

Grínistinn Ricky Gervais og kanadíska hljómsveitin The Arcade Fire eru á meðal þeirra sem munu koma fram á listahátíðinni High Line Festival sem verður haldin á Manhattan í New York dagana 9. til 19. maí.

Menning
Fréttamynd

Bandaríkjamenn sýna Heru áhuga

Tónlistarkonan Hera Hjartardóttir er nýkomin heim til Nýja Sjálands eftir hafa verið í viðræðum við þrjú bandarísk plötufyrirtæki. Hera hélt þrenna tónleika á hátíðinni South By Soutwest í Texas á dögunum og hafði upp úr krafsinu mikinn áhuga útgefenda.

Tónlist
Fréttamynd

Úrslit í kvöld

Lokahnykkur hinna árlegu og veigamiklu Músíktilrauna fer fram í kvöld í Hafnarhúsinu. Eftir fimm undanúrslitakvöld í síðustu viku standa ellefu hljómsveitir eftir og munu þær berjast í kvöld. Þetta eru hljómsveitirnar

Tónlist