Selur ímyndaðan vin á eBay Maður á Bretlandi hefur auglýst ímyndaðan vin sinn til sölu á uppboðsvefnum eBay. Nú þegar hafa boðist um tvö hundruð þúsund íslenskar krónur í vininn. Í auglýsingunni segir: „Ímyndaði vinur minn Jon Malipieman er að verða of gamall fyrir mig. Ég er 27 ára og finnst ég hafa þroskast frá honum.“ Lífið 9. maí 2007 10:55
Brynhildi skipt út fyrir breska leikkonu „Skjótt skipast veður í þessum bransa. Þetta er vissulega súrt í broti en svona getur þetta verið," segir Ingvar Þórðarson, framleiðandi hjá Kvikmyndafélagi Íslands. Bíó og sjónvarp 9. maí 2007 10:00
Prince stúderar Biblíuna Bandaríski söngvarinn Prince tilkynnti í gær að hann mundi halda 21 tónleika í London í haust. Hann sagðist einnig áforma að taka sér hlé frá tónlist til þess að kynna sér Biblíuna. Á blaðamannafundi í borginni útskýrði Prince ástæðu þess að London varð fyrir valinu en ekki aðrar Evrópuborgir. Lífið 9. maí 2007 09:54
Ein dóttirin og foreldrar hennar. Föstudaginn 10. maí kl. 17 verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, sýning á málverkum listakonunnar Temmu Bell. Menning 9. maí 2007 09:30
Þrjú ár í lokaþátt Lost Þrjár þáttaraðir til viðbótar af hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Lost verða teknar upp. Eftir það ljúka þættirnir göngu sinni, árið 2010. Að sögn framleiðenda mun lokaþátturinn sem svo margir hafa beðið eftir koma fólki gjörsamlega í opna skjöldu. Bíó og sjónvarp 9. maí 2007 09:00
Snúa aftur Vinkonurnar Skoppa og Skrítla hafa snúið aftur í Ævintýraland Þjóðleikhússins. Leikkonurnar Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir eru í hlutverkum Skoppu og Skrítlu en Hrefna gerir einnig handritið. Hallur Ingólfsson semur tónlistina og búninga og leikmynd gerir Katrín Þorvaldsdóttir. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Bíó og sjónvarp 9. maí 2007 07:00
Das Leben des Anderen - fjórar stjörnur Margverðlaunuð kvikmynd leikstjórans Florians Henckel von Donnersmarck, Líf annarra, gerist í sundruðu Þýskalandi árið 1984, austanmegin í Berlín hefur öryggislögreglan Stasi nef sitt í hvers manns koppi og vænisýkin er í hámarki. Bíó og sjónvarp 9. maí 2007 00:01
Seðlaveski kvennabósa finnst eftir 55 ár Seðlaveski sem rann úr vasa karlmanns í rómantísku faðmlagi fyrir 55 árum hefur nú fundið eiganda sinn að nýju. Veskið fannst í aftursæti gamallar bifreiðar þegar tveir bílasafnarar skoðuðu möguleika á endurbótum. Eftir leit á internetinu fundu þeir eigandann Glenn Goodlove. Lífið 8. maí 2007 15:07
Jóhann G. Jóhannsson gefur út lag til varnar hálendinu „Hálendi Íslands" er heiti á nýju lagi Jóhanns G. Jóhannsonar, tónlistar- og myndlistarmanns. Jóhann vann lagið með fulltingi Landverndar og fleiri umhverfissamtaka og er því dreift ókeypis á Netinu. Tónlist 8. maí 2007 10:35
Gerir það gott í Þýskalandi Þorleifi Erni Arnarssyni hafa borist fimm tilboð frá þýskum leikhúsum í kjölfar sýninga á Eilífri hamingju í Berlín í febrúar. Þorleifur er leikstjóri sýningarinnar og stundar nú leikstjóranám í Berlín. „Leikhúsin eru öll að ákveða hvað þau ætla að gera næsta vetur. Það á eftir að koma í ljós hvað passar inn og hvað ég get tekið að mér,“ sagði Þorleifur og bendir á að staðan sé enn nokkuð óljós. Bíó og sjónvarp 8. maí 2007 10:00
Hýrnar um hólma og sker Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur heldur tvenna vortónleika í kvöld og annað kvöld í Bústaðakirkju. Hefjast tónleikarnir bæði kvöldin kl. 20. Tveir karlar slæðast með í tónleikahald kórsins: Tómas R. Einarsson bassaleikari hefur fylgt kórnum um árabil og styrkt þær með áslætti sínum og í kvöld verður Bergþór Pálsson söngvari gestur við flutning á dagskrá sem er sótt hingað og þangað. Tónlist 8. maí 2007 08:45
Mannamyndir sýndar í Höfn Verk eftir sex íslenska listamenn voru valin á stórsýningu á portrettlistaverkum sem nú er uppi í Friðriksborgarhöll í Kaupmannahöfn. Það eru þau Dodda Maggý Kristjánsdóttir, Helgi Gíslason, Kristveig Halldórsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Sesselja Tómasdóttir og Sigrún Eldjárn sem nutu þess heiðurs að fá inni á sýningunni, sem var opnuð á fimmtudag. Menning 8. maí 2007 08:15
Volta fær góðar viðtökur Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, kom út í gær og stefnir í að verða vinsælasta plata hennar í langan tíma. Volta hefur selst afar vel hérlendis síðan hún kom út í gær. „Salan hérna heima er sú mesta sem við höfum séð hjá Björk í langan tíma," segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. Tónlist 8. maí 2007 08:00
Hipp og hopp Hinn heimsfrægi hiphop-dansflokkur Pokemon Crew heldur tvær sýningar á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld og annað kvöld. Menning 8. maí 2007 07:30
Vill gullinn hljóðnema Friðrik Jónsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu, er fertugur í dag. Friðrik er liðtækur tónlistarmaður og réttur höfundur framsóknarlagsins svokallaða. Tónlist 8. maí 2007 07:00
Birta, bækur og búseta Í tilefni af tuttugu og fimm ára afmæli Bókasafns Garðabæjar efnir menningar- og safnanefnd bæjarins til upplestrardagskrárinnar „Bókin og birtan“ þar á bæ. Í kvöld heimsækja Jón Yngvi Jóhannsson, bókmenntafræðingur og gagnrýnandi, og Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og þýðandi, safnið. Menning 8. maí 2007 07:00
Iron Lung spilar í kvöld Bandaríska þungarokkshljómsveitin Iron Lung heldur tónleika hér á landi í kvöld og annað kvöld. Iron Lung, sem er dúett, ætlar að hefja tónleikaferð sína um Evrópu hér á landi. Tónlist sveitarinnar er kraftmikil, þung og sér á báti. Tónlist 8. maí 2007 06:30
Fnykur Þann 18. maí n.k kemur út hljómplatan Fnykur með Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar. Sama dag heldur Stórsveit Samúels útgáfutónleika á tónlistarhátíðinni Vorblóti "Rite of Spring" á Nasa sem fram fer á vegum Hr. Örlygs dagana 17-19 mai. Tónlist 7. maí 2007 14:58
Spiderman slær í gegn á Íslandi Spiderman 3 sló heldur betur í gegn hér heima eins og víðast hvar um heiminn. Myndina sáu hátt í 15 þúsunds manns á aðeins þremur dögum og er þetta því stærri opnun en bæði Spiderman 1 og Spiderman 2. Bíó og sjónvarp 7. maí 2007 13:42
Lagasmiður í ham There Is Only One er tólfta plata Sverris Stormsker á rúmlega tuttugu ára ferli. Hún var tekin upp í Taílandi og hefur að geyma tólf lög og texta á ensku eftir Sverri sjálfan, en auk hans syngja á plötunni þau Myra Quirante og Gregory Carroll. Gagnrýni 5. maí 2007 04:45
Þeir elska Franz Djasstónlistarmennirnir Sigurður Flosason og Kjartan Valdemarsson halda óvenjulega tónleika í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit á morgun kl. 15. Þar flytja þeir félagar spunakenndar útfærslur á rómantískum lögum Franz Schuberts undir yfirskriftinni „Við elskum þig Franz!“ Tónlist 5. maí 2007 03:30
Söngfugl á heimaslóðum Fyrstu tónleikar Emilíönu Torrini voru með Skólakór Kársnesskóla enda þakkar hún kórstýrunni Þórunni Björnsdóttur að hún þorði að opna munninn til að syngja. Tónlist 5. maí 2007 03:00
Brit-verðlaun fyrir klassíska plötu Bítillinn fyrrverandi, Sir Paul McCartney, vann klassísku Brit-verðlaunin fyrir sína fjórðu klassísku plötu, Ecce Cor Meum. Á meðal þeirra sem McCartney skaut ref fyrir rass voru Sting og Katherine Jenkins Tónlist 5. maí 2007 03:00
Gerir dúett með Justin Paris Hilton segir Justin Timberlake hafa sýnt því áhuga að syngja með henni. „Hann segir að hann hafi eitthvað í huga fyrir okkur bæði. Ég get ekki beðið,“ sagði Hilton. Hún gaf út plötu að nafni Paris í fyrra og kom laginu Stars Are Blind ofarlega á vinsældalista um heim allan. Tónlist 5. maí 2007 02:30
Jóhanna Guðrún springur út í haust Fyrir átta árum skaut Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur upp á stjörnuhimininn, aðeins níu ára að aldri. Söngkonan unga var alls staðar í rúm þrjú ár, gaf út þrjár plötur á Íslandi en eins og hendi væri veifað var eins og jörðin hefði gleypt hana. Tónlist 4. maí 2007 11:00
Hafnaði góðu boði Söngkonan Madonna hefur hafnað boði um að koma fram á minningartónleikum um Díönu prinsessu á Wembley í júlí. Ástæðan er sú að hún verður önnum kafin við æfingar fyrir Live Earth-tónleika sex dögum síðar. Tónlist 4. maí 2007 10:15
Björk: Volta - fjórar störnur Ekki þarf margar hlustanir á nýju plötu Bjarkar til þess að átta sig á að markmið plötunnar er greinilega allt annað en hefur verið á tveim til þremur síðustu plötum þessarar merku tónlistarkonu. Vespertine og Medúlla voru týpískar þemaplötur þar sem unnið var með ákveðna hugmynd frá upphafi til enda. Gagnrýni 4. maí 2007 10:00
Justin vill semja kántrílög Popparinn Justin Timberlake vill draga sig í hlé frá sviðsljósinu og semja kántrílög í ró og næði. Justin er frá Tennessee þar sem kántríið er í hávegum haft og vill hann kanna þessar kántrírætur sínar betur. Tónlist 4. maí 2007 10:00
Gamall draumur rætist Rokkskáldið og Íslands-vinurinn Patti Smith hefur verið töluvert í sviðsljósinu að undanförnu. Hún var tekin inn í heiðursflokk rokkara (Rock & Roll Hall of Fame) í mars síðastliðnum og í síðustu viku kom út með henni platan Twelve sem hefur að geyma útgáfur hennar af lögum listamanna á borð við Jimi Hendrix, Nirvana og Tears For Fears. Trausti Júlíusson tékkaði á Patti. Tónlist 4. maí 2007 09:45
Oasis númer eitt Live Forever með Oasis hefur verið kjörið besta indí-lag allra tíma í könnun breska tónlistartímaritsins NME og útvarpsstöðvarinnar XFM. Í öðru sæti lenti Smells Like Teen Spirit með Nirvana. Tónlist 4. maí 2007 09:15