Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Djass fyrir austan

Djasshátíð Egilsstaða á Austurlandi, ein elsta sérhæfða tónlistarhátíðin utan Reykjavíkur, er nýhafin. Hátíðin varð til fyrir tuttugu árum í sumarblíðu á Egilsstöðum og varð að veruleika sumarið 1988. Síðan hefur hún fest sig í sessi þótt frumkvöðullinn, Árni Ísleifsson, hafi á tíðum látið hafa eftir sér að nú skorti hann þrek til að halda hátíðinni áfram.

Tónlist
Fréttamynd

Bon Jovi snýr aftur

Hljómsveitin Bon Jovi er komin á topp bandaríska Billboard-vinsældalistans í fyrsta sinn síðan 1988, eða í nítján ár. Nýjasta plata sveitarinnar, Lost Highway, seldist í tæpum 290 þúsund eintökum sína fyrstu viku á lista. Frá því mælingar hófust árið 1991 hefur sveitin aldrei selt jafnmikið í fyrstu vikunni í heimalandi sínu.

Tónlist
Fréttamynd

The Lodger endurgerð

Þögul mynd Alfreds Hitchcock frá árinu 1927, The Lodger, verður endurgerð í Hollywood á næstunni. The Lodger fjallar um dularfullan mann sem leigir herbergi á heimili Bunting-fjölskyldunnar á sama tíma og raðmorðingi hrellir íbúa London.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bláir skuggar í Hafnarborg

Norski málarinn Kjell Nupen opnar sýningu á málverkum og grafíkverkum í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag. Sýningin er farandsýning sem hefur göngu sína hér en fer síðan til þriggja annarra safna: Safnsins á Haugum í Vestfold í Noregi, Safns trúarlegrar listar og Kastrupgaard-safnsins í Danmörku. Ferðalagið er styrkt af norska sendiráðinu í Kaupmannahöfn og Norræna menningarsjóðnum.

Menning
Fréttamynd

Á toppnum í Bretlandi

Rokkdúettinn The White Stripes fór beint á toppinn á breska vinsældarlistanum með nýjustu plötu sína Icky Thump. Þetta er betri árangur en sveitin náði með síðustu plötu sinni, Get Behind Me Satan, því hún komst hæst í þriðja sætið á listanum. Síðast fór The White Stripes beint á toppinn í Bretlandi með plötunni Elephant sem kom út fyrir fjórum árum.

Tónlist
Fréttamynd

Fishburne tryggir sér Alkemistann

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Laurence Fishburne mun leikstýra kvikmyndaútgáfu af hinni ofurvinsælu bók Paul Coelho, Alkemistinn. Allar líkur eru á því að Fishburne muni einnig koma að handritsskrifum en málið ku vera á upphafsreit. Alkemistinn er einhver vinsælasta bók allra tíma og hefur setið á toppi metsölulista um allan heim og verið þýdd á yfir fimmtíu tungumál.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Balkanskt tempó

Þjóðlagahljómsveitin Narodna Musika heldur tónleika á Café Cultura í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu í kvöld. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar um Ísland.

Tónlist
Fréttamynd

Á stefnumót

Einn af þeim rúmlega áttatíu hönnuðum sem eiga verk á sýningunni Magma/Kvika á Kjarvalsstöðum er grafíski hönnuðurinn Ámundi Sigurðsson en hann verður með hádegisleiðsögn um sýninguna kl. 12 í dag.

Menning
Fréttamynd

Tónleikar The Rapture - fimm stjörnur

Það voru nýstirnin í hljómsveitinni Motion Boys sem hituðu upp fyrir The Rapture á Nasa á þriðjudagskvöldið. Motion Boys er mikið hampað þessa dagana og þess vegna gaman að fá tækifæri til að sjá hvernig sveitin spjarar sig á tónleikum.

Tónlist
Fréttamynd

Led Zeppelin íhugar endurkomu

Þrír eftirlifandi meðlimir hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Led Zeppelin eru sagðir íhuga að koma saman á ný. Hugmyndin er að koma fram saman á einum tónleikum síðar í sumar. Tónleikarnir verða haldnir til heiðurs Ahmet Ertgun, stofnanda Atlantic Records, en hann lést á síðasta ári. Ertgun þessi vann mikið með Zeppelin á sínum tíma og vilja hljómsveitarmeðlimirnir votta honum virðingu sína með því að stíga aftur á svið í þetta eina skipti.

Tónlist
Fréttamynd

Tvö fyrirtæki slást um Star Trek

„Ég get ekkert tjáð mig um þetta mál,“ segir Jón Bjarni Guðmundsson hjá Saga Film. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ríkir nú kapphlaup milli Saga Film og Pegasusar um tökur á nýjustu Star Trek-myndinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Nhi og bau

Víetnamski tónlistarmaðurinn Ngo Hong Quang kynnir hlustendum nýjan hljóðheim á tónleikum í Iðnó í kvöld. Quang útskrifaðist frá Tónlistarháskólanum í Hanoi vorið 2006 eftir tólf ára nám á hefðbundin víetnömsk hljóðfæri.

Tónlist
Fréttamynd

Tvennir tónleikar

Þingeyska gleðisveitin Ljótu hálfvitarnir, sem nýlega gaf út sína fyrstu plötu, heldur tvenna útgáfutónleika á næstunni. Fyrri tónleikarnir verða í Borgarleikhúsinu á laugardag en hinir síðari í Ýdölum í Aðaldal viku síðar.

Tónlist
Fréttamynd

Damon frumsýnir óperu

Nýtt verk Damons Albarn verður frumsýnt í Manchester á morgun. Verkið er sungið á mandarín-tungu og spilað er undir á glerharmonikku. Ópera eftir popparann Damon Albarn verður frumsýnd í Manchester á Englandi á morgun.

Tónlist
Fréttamynd

Kynjamyndir á Korpúlfsstöðum

Hópur þrettán myndlistarmanna og hönnuða sem hafa vinnustofur sínar á Korpúlfsstöðum opna gáttir sínar þessa vikuna og bjóða listunnendum og öðrum forvitnum gestum að kíkja á verk sín. Hópurinn kennir sig við „KorpArt“.

Menning
Fréttamynd

Jagúar gefur út nýtt lag

Nýtt lag með hljómsveitinni Jagúar, You Want Me, er komið í spilun. Lagið verður að finna á fjórðu plötu sveitarinnar sem var tekin upp í Danmörku síðasta vetur. Er hún væntanleg í ágúst.

Tónlist
Fréttamynd

Flestir fá borgað undir borðið

„Ég gef allt mitt upp til skatts. Hvað ég tek svo fyrir þetta er síðan bara samkomulag og snýr að umfangi og öðrum þáttum,“ segir Bjarni Arason, söngvarinn góðkunni. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær eru þó nokkrir íslenskir söngvarar margbókaðir í brúðkaup þann 07.07.07 en þá verður væntanlega slegið nýtt met í því að gefa fólk saman frammi fyrir Guði og mönnum. Söngvarar á borð við Diddú og Bjarna voru til að mynda fjórbókaðir þennan dag en sá sem reyndist vera kóngurinn í þessum fræðum var Páll Óskar Hjálmtýsson; hann var bókaður í sjö brúðkaup.

Tónlist
Fréttamynd

Dýrasta verkið á 8,3 milljónir

Málverkið „Pip and Nina“ eftir Svavar Guðnason var slegið hæstbjóðanda á rúmar 8,3 milljónir króna hjá uppboðshúsinu Christie‘s í London í gær. Annað verka Svavars var selt á 4,8 milljónir á sama uppboði.

Menning
Fréttamynd

Heimboð Bjarkar einber uppspuni

Breska götublaðið Daily Star birti í gær frétt sem fór eins og eldur í sinu um netið en þar var íslenska söngkonan Björk Guðmundsdóttir sögð hafa boðið poppstjörnunni Britney Spears að hafa afnot af heimili sínu í Reykjavík. Þar að auki var greint frá því að Björk hefði sent henni dagbókarbrot frá þeim tíma sem hún bjó í Lonon og átti í svipuðum vandamálum og Britney hefur glímt við auk bréfs þar sem íslenska stórstjarnan gefur henni góð ráð.

Tónlist
Fréttamynd

Níu ára strákur kynnir myndasögubók

„Ég hef samið myndasögur frá því ég var sex ára,“ segir Hugi Garðarsson myndasöguhöfundur sem mætti á Fréttablaðið til að kynna myndasögubók sína, Jóa gulrót og brækur réttlætisins.

Menning
Fréttamynd

The Verve koma saman á ný

Breska hljómsveitin The Verve hyggst koma aftur saman eftir beiskan aðskilnað fyrir átta árum. Þetta tilkynnir söngvari hljómsveitarinnar, Richard Ashcroft, í yfirlýsingu á heimasíðu sinni.

Tónlist
Fréttamynd

Evan beint á toppinn

Gamanmyndin Evan Almighty fór beint í efsta sæti norður ameríska aðsóknarlistans um síðustu helgi. Náði myndin þó aðeins inn rúmlega helmingi af aðsóknartekjum forvera síns, Bruce Almighty.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Nýstárleg hljóð og spánnýtt verk

Tónlistarhópurinn Aton stendur í stórræðum þessa dagana. Hópurinn kom fram á tvennum tónleikum á tónlistarhátíðinni Við Djúpið á Ísafirði í síðustu viku og vinnur þessa dagana að fyrstu plötu sinni sem væntanleg er síðar á árinu. Höfundar verka á fyrirhugaðri plötu eru meðal annars Hlynur Aðils Vilmarsson, Hugi Guðmundsson, Steingrímur Rohloff og Guðmundur Steinn Gunnarsson. Verkin eru samin á tímabilinu 1999-2006.

Tónlist
Fréttamynd

The Rapture spilar á Nasa í kvöld

Bandaríska danspönksveitin The Rapture heldur tónleika á Nasa í kvöld. Sveitin spilaði á Iceland Airwaves-hátíðinni fyrir fimm árum við mjög góðar undirtektir og ætlar nú að endurtaka leikinn.

Tónlist
Fréttamynd

Synir Johns Lennon sættast

Julian og Sean Lennon, synir fyrrum Bítilsins Johns Lennon, hafa grafið stríðsöxina sem staðið hefur á milli þeirra bræðra síðustu átta ár. Hálfbræðurnir eru nú byrjaðir að talast við að nýju en stirrt hafði verið á milli þeirra allt frá því að Julian lét hafa eftir sér niðrandi ummæli um Yoko Ono, síðari eiginkonu Johns og móður Seans. Móðir Julians er fyrri eiginkona Johns, Cynthia. Það var hinn 44 ára gamli Julian sem átti frumkvæðið að sáttunum.

Tónlist
Fréttamynd

Páll Óskar verður kóngurinn á brúðkaupsdaginn mikla.

„Ég er þríbókaður, eitt brúðkaup í Skorradal og tvö í bænum. En það eru ennþá að berast fyrirspurnir frá fólki um hvort ég sé laus þennan daginn,“ segir Hjörleifur Valsson, fiðluleikari en hann verður á þönum þegar hinn ógnvænlegi dagur, 07.07.07, rennur upp.

Tónlist
Fréttamynd

Góðir gestir snúa aftur

Tékkneski strengjakvartettinn PiKap heldur sex tónleika hér á landi á næstum dögum ásamt Eydísi Franzdóttur óbóleikara. PiKap strengjakvartettinn hefur haldið fjölda tónleika víða um Evrópu og fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir einstaklega vandaðan og tilfinningaríkan flutning.

Tónlist
Fréttamynd

Live Earth í beinni

Tónlistarviðburðurinn Live Earth verður í beinni útsendingu á Skjá einum laugardaginn 7. júlí. Sýndir verða tónleikar frá níu mismunandi stöðum í sjö heimsálfum, þar á meðal frá New York, Sydney, Jóhannesarborg og Tókýó. Auk þess verður sent beint frá Suðurskautslandinu. Hefst fjörið klukkan sjö að morgni og stendur yfir í heilan sólarhring.

Tónlist
Fréttamynd

Rithöfundasambandið skoðar Gosa

Rithöfundasamband Íslands skoðar nú hvort samningsbrot hafi átt sér stað við þá ákvörðun Borgarleikhússins um að semja nýja leikgerð við söngleik um Gosa sem sýndur verður á fjölum leikhússins í vetur.

Menning