

Lögreglumál
Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður
Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur fellt niður mál á hendur starfsmönnum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í kjölfar Alþingiskosninganna í september. Að minnsta kosti tveir starfsmenn yfirkjörstjórnar hafa fengið send bréf þess efnis. Þeirra á meðal Ingi Tryggvason, sem gegndi formannsstöðu, og Katrín Pálsdóttir sem sæti átti í yfirkjörstjórn.

Nokkuð um misheppnaðar innbrotstilraunir
Nokkuð var um misheppnaðar innbrotstilraunir á höfuðborgarsvæðinu í gær ef marka má skeyti frá lögreglu.

Bílvelta á Krýsuvíkurvegi
Bílvelta varð á Krýsuvíkurvegi laust eftir klukkan 15 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu slasaðist enginn.

Vissi að lögreglan fylgdist með honum vegna dularfulls leka
Maður sem grunaður er um skipulagða glæpastarfsemi segir vinnubrögð lögreglu í máli sínu yfirdrifin og til skammar. Alvarlegur gagnaleki úr lögreglu síðasta sumar kom sér vel fyrir manninn, sem á langan brotaferil að baki.

Ók á röngum vegarhelmingi og lenti næstum á löggubíl
Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en margir þeirra reyndust undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Einn var handtekinn.

Tveir handteknir fyrir að ráðast á dyraverði í miðbænum
Ráðist var á dyraverði í miðbæ Reykjavíkur í nótt, tilkynnt var um ofurölvi einstaklinga og skemmtistað var lokað sem reyndist vera með útrunnið rekstrarleyfi.

Mikið um ölvunartengd mál í miðbænum og víðar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöld og í nótt. Líkamsárásir, tilkynningar um ölvaða einstaklinga, grunsamlegar mannaferðir og akstur undir áhrifum voru meðal verkefni næturinnar.

Ók á meira en 100 í íbúðargötu á flótta undan lögreglu og klessti svo á
Þrír bílar skemmdust mikið þegar ökumaður sem lögregla veitti eftirför missti stjórn á bíl sínum og klessti á þá seint í gærkvöldi. Lögregla segir mildi að enginn hafi orðið fyrir bílnum sem er talinn hafa verið á yfir 100 kílómetra hraða á klukkustund.

FME kærði meinta markaðsmisnotkun til lögreglu í fyrra
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands kærði meinta markaðsmisnotkun til lögreglu á síðasta ári. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálaeftirlit sem Seðlabankinn birti í morgun en í svari við fyrirspurn Innherja kvaðst stofnunin ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið.

Áköf framganga lögmannins vísbending um að eitthvað meira héngi á spýtunni
Fulltrúi sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra sem hefur eftirlit með skráðum trúfélögum og lífskoðunarfélögum segir að hann hafi frá upphafi haft efasemdir um lögmæti trúfélagsins Zuism. Hann hafi verið beittur blekkingum þegar hópur fólks tók yfir félagið með það að markmiði að endurgreiða sóknargjöld.

Mannræktarverkefni sem fór í háaloft þegar krumpað hótunarbréf kom inn um lúguna
Þegar trúleysingjarnir Snæbjörn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson uppgötvuðu að til stæði að afskrá trúarfélagið Zuism sáu þeir kjörið tækifæri til að mótmæla stöðu trúmála á Íslandi og sýna fram á ankannaleika kerfisins.

Enn eitt slysið á Sogavegi og sumir kenna hraðahindrun um
Íbúar í og við Sogaveg í póstnúmeri 108 í Reykjavík sjá hlutina ólíkum augum þegar þeir velta fyrir sér hörðum árekstri sem varð um miðnætti í gærkvöldi. Þá var bíl ekið á þvílíkum hraða yfir hraðahindrun að hann hafnaði á og skemmdi þrjá bíla sem lagt var í götunni.

Ók á miklum hraða á þrjá mannlausa bíla á Sogavegi
Bílslys varð rétt fyrir miðnætti á Sogavegi í Reykjavík þegar ökumaður ók bíl sínum á þrjá mannlausa bíla á nokkuð miklum hraða að því er virðist.

Handtekinn og í fjögurra vikna varðhald
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á stunguárás í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Lögregla með viðbúnað í Lágmúla
Lögregla er nú að störfum við Lágmúla 5 en hún var kölluð út þangað skömmu fyrir klukkan tíu í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var að minnsta kosti einn handtekinn á vettvangi.

Vill skerpa heimildir lögreglu til að geta „gripið fyrr inn í atburðarás“
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda sem ætlað er að skýra heimildir lögreglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrotavarna. Er þar litið til þess sem snýr að afbrotum eða athöfnum sem talin eru geta raskað öryggi borgaranna og ríkisins, afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi og afbrot sem framin eru á netinu, líkt og það er orðað.

Ráðist á tvo nemendur í Austurbæjarskóla með barefli
Ráðist var á tvo nemendur í efstu deild Austurbæjarskóla í gær og þeir barðir með barefli. Annar þeirra var fluttur á bráðamóttöku og hinn á heilsugæslu.

Leit stendur enn yfir að Sigurði Kort
Leit að Sigurði Kort Hafsteinssyni, 65 ára gömlum karlmanni sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir 21. febrúar hefur ekki enn borið árangur.

Myndband sýnir árásina í miðbænum um helgina
Tvítugur íslenskur karlmaður varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Myndband af árásinni er komið í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá í spilaranum að ofan. Andlit hlutaðeigandi hafa verið afmáð.

Margir teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði fjölda ökumanna vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í gærkvöldi og í nótt.

Unnið að því að ná rútu upp á veginn á Holtavörðuheiði
Rúta fór út af veginum á Holtavörðuheiði í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en verið er að vinna að því að ná rútunni aftur upp á veginn.

Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“
Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr.

Mikið um ölvun og töluverður erill í nótt
Skemmtanalífið er að taka við sér eftir að hafa legið í dvala meira og minna í tvö ár, því fylgir aukið álag á lögreglu. Um áttatíu mál voru skráð í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hafa ekki náð að bóka öll mál næturinnar sökum anna
Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. 85 mál eru skráð í dagbók lögreglu milli klukkan 17:00 og 05:00. Vegna anna hefur ekki enn tekist að bóka afgreiðslu allra mála.

Sá sem liggur undir grun laus úr haldi lögreglu
Karlmaður sem var handtekinn í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna í húsi við Auðbrekku í Kópavogi í fyrrinótt er laus úr haldi. Húsið var ekki samþykkt íbúðahúsnæði.

Neitaði ítrekað að lækka háttstillta tónlist
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði ítrekuð afskipti af manni í nótt vegna hávaða frá heimili hans. Um var að ræða verulega háttstillta tónlist en maðurinn var í annarlegu ástandi. Var hann ítrekað beðinn um að lækka og að lokum tilkynnt að hann yrði ákærður fyrir brot á lögreglusamþykkt.

Slógust á Selfossi og talið að myndband sé í dreifingu
Til átaka kom meðal fjögurra drengja á unglingastigi á Selfossi um tíuleytið í morgun. Þetta kemur fram í tölvupósti skólastjóra Vallaskóla til foreldra og forráðamanna. Hann segir hluta drengjanna nemendur við skólann og grunur á að myndskeið af átökunum sé í dreifingu. Hugrakkt starfsfólk hafi skorist í leikinn.

Skemmdarverk unnin á rússneska sendiherrabústaðnum
Skemmdarverk hafa verið unnin á húsi rússneska sendiráðsins við Garðastræti í Reykjavík. Lögreglu barst tilkynning fyrir hádegi í dag um að spreyjað hafi verið á vegg sendiherrabústaðsins.

Handtekinn vegna brunans í Auðbrekku
Einn hefur verið handtekinn í tengslum við eldsvoðann í íbúðarhúsnæði við Auðbrekku í Kópavogi í nótt, grunaður um íkveikju. Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi.

Þegar kerfið segir nei
Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel ekki til að hætta ógnandi samskiptum verða þau að martröð. Þá verðum við að treysta á aðstoð lögreglu og dómskerfisins. En hvað ef kerfið segir nei?