Kompás

Kompás

Fréttaskýringaþáttur þar sem hin ýmsu málefni eru krufin til mergjar

Fréttamynd

Björgólfur Thor

Hvöss spjót beinast nú að Björgólfi Thor Björgólfssyni, ríkasta manni Íslands. Hann er sakaður um að bera að hluta til ábyrgð á hruni íslenska efnahagskerfisins. Hann svarar hér gagnrýninni en er jafnframt ómyrkur í máli gagnvart ríkisvaldinu og Seðlabanka. Hann upplýsir hvað gerðist bak við tjöldin þá örlagaríka daga þegar hagkerfið rambaði á barmi hruns og sakar stjórnvöld um að hafa tekið kolrangar ákvarðanir, þrátt fyrir alvarleg viðvörunarorð. Það voru skelfileg mistök að þjóðnýta Glitni, segir hann og upplýsir einnig hvernig stjórnvöld virtu ekki viðlits tilboð um að losna undan Icesave ábyrgðum sama dag og neyðarlög voru sett í landinu. Þetta telur Björgólfur Thor að skýri hin harkalegu viðbrögð Breta og alvarlega milliríkjadeilu landanna.

Stöð 2
Fréttamynd

Kompásstikla - Björgólfur Thor

Ríkasti maður Íslands fékk Landsbankann á silfurfati fyrir 6 árum. Nú þurfa landsmenn að axla ábyrgð á hundruðum milljarða vegna bankans sem kom Íslandi á hryðjuverkalista. Mun Björgólfur Thor axla ábyrgð og borga? Ítarlegt viðtal við Björgólf Thor Björgólfsson sem svarar spurningum sem brenna á vörum Íslendinga í Kompási næstkomandi mánudag kl:19:20 á Stöð 2.

Stöð 2
Fréttamynd

Útrásin

Nú þegar þjóðinni er ógnað með þjóðargjaldþroti er brýnt að horfa um öxl og reyna að svara spurningunni: Hvað fór úrskeiðis? Við byrjum að leita svara og vekja upp nýjar spurningar. Var útrásin sjónarspil fámenns hóps - spilaborg sem hefði hrunið, jafnvel þó erlent fárviðri í fjármálaheiminum hefði ekki dunið yfir?

Stöð 2
Fréttamynd

Kompásstikla - Útrásin

Var útrásin blekking og að stórum hluta tilfærsla eigna til útlanda? Fjöldi eignarhaldsfélaga Íslendinga í Lúxemborg eiga rækur í skattaskjólum Bresku Jómfrúareyjanna. Fámennur hópur útrásarvíkinga á ofurlaunum er harðlega gagnrýndur fyrir að skilja eftir sig sviðna jörð. Kompás byrjar að leita svara og vekja upp nýjar spurningar. Var útrásin sjónarspil fámenns hóps? Spilaborg sem hefði hrunið, jafnvel þó erlent fárviðri í fjármálaheiminum hefði ekki dunið yfir. Kompás er á dagskrá á mánudögum kl. 19:20 í opinni dagskrá á Stöð 2.

Stöð 2
Fréttamynd

Hremmingar

Ótti og örvænting hefur gripið um sig meðal Íslendinga vegna gífurlegra hremminga í íslensku efnahagslífi. Þúsundir einstaklinga hafa áhyggjur af afkomu sinni og skuldbindingum. Reiðin er ríkjandi í samfélaginu. Við skoðum mannlegu hlið hremminganna og fáum aðstoð sérfróðra manna á ólíkum sviðum til að varpa ljósi á þá sögulegu framvindu sem kom neyslusamfélaginu Íslandi - út á ystu nöf. En það eru leiðir út úr vandanum - það má aldrei gleymast.

Stöð 2
Fréttamynd

Kompásstikla - Hremmingar

Kompás fjallar um depurð og óöryggi sem íslensk þjóð er nú að upplifa. Fjármálaveröldin hrynur og eftir stendur fólkið í landinu með áhyggjur af framtíð sinni og afkomu. Fjölmargir eru í miklum vandræðum sem þeir sjá ekki fram úr. Kompás ræðir við geðlækna og sálfræðinga þar sem reynt er að leiðbeina fólki í erfiðleikunum. Mannlegur þáttur um mikla erfiðleika þar sem reynt er að horfa fram á veginn með fólkinu í landinu. Kompás er í opinni dagskrá á mánudögum kl. 19:20 á Stöð 2.

Stöð 2
Fréttamynd

Nýtt Hafskipsmál

Í dag var kynnt önnur bókin sem gefin er út á skömmum tíma um Hafskipsmálið en báðar eru unnar með stuðning frá Björgólfi Guðmundssyni fyrrverandi forstjóra Hafskips. Ekki hefur áður komið fram að Björgólfur lét skrifa þriðju bókina, sem aldrei var gefin út vegna óánægju hans með innihaldið. Í bókinni sem eru áður óbirt gögn og vitnisbuður sem höfundi þykir fela í sér áfellisdóm um fyrrverandi Seðlabankastjóra, ríkislögmann og skiptaráðendur bússins.

Stöð 2
Fréttamynd

Kompásstikla - Nýtt Hafskipsmál

Leynifundum og makki er lýst í áður óbirtum skjölum um Hafskipsmálið. Hafskipsmenn hafa haldið því fram að fyrirtæki þeirra hafi verið knúið í gjaldþrot af andstæðingum sem jafnframt hafi blásið á glæður hatrammrar opinberrar umræðu. Tveir núverandi hæstaréttardómarar, eru sagðir hafa haft óeðlileg afskipti af málum. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að Seðlabankastjóri farið á bak við sig. Örlög Hafskips í Kompási á mánudag klukkan 19:20 á Stöð 2.

Stöð 2
Fréttamynd

Sögur úr stríðinu

Þrátt fyrir allt er lífsgleðin ríkjandi í Kongó. Og fyrir aðkomumann er ólýsanlegt að sjá þegar fólk sameinast eftir margra ára aðskilnað af völdum stríðsátaka.

Stöð 2
Fréttamynd

Fjölskyldur sameinaðar

Spurning kvöldsins er þessi! Hvenær endar stríð? Það er mörgum létt þegar friðarsamningar eru undirritaðir, en færri vita, að þá hefst margra ára leit að ættingjum sem hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar. Leitarstarf Rauða krossins á átakasvæðum í heiminum er að mestu unnið í kyrrþey, en sögurnar að baki þessa mikilvæga starfs eru margar kraftaverki líkastar. Sigmundur Ernir Rúnarsson og Hrafn Garðarson kvikmyndatökumaður hafa dvalist í Kongó síðustu tvær vikur.

Stöð 2
Fréttamynd

Kompásstikla - Fjölskyldur sameinaðar

Hörmungar stríðs taka ekki enda þó byssurnar þagni. Það er mörgum létt þegar friðarsamningar eru undirritaðir, en færri vita, að þá hefst margra ára leit að ættingjum sem hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar.

Stöð 2
Fréttamynd

Ofbeldisatriði úr Kompási – óklippt útgáfa

Um fátt hefur verið meira rætt undanfarinn sólarhring en Kompásþátt sem sýndur var í gær. Í þættinum er sagt frá heimi handrukkara. Þá var sagt frá deilum þeirra Benjamíns Þ. Þorgímssonar líkamsræktarmanns og Ragnars Magnússonar. Þær enduðu með því að Benjamín réðst að

Stöð 2
Fréttamynd

Kræklingarækt

Um tíu aðilar rækta krækling hér við land. Ræktunarskilyrði eru talin góð og stefnt er að útflutningi lifandi kræklings á Evrópumarkað í náinni framtíð. Ræktendur binda miklar vonir við greinina og horfa til Prince Edward eyju í Kanada í því samhengi. Kræklingurinn er nú önnur stærsta útflutningsvara eyjarinnar og hefur leyst þorskinn af hólmi.

Stöð 2
Fréttamynd

Hnefaréttur

Ofbeldi þrífst í samfélaginu, því aðeins að fólk umberi það. Á gráa svæðinu þar sem lög og réttur hefur takmarkað gildi vaða ofbeldismenn uppi og halda fólki í heljargreipum. Í Kompási í kvöld sýnum við myndir af ofbeldi sem beitt var til þvinga fram milljóna króna greiðslu. Þar er ljótt brot framið sem sýnir aðferð þessara undirheima, óháð þeirri forsögu sem þar býr að baki.

Stöð 2
Fréttamynd

Kompásstikla - Hnefaréttur

Kompás hefur göngu sína á ný mánudaginn 22. september næstkomandi kl: 19:20 á Stöð 2. Þetta er fjórða árið sem þátturinn er sýningu en í vetur verða allir þættirnir í opinni dagskrá. Í fyrsta þætti vetrarins beinum við sjónum okkar að handrukkunum. Ofbeldi sem aldrei er kært til lögreglu grasserar á gráu svæði samfélagsins. Hópur manna hefur atvinnu af því að leysa ágreining með vöðvaafli. Sumir telja handrukkun eina úrræðið til að ná fram réttlæti en ljóst er að þegar handrukkarar hafa náð að blanda sér í ágreiningsmál er erfitt að losna við þá. Við sýnum myndir af ofbeldi sem beitt var til þvinga fram milljóna króna greiðslu.

Stöð 2
Fréttamynd

LOT segir sögu sína

Byrgismálið byrjaði allt með bréfi frá konu sem skrifaði undir dulnefninu LOT en Lot var frændi Abrahams sem drottinn leiddi út úr Sódómu áður en borginni var eytt. Þessi kona, Marta Ruth, varð að fletta ofan af leyndarhjúpnum yfir spillingunni og kynferðisbrotunum sem grasseruðu í Byrginu undir falsyfirborði kristilegs kærleika. Marta er ein af þeim fjórum konum sem Guðmundur er dæmdur fyrir að brjóta gegn. Hún kemur fram nú í fyrsta skipti ásamt eiginmanni sínum Ragnari.

Stöð 2
Fréttamynd

Mennt er máttur

Um helmingur kambódísku þjóðarinnar er undir 25 ára aldri. Níu ár eru síðan friður komst á í landinu eftir þriggja áratuga stríðsátök. Rauðu Khmerarnir reyndu að útrýma sögu og menningu þjóðarinnar og mannréttindi fólksins voru fótum troðin. Þeir tóku lækna, kennara og menntafólk af lífi og heilu kynslóðirnar fóru á mis við menntun á meðan óöld ríkti í landinu. Það horfir þó til betri vega en miklar breytingar hafa átt sér stað á síðustu árum. Kompás var í Kambódíu og kynnti sér uppbyggingastarf Barnaheilla í landinu.

Stöð 2
Fréttamynd

Kompásstikla - LOT stígur fram

Konan sem koma Byrgismálinu af stað með bréfi undir dulnefninu LOT stígur fram í fyrsta sinn. Guðmundur Jónsson, fyrrum forstöðumaður Byrgisins, afskræmdi Guðs orð og braut gegn Mörtu. Ragnar, eiginmaður Mörtu, vissi fyrst um alvarleika brotanna þegar hann las dóminn yfir Guðmundi á netinu. Hann rakst svo á Guðmund fyrir algera tilviljun og gekk í skrokk á honum. Síðasti Kompásþáttur vetrarins verður sýndur á þriðjudaginn kl: 21:50 á Stöð 2.

Stöð 2
Fréttamynd

Eftirskjálftar Byrgismálsins

Dómurinn yfir Guðmundi Jónssyni fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins er flestum ótrúleg lesning enda staðfestir hann kerfisbundna minotkun hans á konum sem leituðu í þessa meðferðarstofnun. Kompás ræddi við Ólöfu Ósk, eitt fórnarlamba hans, um reynslu sína eftir að hún steig fram í sviðsljósið og vitnaði um reynslu sína í Byrginu.

Stöð 2
Fréttamynd

Blindir fá sýn

Í síðasta mánuði bárust fréttir af því að bandarískir læknar hefðu grætt myndavél í augu blindra Breta. Vélin tengist gervisjónhimnu sem er grædd aftan við augað. Myndir eru teknar og rafboð send með sjóntaug í heilann.

Stöð 2
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.