Kompás

Kompás

Fréttaskýringaþáttur þar sem hin ýmsu málefni eru krufin til mergjar

Fréttamynd

Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur

Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna.

Innlent
Fréttamynd

Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung

Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár og sýna nýjustu mælingar að sex prósent grunnskólabarna séu með sjúkdóminn offitu.

Innlent
Fréttamynd

Kompás: Vandaður fréttaskýringaþáttur fær nýtt heimili - á Vísi

Á mánudag hefur göngu sína vandaður fréttaskýringaþáttur í umsjón fréttahaukanna Erlu Bjargar Gunnarsdóttur, Jóhanns K. Jóhannssonar og Nadine Guðrúnar Yaghi en framleiðandi hans er Arnar Már Jónmundsson. Þátturinn verður birtur á Vísi og Maraþoni Stöðvar 2 auk þess sem umfjöllunarefninu verða gerð skil í fréttatímum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Þunglynd þjóð

Það eru yfir 30 þúsund Íslendingar á þunglyndislyfjum sem kosta þjóðarbúið á annan milljarð króna á ári. Þunglyndislyfjunum var hampað mjög þegar þau komu fyrst á markaðinn. Uppá síðkastið hafa aftur á móti hlaðist upp vísbendingar um að þau geri mun minna gagn en áður og séu jafnvel hættuleg tilteknum hópum. Nú þegar kreppir að í efnahag og andlegri líðan þjóðarinnar getur hún ekki lengur lagt traust sitt á töfralausn í pilluformi.

Stöð 2
Fréttamynd

Kompásstikla - Þunglynd þjóð

Yfir 30 þúsund Íslendingar taka þunglyndislyf sem hafa miklu minni áhrif en áður var fullyrt. Lyfjafyrirtækin hafa hagrætt rannsóknarniðurstöðunum. Nú hefur komið í ljós að fyrirtækin létu hjá líða að birta óhagstæðar rannsóknarniðurstöður. Þegar tekið er tillit til þeirra kemur í ljós að takmarkaður ávinningur af þessum lyfjum - ef nokkur. Það er heldur ekki auðhlaupið að losna af þessum lyfjum. Nú þegar kreppir að í efnahag og andlegri líðan þjóðarinnar getur hún ekki lengur lagt traust sitt á töfralausn í pilluformi. Fjárhagsleg - og þar með andleg kreppa - kallar á nýjar lausnir. Hörð gagnrýni á geðlyfin í Kompási á mánudag kl: 19.05 í opinni dagskrá á Stöð 2.

Stöð 2
Fréttamynd

Hundakrabbamein

Sömu sjúkdómarnir herja á manninn og besta vin hans. Við fjöllum um krabbamein í hundum og þau úrræði sem í boði er fyrir eigendur hunda sem greinast með krabbamein. Við sýnum einstakar myndir af skurðaðgerð á tíkinni Trinity og fylgjumst með líðan hennar í gegnum meðferðina. Í síðari hluta þáttarins verður fjallað um íslensku hjálparsamtökin ENZA sem voru stofnuð nýverið. Samtökunum er ætlað að styðja við bakið á ungum konum sem hafa þurft að gefa börn sín til ættleiðingar.

Stöð 2
Fréttamynd

Íslensk aðstoð

Fjöldi ungra Suður Afrískra kvenna neyðist til að gefa börn sín til ættleiðingar. Við þeim blasir útskúfun, sár fátækt og brotin sjálfsmynd. Sjö íslenskar konur hafa stofnað hjálparsamtökin ENZA til þess að styðja við bakið á þessum konum.

Stöð 2
Fréttamynd

Kompásstikla - Hundakrabbamein

Sömu sjúkdómarnir herja á manninn og besta vin hans. Krabbamein er algengasta dánarorsök hunda en tíðni krabbameins í hundum er álíka há og tíðni krabbameins hjá fólki. Tíkin Trinity greindist nýverið með krabbamein í júgri og Kompás fékk að fylgjast með þegar æxlið var fjarlægt. Enn sem komið er eru skurðaðgerðir gegn krabbameini í hundum eina úrræðið en víða erlendis er boðið upp á lyfjameðferðir gegn meininu. Við sýnum einstakar myndir af skurðaðgerð Trinity og fylgjumst með líðan hennar í gegnum meðferðina.

Stöð 2
Fréttamynd

Gjaldþrot sem skiptimynt

Eftirmál gjaldþrots einstaklinga geta varað í mörg ár. Kröfurnar fyrnast á löngum tíma og þær er hægt að endurnýja. Við kynnumst ferli gjaldþrotamála og heimsækjum fjölskyldu í Njarðvík sem sér fram á gjaldþrot. Við upplýsum einnig almenning um óprútnna aðila sem hafa auglýst á netinu eftir kennitölum fólks sem er í fjárhagslegum vandræðum til að nota til að græða peninga. Svívirðlegt athæfi segir efnahagsbrotadeild lögreglunnar.

Stöð 2
Fréttamynd

Kompásstikla - Gjaldþrot sem skiptimynt

Fjölmargar íslenskar fjölskyldur gætu orðið gjaldþrota á komandi misserum. Kompás rekur ferli gjaldþrotamála og heimsækir fjölskyldu í Njarðvík sem sér fram á gjaldþrot. Við upplýsum um óprútnna aðila sem hafa auglýst á netinu eftir kennitölum fólks sem er í fjárhagslegum vandræðum til að nota til að græða peninga. Kompás myndaði fund karlmanns sem bauð pari, sem þóttist standa illa fjárhagslega, að kaupa nafn þeirra og kennitölu til að hlaða á hana eignum og keyra síðan í gjaldþrot. Þetta er tilraun til fjársvika að mati lögreglu. Í síðari hluta þáttarins kynnumst við ENZA, nýstofnuðum íslenskum hjálparsamtökum, sem starfa í Suður Afríku. Kompás í opinni dagskrá klukkan 19:20 á mánudag á Stöð 2.

Stöð 2
Fréttamynd

Dauðinn í Slippnum

Tveir menn fundust látnir í bíl á Slippsvæðinu í Reykjavík árið 1985. Þeir voru taldir hafa framið sjálfsvíg. Kompás heldur áfram að fjalla um þetta mál sem ættingjar mannanna hafa barist fyrir að rannsakað verði að nýju. Og nú vilja þeir rannsókn á starfsháttum lögreglu. Í síðari hluta þáttarins kynnumst við kraftmiklum vestfirskum kór, Fjallabræðrum, sem hafa síðustu mánuði verið áberandi í tónlistarlífi Íslendinga. Þá förum við einnig í heimsókn til ungrar myndlistarkonu sem hefur þróað sérstaka aðferð í listsköpun sinni.

Stöð 2
Fréttamynd

Fjallabræður

Fjallabræður, hinn vestfirski kraftmikli karlakór, hefur sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar síðustu mánuði. Þeir hafa troðið víða upp við mikinn fögnuð og vakið athygli fyrir frumlega samsetningu rokkhljómsveitar og karlakórs. Þeir sungu á Menningarnótt, tóku á móti íslenska handboltalandsliðinu og stefna á að syngja í Færeyjum næsta sumar. Kórfélagar eru allir karlmenn, utan einn sem er kona og hún heldur vel utan um hópinn.

Stöð 2
Fréttamynd

Helma

Helma Þorsteinsdóttir er ung myndlistarkona sem fer ótroðnar slóðir í listsköpun sinni. Hún hefur þróað sérstaka gifsáferð, aðferð sem gefur verkum hennar einstakan blæ. Verkin hennar hafa vakið mikla athygli og prýða nú veggi fjölmargra heimilla. Kompás heimsótti Helmu á vinnustofuna hennar og fékk að fylgjast með hvernig listaverk hennar verða til.

Stöð 2
Fréttamynd

Kompásstikla - Dauðinn í Slippnum

Einar Þór Agnarsson og Sturla Steinsson fundust látnir í bíl við Daníelsslipp árið 1985. Lát þeirra var afgreitt sem sjálfsvíg en ættingjar þeirra hafa aldrei fellt sig við þessa skýringu og hafa síðustu misserin krafist aðgangs að gögnum um lát ástvina sinna. Samkvæmt nýjum vitnisburði var rannsókn á dauða þeirra illa unnin. Ekkert fordæmi er um sjálfsvíg af þessum toga í sögu réttarmeinafræðinnar. Ný dæmi koma fram um gögn sem lögreglan finnur ekki í eigin vörslu eða hefur fargað. Á meðan finnast ljósmyndir af vettvangi í einkasafni. Ríkissaksóknari hefur verið krafinn um opinbera rannsókn á aðkomu lögreglu.

Stöð 2
Fréttamynd

100. þátturinn

Þátturinn að þessu sinni markar tímamót í sögu þáttarins og er sá hundraðasti í röðinni. Síðustu þrjú ár hefur Kompás speglað kviku samfélagsins. Þátturinn hefur skapað sér sess og tekið á erfiðum málum, birt gleði og sorg - opinberað hetjur og skúrka. Við stiklum á ferð þáttarins um stríðshrjáð lönd, undirheima Íslands og litskrúðuga flóru samfélagsins.

Stöð 2
Fréttamynd

Kompásstikla - 100. þátturinn

Við horfum til baka á viðburðarrík ár í sögu þáttarins að þessu sinni. Tilefnið er hundraðasti Kompásþátturinn. Síðustu þrjú ár hefur Kompás speglað kviku samfélagsins. Þátturinn hefur skapað sér sess og tekið á erfiðum málum, birt gleði og sorg - opinberað hetjur og skúrka. Við skoðum umfjallanir þáttarins um stríðshrjáð lönd, undirheima Íslands og litskrúðuga flóru samfélagsins. Kompás lítur um öxl á mánudagskvöld, klukkan 19.20 í opinni dagskrá á Stöð 2.

Stöð 2
Fréttamynd

Markaður í molum

Fasteignamarkaðurinn er í molum. Þúsundir eigna eru á söluskrá - en viðskiptin nánast engin. Fjölmargir sjá fram á erfiða tíma og margir sitja eftir í yfirveðsettum fasteignum, í sannkölluðum átthagafjötrum. Við skoðum þróun fasteignaverðs síðustu ár og heyrum í fólki sem hefur lent í miklum vandræðum. Félagsmálaráðherra segir erfiða tíma framundan, reynt sé að bjarga heimilunum.

Stöð 2
Fréttamynd

Kompásstikla - Markaður í molum

Fasteignamarkaðurinn er í molum. Þúsundir íbúða seljast ekki og eftirspurnin er nánast engin. Hvað verður um húsin? Almenningur horfir á eignir sína brenna upp í verðbólgunni og sumir eru fastir milli tveggja íbúða með tilheyrandi kostnaði. Fjölmargir sjá fram á erfiða tíma og margir sitja eftir í yfirveðsettum fasteignum , í sannkölluðum átthagafjötrum. Félagsmálaráðherra segir aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar aðeins fyrsta skrefið í að hjálpa heimilunum. Fasteignamarkaðurinn í Kompási á mánudag, í opinni dagskrá klukkan 19:20 á Stöð 2.

Stöð 2
Fréttamynd

Tæknideildin

Þau sögulegu tímamót urðu fyrir skömmu að maður var sakfelldur í dómi fyrir morð, nær eingöngu á grundvelli greiningar tæknideildar lögreglu en hinn ákærði neitaði staðfastlega sök. Þetta er til marks um stigvaxandi mikilvægi tæknideildar lögreglu. Við kynnumst nokkrum þekktum dómsmálum og sýnum meðal annars einstæðar vídeómyndir sem kafari tók af innpökkuðu líki Vaidasar Jusevisíuar á botni hafnarinnar í Neskaupsstað. Líkfundurinn varð að umfangsmestu rannsókn í sögu tæknideildar lögreglu.

Stöð 2
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.