Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Kærum okkur ekki um neina forgjöf

"Það liggur ljóst fyrir í samningnum sem gerður var milli félaganna að lánsmenn FH mega ekki spila gegn félaginu sínu í bikarkeppninni og það er klárt, en það getur vel verið að við tökum aðra ákvörðun þegar nær dregur," sagði Pétur Stephensen, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH í samtali við Vísi í dag þegar hann var spurður hvort FH-ingarnir þrír sem leika sem lánsmenn hjá Fjölni fengju að spila úrslitaleikinn í Visa-bikarnum gegn FH.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hetja Fjölnis fær ekki að spila gegn FH

Komin er upp ansi sérstök staða nú þegar ljóst er að Fjölnir leikur við FH í úrslitaleik VISA-bikarsins. Þrír leikmenn Fjölnis sem leikið hafa stórt hlutverk með liðinu í sumar eru samningsbundnir FH en í láni hjá Fjölni og fái ekki að leika í úrslitaleiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fjölnir í úrslitaleikinn

Fjölnismenn eru komnir í úrslitaleik VISA-bikarsins eftir að hafa unnið Fylki 2-1 í framlengdum undanúrslitaleik. Sigurmarkið skoraði Atli Viðar Björnsson á 112. mínútu. Leikurinn var bráðfjörugur og úrslitin óvænt.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Atli Viðar búinn að koma Fjölni yfir

Sóknarmaðurinn Atli Viðar Björnsson hefur skorað fyrir Fjölni á 112. mínútu. Grafarvogsliðið hefur því tekið forystuna gegn Fylki í þessum undanúrslitaleik VISA-bikarsins en staðan er 2-1 þegar framlengingin er að klárast.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Framlengt í Laugardal

Líkt og í viðureigninni í gær þá verður framlengt í leik Fylkis og Fjölnis. Staðan að loknum venjulegum leiktíma er 1-1. Albert Brynjar Ingason kom Fylki yfir í fyrri hálfleik en Gunnar Már Guðmundsson jafnaði með marki úr vítaspyrnu á 55. mínútu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnar Már hefur jafnað

Staðan er orðin jöfn 1-1 í leik Fylkis og Fjölnis á Laugardalsvelli. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum náði Gunnar Már Guðmundsson að jafna fyrir Fjölni með marki úr vítaspyrnu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Albert kom Fylki yfir

Hálfleikur er í undanúrslitaleik Fylkis og Fjölnis í VISA-bikar karla. Staðan er 1-0 fyrir Fylkismönnum en markið skoraði Albert Brynjar Ingason nokkrum mínútum fyrir hlé. Albert hefur átt góðan leik og verið ógnandi í fremstu víglínu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Öruggir sigrar Breiðabliks og KR

Tveir leikir voru í Landsbankadeild kvenna í kvöld. KR komst í efsta sæti deildarinnar með því að vinna Stjörnuna 4-0 og Breiðablik styrkti stöðu sína í þriðja sætinu með því að vinna Keflavík 4-1.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Nær Fjölnir að brjóta blað?

Í kvöld mun það ráðast hvort Fylkismenn eða Fjölnismenn verða mótherjar FH-inga í úrslitaleik VISA-bikars karla. FH komst í úrslitaleikinn með því að leggja Breiðablik að velli í gær en hinn undanúrslitaleikurinn verður í kvöld á Laugardalsvelli og hefst hann klukkan 20:00.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vanmetum ekki Fjölni

"Þessi leikur leggst vel í mig eins og allir leikir. Við gerum þá kröfu á sjálfa okkur að klára þennan leik eins og alla leiki sem við förum í og við berum mikla virðingu fyrir liði Fjölnis," sagði Leifur Garðarsson í samtali við Vísi í kvöld, en hans menn í Fylki mæta þá Fjölni í undanúrslitaleik Visa-bikarsins. Sigurvegarinn í kvöld mætir FH í úrslitum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Áhorfendametið slegið

Áhorfendametið í Landsbankadeild karla í knattspyrnu féll í gær þegar 1018 áhorfendur sáu Valsmenn vinna öruggan 5-1 sigur á Víkingi. Alls hafa 98.412 manns mætt á leikina í Landsbankadeildinni í sumar, en eldra metið var 98.026 manns og var það sett í fyrra. Því er nokkuð ljóst að farið verður yfir 100.000 manna múrinn í næstu umferð deildarinnar sem hefst þann 16. september.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vorum betri

Tryggvi Guðmundsson átti enn einn stórleikinn fyrir FH í gær, skoraði mark og lagði upp annað. „Við áttum að klára þetta fyrr og ég var orðinn pirraður að fá aldrei boltann. Við gáfumst samt ekki upp, vorum töluvert betri og áttum sigurinn svo sannarlega skilinn," sagði Tryggvi brosmildur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Helgi ekki meira með?

Óvíst er hvort Helgi Sigurðsson geti tekið þátt í lokaspretti Landsbankadeildarinnar en hann varð fyrir meiðslum í leik Víkings og Vals í gær. Helgi tognaði á læri og varð að fara af velli á 20. mínútu og er alls óvíst hversu lengi hann verður að jafna sig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Beierholm farinn frá Fylki

Knattspyrnudeild Fylkis og Daninn Mads Beierholm komust að samkomulagi um að rifta samningi leikmannsins áður en leikmannaglugginn lokaði. Var samningi rift að ósk leikmannsins að því er fram kemur á heimasíðu Fylkis.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valsmenn skutu Víkinga á bólakaf í Víkinni

Valsmenn hanga ennþá í skottinu á Íslandsmeisturum FH. Líkurnar á að innbyrðis viðureign liðanna í 17. umferð deildarinnar muni ráða úrslitum hafa því aukist enn frekar og fari svo að Valsmenn vinni þann leik er allt eins líklegt að markatalan muni hafa allt að segja. Þar standa þeir rauðklæddu betur eftir stórsigurinn í gær, með 18 mörk í plús gegn 17 mörkum FH.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tvennan er í augsýn hjá FH-ingum

Íslandsmeistarar FH tryggðu sér sæti í úrslitum VISA-bikarsins með frábærum sigri á Blikum, 3-1. FH fékk fjöldamörg tækifæri til að klára leikinn en það tókst ekki fyrr en í framlengingu. Þá var aðeins eitt lið á vellinum. Leikurinn var frábær skemmtum og

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valsmenn gefa FH-ingum ekki þumlung eftir

Valsmenn unnu í kvöld 5-1 sigur á slökum Víkingum í Landsbankadeild karla. Þeir eru því komnir með betri markatölu en FH-ingar og aðeins þrem stigum á eftir Íslandsmeisturunum úr Hafnarfirði. Að sama skapi eru Víkingar í miklum vandræðum í botnbaráttunni því aðeins munar tveim stigum á þeim og KR-ingum sem eru í neðsta sætinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH í úrslit eftir sigur í framlengingu

FH-ingar eru komnir í úrslit bikarkeppni karla eftir 3-1 sigur á Breiðablik á Laugardalsvelli í dag. Leikurinn þurfti að fara í framlengingu því staðan var 1-1 eftir 90 mínútur. Í framlengingunni tóku FH-ingar öll völd og skoruðu Tryggvi Guðmundsson og Atli Guðnason sitt markið hvor í sitt hvorum hálfleik framlengingarinnar. Áður höfðu Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skorað fyrir FH og Prince Rajcomar fyrir Breiðablik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þrjú töp hjá FH í Dalnum á síðustu fjórum árum

Íslandsmeistarar FH-inga, sem eru með sex stiga forskot á toppi Landsbankadeildar karla, eru enn á ný mættir í bikarleik á Laugardalsvelli þar sem þeir hafa dottið út úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. FH mætir Breiðabliki í fyrri undanúrslitaleik VISA-bikars karla og hefst leikurinn klukkan 16.00.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

ÍBV sigraði Víking Ó. - Fjarðabyggð tapaði fyrir Leikni

Fjórir leikir fóru fram í fyrstu deild karla í kvöld. ÍBV heldur ennþá í vonina um að komast upp í Landsbankadeildina eftir að hafa sigrað Víking Ó. með þremur mörkum gegn einu. Fjarðabyggð tapaði fyrir Leikni á heimavelli og þar með minnkuðu möguleikar liðsins á að komast upp til muna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jafntefli í Laugardalnum

Fram og Keflavík gerðu 2-2 jafntefli í kvöld á Laugardalsvellinum í 15. umferð Landsbankadeildar karla. Hjálmar Þórarinsson kom Fram yfir á 7. mínútu en Guðmundur Steinarsson jafnaði fyrir Keflvíkinga á 23. mínútu. Þórarinn B. Kristjánsson kom svo Keflvíkingum í 2-1 á 52. mínútu en Jónas Grani Garðarsson jafnaði á 81. mínútu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ásgeir Gunnar með þrennu í stórsigri FH á KR

Þremur leikjum er lokið af fjórum í 15. umferð Landsbankadeildar karla. FH burstaði KR á heimavelli 5-1 þar sem Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skoraði þrennu, Fylkir sigraði HK í Kópavog 2-1 og Skagamenn sigrðu Breiðablik á Akranesi með tveimur mörkum gegn einu. Fram tekur svo á móti Keflavík í síðasta leik kvöldsins og hefst hann klukkan 20:00.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fram með öruggan sigur á HK

Fram komst upp úr botnsæti Landsbankadeildarinnar með því að leggja HK að velli 3-0 á Laugardalsvellinum í kvöld. Alexander Steen og Theodór Óskarsson skoruðu fyrir Safamýrarliðið í fyrri hálfleik en í þeim síðari skoraði Hermann Geir Þórsson sjálfsmark.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fram 2-0 yfir gegn HK

Framarar eru í góðum málum gegn HK á Laugardalsvelli en þar er staðan 2-0 fyrir þá bláklæddu. Alexander Steen og Theodór Óskarsson skoruðu mörkin en í báðum tilvikum komust þeir framhjá Gunnleifi Gunnleifssyni í marki HK og rúlluðu knettinum í autt markið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Úrslit leikja: KR jafnaði á 90. mínútu

Fjórum af fimm leikjum kvöldsins í Landsbankadeild karla er lokið en núna klukkan 20 er að hefjast leikur Fram og HK á Laugardalsvelli. Guðmundur Pétursson var hetja KR-inga og jafnaði gegn ÍA á 90. mínútu, úrslitin í Vesturbænum 1-1.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Matthías búinn að skora aftur

Íslandsmeistarar FH eru í góðum málum því U21 landsliðsmaðurinn Matthías Vilhjálmsson var að skora sitt annað mark. FH-ingar hafa því tveimur mörkum yfir gegn Fylkismönnum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR brenndi af víti gegn ÍA

Það er kominn hálfleikur í leikjunum sem hófust klukkan 18. Toppliðin tvö, FH og Valur, eru bæði að vinna sína leiki. Skagamenn eru að vinna KR í Vesturbænum. Bjarnólfur Lárusson misnotaði vítaspyrnu en hann hefði getað jafnað í 1-1. Víkingar jöfnuðu gegn Breiðabliki undir lok hálfleiksins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Komin mörk í alla leikina

Það er búið að skora í öllum þeim leikjum í Landsbankadeildinni sem hófust klukkan sex. Valsmenn eru þegar þremur mörkum yfir í Keflavík, Breiðablik er að vinna Víking og þá er ÍA yfir gegn KR í Vesturbænum. Um hálftími er liðinn af leikjunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH yfir í Árbænum

Klukkan sex hófust fjórir leikir í Landsbankadeild karla. Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrsta mark kvöldsins eftir aðeins fjórar mínútur í leik Fylkis og FH. Matthías fékk sendingu frá Guðmundi Sævarssyni, hristi af sér varnarmann og skoraði.

Íslenski boltinn