Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Ásgeir sá besti í sögunni

Sérstök valnefnd á vegum KSÍ og Stöð 2 Sport hefur með aðstoð íslensku þjóðarinnar valið Ásgeir Sigurvinsson besta knattspyrnumann sögunnar úr glæsilegum hópi tíu knattspyrnumanna sem þóttu hafa skarað fram úr á fyrstu 62 árunum í sögu Knattspyrnusambands Íslands.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Elísabet: Er komin á endastöð

„Ég hef verið með þetta lið í fimm ár og fannst bara rétti tímapunkturinn að stíga út. Ég tel mig vera komna á endastöð með liðið," sagði Elísabet Gunnarsdóttir sem er hætt þjálfun kvennaliðs Vals. Hún segist þó alls ekki vera hætt þjálfun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Elísabet hætt með Val

Elísabet Gunnarsdóttir er hætt þjálfun Vals samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Elísabet hefur náð frábærum árangri með kvennalið Vals og gert liðið að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ásgeir: Stoltur og ánægður

„Það voru tíu menn að berjast um þennan titil og auðvitað er maður bara stoltur og ánægður. Það er mikill heiður að fá þessa nafnbót því þetta gat farið á alla vegu," sagði Ásgeir Sigurvinsson sem kosinn var besti knattspyrnumaður Íslands.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valsstúlkur rúlluðu yfir Alma

Kvennalið Vals vann 8-0 stórsigur á Alma KTZH frá Kasakstan í lokaleik sínum í Evrópukeppninni í dag. Þessi úrslit þýða að hefði Valsliðið náð stigi gegn ítalska liðinu Bardolino hefði það komist áfram í keppninni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Áskorun frá formönnum

Formenn knattspyrnufélaga í Landsbankadeildinni hafa sent frá sér áskorun til ríkisins, sveitarfélaga og fyrirtækja um að standa þétt við bakið á íþróttahreyfingunni í landinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

ÍA samþykkir kauptilboð Lilleström

ÍA hefur samþykkt kauptilboð norska félagsins Lilleström í framherjann Björn Bergmann Sigurðarson. Gísli Gíslason formaður rekstrarfélags meistaraflokks staðfesti þetta í samtali við fotbolti.net í morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eiður: Erum að fara í erfiðan leik

„Þó að Makedónía sé ekki mest spennandi landsliðið út á við og ekki með mikið af þekktum nöfnum þá er þetta mjög gott lið," sagði Eiður Smári Guðjohnsen í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kosningu að ljúka

Nú fer hver að verða síðastur til að leggja fram atkvæði sitt í kosningunni á besta knattspyrnumanni Íslands, en atkvæðagreiðslu lýkur annað kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur steinlá í Svíþjóð

Valur tapaði í kvöld 5-1 fyrir sænsku meisturunum í Umea í fyrsta leik sínum í milliriðli Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Sænska liðið hafði yfir 3-0 í hálfleik þar sem Hanna Ljungberg skoraði þrennu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þórir: Sum félög eiga í vandræðum

Blóðugur niðurskurður er framundan í íþróttahreyfingunni. Framkvæmdastjóri KSÍ sagði í fréttum Stöðvar 2 að sum íþróttafélög ættu í vandræðum en KSÍ standi ágætlega og eigi engin hlutabréf.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Að gefnu tilefni

Það skal skýrt tekið fram að Sinisa Kekic tengist á engan hátt fréttaflutningi af meintri hagræðingu úrslits í leik HK og Grindavíkur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

HK gat ekki staðfest ásakirnar

Samkvæmt yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu HK í dag var ekki hægt að staðfesta þær ásakanir um að leikmaður félagsins hafi reynt að hagræða úrslitum leiks HK og Grindavíkur í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tap hjá Roma og Juventus

Roma tapaði þriðja leiknum sínum í ítölsku A-deildinni í dag þegar liðið missti tvo menn af velli og lá fyrir Siena 1-0. Juventus gekk ekki mikið betur og tapaði 2-1 heima fyrir Palermo frá Sikiley eftir að Mohamed Sissoko hafði verið rekinn af velli í fyrri hálfleik.

Íslenski boltinn