Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Jónas Grani á leið frá FH

Ljóst er að sóknarmaðurinn Jónas Grani Garðarsson verður ekki áfram í herbúðum FH en þetta staðfesti hann við vefsíðuna Fótbolti.net. Hann hyggst halda áfram í boltanum en mun ekki endurnýja samning við Íslandsmeistarana.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðrún Sóley framlengir við KR

Landsliðskonan Guðrún Sóley Gunnarsdóttir hefur framlengt samning sinn við KR um eitt ár. Guðrún á að baki 192 leiki með KR og gekk í raðir liðsins á ný fyrir síðustu leiktíð eftir að hafa verið á mála hjá Breiðablik í tvö ár þar á undan.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnar Már framlengir við Fjölni

Gunnar Már Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við Fjölni út árið 2010. Þetta kemur fram á fotbolti.net í dag. Gunnar er 25 ára og spilaði 22 leiki með nýliðunum í Landsbankadeildinni í sumar og skoraði í þeim 10 mörk.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vilhjálmur í úrvalsdeildina

KR-ingurinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er kominn upp í hóp landsdómara A hjá KSÍ. Dómaralistinn hefur verið endurskoðaður og er Vilhjálmur eini dómarinn sem færist upp í A-flokk en hann skipa þeir dómarar sem dæma í efstu deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur Páll í Val

Ólafur Páll Snorrason, leikmaður Fjölnis, hefur ákveðið að feta í fótspor félaga síns Péturs Markan og ganga í raðir Vals í Landsbankadeildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðbjörg fer til Djurgården

Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur samið við sænska stórliðið Djurgården en þetta var tilkynnt í kvöld. Hún mun formlega skrifa undir samninginn á næstu dögum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pála Marie framlengir við Val

Pála Marie Einarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara Vals en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Nýr samningur hennar er til tveggja ára.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sara Björk semur við Blika

Landsliðskonan efnilega Sara Björk Gunnarsdóttir hefur gengið formlega í raðir Breiðabliks. Sara lék með Kópavogsliðinu sem lánsmaður frá Haukum í sumar en hefur nú gert tveggja ára samning við Blika.

Íslenski boltinn