Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Jónas Grani til HK

Jónas Grani Garðarsson samdi í gær við 1. deildarlið HK um að spila með liðinu á næsta ári ásamt því að vera aðstoðarþjálfari liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hjörtur aftur á Skagann

Íþróttafréttamaðurinn Hjörtur Júlíus Hjartarson er hættur við að hætta í fótbolta og mun spila með sínu gamla félagi, ÍA, næsta sumar. Fótbolti.net greinir frá þessu í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Landsliðshópar fyrir Íran og Lúxemborg klárir

Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson hefur tilkynnt tvo landsliðshópa fyrir vináttulandsleikina gegn Íran og Lúxemborg. Fyrri leikurinn gegn Íran fer fram í Teheran þriðjudaginn 10. nóvember en seinni leikurinn við Lúxemborg fer fram 14. nóvember í Lúxemborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Góðgerðarleikur í Kórnum á milli HR og HÍ

Úrvalslið Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands mætast í góðgerðarleik í fótbolta í Kórnum á laugardag kl. 17. Bæði liðin eru skipuð leikmönnum úr liðum í Pepsi-deild karla en Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, stýrir liði HR og Magnús Gylfason stýrir liði HÍ.

Enski boltinn
Fréttamynd

Atli yfirgefur herbúðir KR

Eyjamaðurinn Atli Jóhannsson verður ekki áfram hjá KR en fregnirnar voru staðfestar á heimasíðu KR í kvöld. Atli kom til KR frá ÍBV fyrir tímabilið árið 2007 og hefur leikið alls 72 leiki og skorað 6 mörk fyrir Vesturbæjarliðið síðan þá.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sanngjarn sigur Frakka

Frakkland lagði Ísland, 2-0, í undankeppni HM í dag en leikið var í Frakklandi. Þetta var annar af úrslitaleikjum riðilsins, enda Ísland og Frakkland langsterkust, og ljóst að íslenska liðið þarf að klára þá leiki sem eftir eru og leggja Frakka heima ætli það sér að vinna riðilinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Soffía Arnþrúður kölluð inn í landsliðshópinn

Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur ákveðið að bæta Soffíu Arnþrúði Gunnarsdóttur úr Stjörnunni inn í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Frakklandi á morgun og Norður-Írlandi á miðvikudag í undankeppni HM 2011.

Sport
Fréttamynd

Tryggvi: Er stoltur að fá að taka þátt í þessu verkefni

„Ég hef oft hugsað um að snúa aftur heim til Vestmannaeyja og núna kom þetta upp og gekk nokkuð fljótt fyrir sig bara. Þetta er virkilega spennandi því ég hef alltaf fylgst vel með því hvað hefur verið að gerast hjá ÍBV og núna finnst mér eins og menn séu að setja stefnuna hátt og jafnvel hærra en síðustu ár og það er sannur heiður að þeir hafi leitað til mín.

Íslenski boltinn