Þarf að draga um leikdaga Í dag funduðu í Kaupmannahöfn fulltrúar þeirra þjóða sem prýða riðil Íslands í undankeppninni fyrir Evrópumótið 2012. Reynt var að ná samkomulagi um leikdaga riðilsins en það bar ekki árangur. Íslenski boltinn 8. mars 2010 20:27
Guðmundur á leið til Blika - Guðjón Baldvins til KR? Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hafa KR-ingar tekið tilboði frá Breiðabliki í sóknarmanninn Guðmund Pétursson. Guðmundur lék með Kópavogsliðinu á lánssamningi í fyrra og stóð sig vel. Íslenski boltinn 8. mars 2010 19:51
Þjóðirnar ekki sammála - UEFA degur um leikdaga í næstu viku Fulltrúar þjóða sem leika í H riðli, undankeppni EM 2010, hittust í dag í Kaupmannahöfn. Fundarefnið var leikdagar riðilsins en ekki náðist samkomulag á milli þjóðanna verður því dregið um leikdaga. UEFA sjá um dráttinn í næstu viku. Þetta kemur fram á KSÍ.is. Fótbolti 8. mars 2010 16:58
KR Reykjavíkurmeistari annað árið í röð KR tryggði sér í kvöld Reykjavíkurmeistaratitilinn er liðið lagði Víking, 3-2, í stórskemmtilegum úrslitaleik sem fjöldi manns sótti. Íslenski boltinn 7. mars 2010 21:53
Úrslit dagsins í Lengjubikar karla Stjarnan vann öruggan sigur á Haukum í Lengjubikarnum í dag en þá fóru alls fram einir þrír leikir í keppninni. Íslenski boltinn 7. mars 2010 18:42
Hjálmar heitur gegn KA Framarar byrjuðu vel í Lengjubikarnum í fótbolta en þeir mættu KA í fyrsta leik sínum í keppninni. Fram vann leikinn 4-1 en leikið var í Boganum á Akureyri. Íslenski boltinn 7. mars 2010 09:00
Valur samdi við danskan bakvörð Valur fékk í dag danska bakvörðinn Martin Pedersen að láni út næsta sumar. Valsmenn telja sig vera að fá geysisterkan leikmann enda hefur hann verið að leika í dönsku úrvalsdeildinni sem og með yngri landsliðum Danmerkur. Íslenski boltinn 6. mars 2010 23:30
Valur batt enda á ótrúlega sigurgöngu Völsungs Knattspyrnulið Völsungs frá Húsavík tapaði í dag sínum fyrsta leik í rúmt ár er það mætti Valsmönnum í Egilshöll. Valur vann leikinn, 2-1. Íslenski boltinn 6. mars 2010 15:23
Fjórir nýliðar í landsliðshópnum á móti Færeyjum og Mexíkó Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, valdi fjóra nýliða og sjö leikmenn til viðbótar sem hafa aðeins leikið einn landsleik, í hóp sinn fyrir vináttuleiki á móti Færeyjum og Mexíkó í mars. Fótbolti 5. mars 2010 16:25
Leifur: KR með dýrasta lið sögunnar „KR er náttúrulega með dýrasta knattspyrnulið Íslandssögunnar, það er morgunljóst," segir Leifur Garðarsson, þjálfari Víkinga, í viðtali á stuðningsmannasíðu félagsins vikingur.net. Íslenski boltinn 4. mars 2010 14:57
Guðmundur: Nokkuð ljóst að ég fer ekki í Val Framtíð sóknarmannsins Guðmundar Péturssonar er í lausu lofti en leikmaðurinn er þó að öllum líkindum á leið frá KR. Íslenski boltinn 4. mars 2010 14:10
Árni Gautur meiddi sig á betri öxlinni í Kýpurleiknum Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður Íslands varð að yfirgefa völlinn á 39. mínútu í vináttuleiknum á móti Kýpur í dag. Árni Gautur var augljóslega meiddur á vinstri öxlinni en hann hefur lengi glímt við meiðsli á þeirri hægri. Árni Gautur hefur því ekki góða minningar úr 70. leiknum sínum fyrir A-landsliðið. Fótbolti 3. mars 2010 20:30
Rúrik: Ég verð bara að halla mér meira yfir boltann næst Rúrik Gíslason skoraði fullkomlega löglegt mark í markalausu jafntefli karlalandsliðsins í fótbolta á móti Kýpur í vináttulandsleik í dag en enginn af dómurum leiksins sá að boltinn fór inn fyrir línuna. Fótbolti 3. mars 2010 19:45
Þrjú sláarskot en ekkert mark á móti Kýpverjum í Larnaca Ísland og Kýpur gerðu markalaust jafntefli í í vináttulandsleik á Kýpur í dag en þjóðirnar mætast eins og kunnugt er í undankeppni Evrópumótsins sem hefst næsta haust. Fótbolti 3. mars 2010 17:38
Stelpurnar unnu Portúgal örugglega Íslenska kvennalandsliðið hafnaði í níunda sæti á Algarve Cup. Liðið vann Portúgal 3-0 í leik um þetta sæti mótsins. Íslenski boltinn 3. mars 2010 14:53
Ísland upp um þrjú sæti - rétt á eftir Haítí Íslenska fótboltalandsliðið er í 91. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem tilkynntur var í dag. Liðið hækkar sig upp um þrjú sæti á listanum og er komið upp fyrir Katar og Óman. Haíti er sæti fyrir ofan Ísland. Íslenski boltinn 3. mars 2010 14:45
Byrjunarlið Íslands gegn Kýpur - Heiðar fyrirliði Ólafur Jóhannesson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn við Kýpverja, sem fram fer á Antonis Papadopoulos-leikvanginum í Larnaca á Kýpur. Íslenski boltinn 3. mars 2010 12:00
Ólína í nýrri stöðu á miðjunni á móti Portúgal - byrjunarliðið klárt Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Portúgal en liðin mætast þá í leik um níunda sætið á Algarve-mótinu. Fótbolti 2. mars 2010 23:01
Bjarni Þór tryggði strákunum dýrmætt stig í Magdeburg Íslenska 21 árs landsliðið kom tvisvar til baka á móti Þýskalandi í undankeppni EM á MDCC vellinum í Magdeburg í dag og Bjarni Þór Viðarsson tryggði íslensku strákunum 2-2 jafntefli og góða stöðu í riðlunum með skora jöfnunarmarkið þrettán mínútum fyrir leikslok. Íslensku varnarmennirnir björguðu tvisvar á marklínu á lokamínútum leiksins. Íslenski boltinn 2. mars 2010 17:42
Byrjunarliðið hjá U21 - Gylfi ekki leikfær Klukkan 16.45 í dag verður flautaður á ansi mikilvægur leikur hjá U21 landsliði Íslands gegn Þýskalandi ytra. Eyjólfur Sverrisson þjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið. Íslenski boltinn 2. mars 2010 15:00
Valur vann Fjölni örugglega Valsmenn fengu sín fyrstu stig í Lengjubikarnum þegar þeir unnu 1. deildarlið Fjölnis örugglega 3-0 í Egilshöll. Íslenski boltinn 1. mars 2010 21:19
Aftur tap hjá stelpunum okkar - Nú fyrir Noregi Íslenska kvennalandsliðið lék í dag síðasta leik sinn í riðlakeppni Algarve-bikarsins. Leikið var gegn Noregi og tapaði Ísland 2-3. Íslenski boltinn 1. mars 2010 17:27
Veigar fór ekki með til Kýpur Styrkur íslenska landsliðsins sem leikur á Kýpur á miðvikudag fer þverrandi en nú síðast gekk Veigar Páll Gunnarsson úr skaftinu. Íslenski boltinn 1. mars 2010 16:31
Eiður fær frí gegn Kýpur Jónas Guðni Sævarsson, leikmaður Halmstad í Svíþjóð, hefur verið kallaður upp í íslenska landsliðshópinn sem mætir Kýpur í vináttulandsleik á miðvikudag. Íslenski boltinn 28. febrúar 2010 18:39
Úrslit kvöldsins í Lengjubikarnum KR vann stórsigur á ÍBV, 4-1, í lokaleik kvöldsins í Lengjubikarnum en alls fóru þrír leikir fram í keppninni í kvöld. Íslenski boltinn 26. febrúar 2010 22:50
Fengu á sig fimm mörk á 25 mínútum Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu steinlá fyrir Svíum, 5-1, er liðin mættust á Algarve Cup í dag. Íslenski boltinn 26. febrúar 2010 16:55
ÍBV - KR í kvöld sýndur beint á SportTv Vefsjónvarpsstöðin SportTV mun í kvöld sýna beint frá leik ÍBV - KR í Lengjubikarnum í fótbolta. Leikurinn hefst klukkan 21:00 og er í Egilshöll. Íslenski boltinn 26. febrúar 2010 15:30
Algarve Cup: Byrjunarlið fyrir leikinn gegn Svíum klárt Kvennalandsliðs Íslands í fótbolta dvelur þessa dagana í Portúgal þar sem liðið tekur þátt í gríðarlega sterku æfingarmóti á Algarve sem heitir Algarve Cup. Fótbolti 26. febrúar 2010 09:00
Ólafur Stígsson ráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis Fylkismenn hafa tilkynnt um ráðningu á Ólafi Stígssyni sem aðstoðarþjálfara liðsins. Ólafur tekur við hlutverki Páls Einarssonar sem tók við sem aðalþjálfari Þróttar eftir síðasta tímabil. Íslenski boltinn 25. febrúar 2010 14:54
Sigurður Ragnar: Dýrt að klúðra vítum Það var smá ryð í okkur í upphafi leiksins en við unnum okkur svo vel inn í leikinn,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir 2-0 tap gegn Bandaríkjunum á Algarve Cup í dag. Íslenski boltinn 24. febrúar 2010 18:04