Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Þarf að draga um leikdaga

Í dag funduðu í Kaupmannahöfn fulltrúar þeirra þjóða sem prýða riðil Íslands í undankeppninni fyrir Evrópumótið 2012. Reynt var að ná samkomulagi um leikdaga riðilsins en það bar ekki árangur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hjálmar heitur gegn KA

Framarar byrjuðu vel í Lengjubikarnum í fótbolta en þeir mættu KA í fyrsta leik sínum í keppninni. Fram vann leikinn 4-1 en leikið var í Boganum á Akureyri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur samdi við danskan bakvörð

Valur fékk í dag danska bakvörðinn Martin Pedersen að láni út næsta sumar. Valsmenn telja sig vera að fá geysisterkan leikmann enda hefur hann verið að leika í dönsku úrvalsdeildinni sem og með yngri landsliðum Danmerkur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Árni Gautur meiddi sig á betri öxlinni í Kýpurleiknum

Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður Íslands varð að yfirgefa völlinn á 39. mínútu í vináttuleiknum á móti Kýpur í dag. Árni Gautur var augljóslega meiddur á vinstri öxlinni en hann hefur lengi glímt við meiðsli á þeirri hægri. Árni Gautur hefur því ekki góða minningar úr 70. leiknum sínum fyrir A-landsliðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Bjarni Þór tryggði strákunum dýrmætt stig í Magdeburg

Íslenska 21 árs landsliðið kom tvisvar til baka á móti Þýskalandi í undankeppni EM á MDCC vellinum í Magdeburg í dag og Bjarni Þór Viðarsson tryggði íslensku strákunum 2-2 jafntefli og góða stöðu í riðlunum með skora jöfnunarmarkið þrettán mínútum fyrir leikslok. Íslensku varnarmennirnir björguðu tvisvar á marklínu á lokamínútum leiksins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eiður fær frí gegn Kýpur

Jónas Guðni Sævarsson, leikmaður Halmstad í Svíþjóð, hefur verið kallaður upp í íslenska landsliðshópinn sem mætir Kýpur í vináttulandsleik á miðvikudag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sigurður Ragnar: Dýrt að klúðra vítum

Það var smá ryð í okkur í upphafi leiksins en við unnum okkur svo vel inn í leikinn,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir 2-0 tap gegn Bandaríkjunum á Algarve Cup í dag.

Íslenski boltinn