Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Heimir Guðjóns: Öskraði það sem allir sáu

„Þetta var auðvitað víti og það sáu allir á vellinum. Ég öskraði á dómarann það sem allir sáu og við það fékk ég að líta rauða spjaldið," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn Fylki í kvöld en hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir að mótmæla þegar ekki var dæmt vítaspyrna undir lok leiksins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jafnt í Árbænum

Fylkir og FH gerðu jafntefli í skemmtilegum leik í Árbænum í kvöld. Albert Brynjar Ingason og Atli Viðar Björnsson sáu um markaskorun í 2-2 jafntefli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Auðun Helgason: Okkar besti leikur í sumar

„Þetta er okkar besti leikur í sumar og það er margt jákvætt en við erum að klikka á mikilvægum stundum í leiknum. Við erum ekki klárir á ögurstundum og það er það sem skilur á milli liðanna í dag," sagði Auðun Helgason, leikmaður Grindavík, eftir 1-2 tap liðsins gegn Eyjamönnum en liðin mættust í Pepsi-deild karla fyrr í dag.

Íslenski boltinn