Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Umfjöllun: Blikar niðurlægðu Valsmenn

Breiðablik er komið aftur í toppsæti Pepsi-deildar karla eftir 5-0 stórsigur á Val í fyrsta leik 14. umferðarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. Alfreð Finnbogason, markahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband

Leikmenn Stjörnunnar í Pepsi-deild karla eru orðnir heimsfrægir fyrir frumlegt laxveiðifagn sitt sem sést best á því að leikmenn hinum meginn á hnettinum eru farnir að fagna eins og Halldór Orri Björnsson, Jóhann Laxdal og félagar í Stjörnuliðinu. Japanskt fagn af Youtube var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH-ingar komnir í bikarúrslitaleikinn

FH-ingar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum með því að vinna 3-1 sigur á spútnikliði bikarkeppninnar í ár, Víkingi frá Ólafsvík en leikurinn fór fram á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í kvöld.

Íslenski boltinn