Eiður Smári gefur kost á sér á móti Portúgal Eiður Smári Guðjohnsen verður í íslenska landsliðinu í knattspyrnu sem mætir Portúgölum í undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvelli 12. október næstkomandi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Íslenski boltinn 29. september 2010 18:30
Þorvaldur: Mál Hannesar í skoðun Þorvaldur Örlygsson segir að Fram sé nú með leikmannamál liðsins í skoðun en nokkrir leikmenn eru nú að renna út á samningi. Íslenski boltinn 29. september 2010 17:30
Bjarni Þórður vill vera áfram hjá Stjörnunni Markvörður Stjörnunnar, Bjarni Þórður Halldórsson, telur líklegt að hann verði áfram í herbúðum Stjörnunnar þó svo félagið hafi ekki enn lýst yfir áhuga á því að halda honum. Íslenski boltinn 29. september 2010 16:45
Þorvaldur áfram með Fram Þorvaldur Örlygsson verður áfram þjálfari Fram en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi. Íslenski boltinn 29. september 2010 15:47
Heimir ætlar að hugsa sín mál í viku Heimir Hallgrímsson náði frábærum árangri með lið ÍBV í sumar og var grátlega nálægt því að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Þar sem Breiðablik náði ekki að vinna Stjörnuna hefði sigur hjá ÍBV gegn Keflavík fært þeim Íslandsmeistaratitilinn. ÍBV tapaði þeim leik og missti þar með af gullnu tækifæri. Íslenski boltinn 29. september 2010 15:30
Bjarni þjálfar Stjörnuna áfram Allar sögusagnir um að Stjarnan ætli sér að skipta Bjarna Jóhannssyni út sem þjálfara dóu í dag þegar Bjarni skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Íslenski boltinn 29. september 2010 14:20
Þjálfaramálin að skýrast í Pepsi-deild karla fyrir sumarið 2011 Nær öll félög í Pepsi-deild karla hafa gengið frá þjálfaramálum sínum fyrir næsta sumar en þetta kom fram í kvöld í úttekt á stöðu þjálfaramála félaganna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Það stefnir í að Valur verði eina félagið sem skiptir um þjálfara milli tímabila en Fram og ÍBV hafa reyndar ekki gengið frá sínum þjálfaramálum ennþá. Íslenski boltinn 28. september 2010 19:45
Leifur Garðarsson búinn að gera tveggja ára samning við Víking Leifur Garðarsson verður áfram þjálfari Víkinga sem unnu sér sæti í Pepsi-deild karla með því að vinna 1. deildina í sumar. Leifur tók við Víkingsliðinu fyrir sumarið 2009 og skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára saming við Fossvogsliðið. Íslenski boltinn 28. september 2010 16:45
Hannes: Skoða KR eins og annað Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, er að losna undan samningi við félagið og íhugar nú framtíðina. Íslenski boltinn 28. september 2010 16:00
Ingvar Kale: Held öllum möguleikum opnum Ingvar Þór Kale, markvörður Íslandsmeistara Breiðabliks, er einn fjölmargra markvarða sem eru að losna undan samningi á næstu dögum. Íslenski boltinn 28. september 2010 15:00
Geir: Ólafur hefur ekki hótað að hætta Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að Ólafur Jóhannesson, A-landsliðsþjálfari, hafi eðlilega verið ósáttur við að missa marga af sínum bestu mönnum í U-21 árs liðið en þó ekki það ósáttur að hann ætli sér að hætta með liðið. Íslenski boltinn 28. september 2010 14:15
Eyjólfur fær sína bestu menn með leyfi KSÍ - Ólafur ósáttur Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands, valdi í dag hópinn sem mætir Skotum í umspili um laust sæti á EM. Íslenski boltinn 28. september 2010 13:41
Atli Viðar: Vil ekki útiloka neitt Atli Viðar Björnsson er einn af heitustu bitunum á leikmannamarkaðnum þetta haustið en samningur hans við FH rennur brátt út. Íslenski boltinn 28. september 2010 12:12
Rúnar mun þjálfa KR-liðið næstu þrjú árin Rúnar Kristinsson mun halda áfram með KR-liðið en hann skrifaði undir þriggja ára samning í kvöld. Þetta kom fram á heimasíðu KR. Íslenski boltinn 27. september 2010 20:27
Óskar Örn og Egill bestir hjá KR Óskar Örn Hauksson var kosinn besti leikmaður KR og Egill Jónsson sá efnilegasti á lokahófi KR um helgina. Íslenski boltinn 27. september 2010 19:45
Ray Anthony Jónsson valinn í A-landslið Filippseyja Grindvíkingurinn Ray Anthony Jónsson hefur verið valinn í A-landslið Filippseyja fyrir þrjá leiki í undankeppni Suðaustur Asíumótsins, AFF Suzuki Cup, sem fram fara í október en þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Íslenski boltinn 27. september 2010 18:10
Íslenska 17 ára landsliðið vann riðilinn Strákarnir í 17 ára landsliðinu tryggðu sér sigur í sínum riðli í undankeppni EM með því að vinna 2-1 sigur á Armeníu í lokaleiknum í Keflavík í dag. Íslenska liðið fékk hjálp frá Tyrkjum sem unnu 6-1 sigur á Tékkum og tryggðu sér þar með annað sætið. Íslenski boltinn 27. september 2010 18:00
Heimir verður áfram þjálfari FH-liðsins FH-ingar hafa staðfest það á heimasíðu sinni, fhingar.net, að Heimir Guðjónsson verður áfram þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Þetta verður fjórða sumar Heimis með liðinu en hann tók við liðinu af núverandi landsliðsþjálfara Ólafi Jóhannessyni. Íslenski boltinn 27. september 2010 17:04
Freyr aðstoðar Kristján - Gunnar tekur við kvennaliðinu Freyr Alexandersson mun láta af starfi þjálfara meistaraflokks kvenna hjá Val um mánaðarmótin. Hann verður samt áfram á Hlíðarenda því hann hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Kristjáns Guðmundssonar sem var ráðinn sem þjálfari karlaliðsins í gær. Íslenski boltinn 27. september 2010 13:49
Tommy vill halda áfram í FH - hinir útlendingarnir fara Tommy Nielsen hefur hug á því að halda áfram að spila með FH á næstu leiktíð. Þá verður hann á 39. aldursári. Íslenski boltinn 26. september 2010 23:30
Formaður Vals: Þurftum reynslumeiri þjálfara Friðjón R. Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að stjórn deildarinnar hafi talið liðið þurfa reynslumeiri þjálfara en Gunnlaug Jónsson. Íslenski boltinn 26. september 2010 20:22
Kristján tekur við af Gunnlaugi Valur hefur tilkynnt að Kristján Guðmundsson verði næsti þjálfari Vals og tekur hann við starfinu af Gunnlaugi Jónssyni. Íslenski boltinn 26. september 2010 20:16
Gunnlaugur hættur hjá Val Gunnlaugur Jónsson verður ekki áfram þjálfari Vals í Pepsi-deild karla samkvæmt heimildum Vísis. Íslenski boltinn 26. september 2010 19:52
Þór/KA í Meistaradeildina - FH féll með Haukum Þór/KA tryggði sér í dag 2. sæti Pepsi-deildar kvenna með 4-0 útisigri á Afturelding er fjórir síðustu leikirnir í lokaumferð deildarinnar fóru fram í dag. Þór/KA keppir því í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð ásamt Val. Íslenski boltinn 26. september 2010 16:01
Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Íslenska landsliðið í knattspyrnu, skipað stúlkum sautján ára og yngri, vann í gær sigur á Ítalíu í undankeppni EM, 5-1. Fótbolti 26. september 2010 10:23
Fimmta Íslandsmótið sem vinnst á markatölu Breiðablik varð í gær fimmta liðið sem vinnur Íslandsmeistaratitilinn á markatölu en fyrir 1980 réðustu úrslit í aukaleik um titilinn ef lið voru jöfn að stigum. Íslenski boltinn 26. september 2010 08:00
Heimir: Óska Ólafi til hamingju Heimir Guðjónsson var sáttur við sína menn eftir 3-0 sigur FH á Fram í lokaumferð Pepsi-deildar karla í gær. Íslenski boltinn 26. september 2010 06:00
Myndasyrpa af fögnuði Íslandsmeistaranna Breiðablik varð í dag Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Stjörnunni í Garðabænum. Íslenski boltinn 25. september 2010 20:10
Aron Einar skoraði í tapleik Aron Einar Gunnarsson skoraði eina mark Coventry er liðið tapaði, 2-1, fyrir Preston í ensku B-deildinni í dag. Íslenski boltinn 25. september 2010 19:27
Ingvar: Lyginni líkast Ingvar Þór Kale, markvörður Breiðabliks, átti frábært tímabil í sumar og hélt marki sínu hreinu er Blikar tryggðu sér titilinn með markalausu jafntefli við Stjörnuna. Íslenski boltinn 25. september 2010 18:37