Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Heimir ætlar að hugsa sín mál í viku

Heimir Hallgrímsson náði frábærum árangri með lið ÍBV í sumar og var grátlega nálægt því að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Þar sem Breiðablik náði ekki að vinna Stjörnuna hefði sigur hjá ÍBV gegn Keflavík fært þeim Íslandsmeistaratitilinn. ÍBV tapaði þeim leik og missti þar með af gullnu tækifæri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þjálfaramálin að skýrast í Pepsi-deild karla fyrir sumarið 2011

Nær öll félög í Pepsi-deild karla hafa gengið frá þjálfaramálum sínum fyrir næsta sumar en þetta kom fram í kvöld í úttekt á stöðu þjálfaramála félaganna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Það stefnir í að Valur verði eina félagið sem skiptir um þjálfara milli tímabila en Fram og ÍBV hafa reyndar ekki gengið frá sínum þjálfaramálum ennþá.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Geir: Ólafur hefur ekki hótað að hætta

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að Ólafur Jóhannesson, A-landsliðsþjálfari, hafi eðlilega verið ósáttur við að missa marga af sínum bestu mönnum í U-21 árs liðið en þó ekki það ósáttur að hann ætli sér að hætta með liðið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Íslenska 17 ára landsliðið vann riðilinn

Strákarnir í 17 ára landsliðinu tryggðu sér sigur í sínum riðli í undankeppni EM með því að vinna 2-1 sigur á Armeníu í lokaleiknum í Keflavík í dag. Íslenska liðið fékk hjálp frá Tyrkjum sem unnu 6-1 sigur á Tékkum og tryggðu sér þar með annað sætið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir verður áfram þjálfari FH-liðsins

FH-ingar hafa staðfest það á heimasíðu sinni, fhingar.net, að Heimir Guðjónsson verður áfram þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Þetta verður fjórða sumar Heimis með liðinu en hann tók við liðinu af núverandi landsliðsþjálfara Ólafi Jóhannessyni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ingvar: Lyginni líkast

Ingvar Þór Kale, markvörður Breiðabliks, átti frábært tímabil í sumar og hélt marki sínu hreinu er Blikar tryggðu sér titilinn með markalausu jafntefli við Stjörnuna.

Íslenski boltinn