Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Grétar samdi við Keflavík

Grétar Ólafur Hjartarson hefur gert eins árs samning við Keflavík. Þetta staðfesti Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, við fréttastofu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Grétar á leið til Keflavíkur

Grétar Ólafur Hjartarson er sagður á leið til Keflavíkur á vef Víkurfrétta í dag en hann hefur verið sterklega orðaður við félagið síðan ljóst varð að hann yrði ekki áfram með Grindavík.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rakel hafnaði Jitex - verður áfram á Akureyri

Landsliðskonan Rakel Hönnudóttir er greinilega mjög heimakær því hún hefur ákveðið að spila áfram með Þór/KA í Pepsi-deildinni í stað þess að fara utan til Svíþjóðar í atvinnumennsku. Þetta er staðfest á heimasíðu Þórs í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

ÍBV krækti í Guðmund

Selfyssingurinn efnilegi. Guðmundur Þórarinsson, skrifaði í kvöld undir eins árs samning við spútniklið síðasta sumars, ÍBV. Frá þessi er greint á fótbolti.net í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnar semur við FH

FH-ingar fengu fínan liðsstyrk í dag þegar Gunnar Kristjánsson samþykkti að skrifa undir tveggja ára samning við félagið. Gunnar kemur til FH frá KR.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hörður Sveinsson kominn í Val

Kristján Guðmundsson hefur krækt í sinn fjórða leikmann síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá Val. Sóknarmaðurinn Hörður Sveinsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Hlíðarendaliðið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Andri Fannar til Vals

Andri Fannar Stefánsson er genginn til liðs við Val en kemur frá KA á Akureyri. Hann er nítján ára gamall og þykir efnilegur miðvallarleikmaður.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Í mér blundar KR-ingur

KR-ingar leystu markvarðavandræði sín í gær þegar Hannes Þór Halldórsson skrifaði undir fjögurra ára samning við KR. Hann hefur leikið með Fram síðustu fjögur ár við fínan orðstír en hefur nú tekið þeirri áskorun að spila fyrir KR.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KSÍ vill halda Sigurði

Flest bendir til þess að Sigurður Ragnar Eyjólfsson verði áfram þjálfari A-landsliðs kvenna en núverandi samningur hans við Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, rennur út um áramótin.

Íslenski boltinn