Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

KR-ingar vilja ekki lána Ingólf í Pepsi-deildina

Ingólfur Sigurðsson staðfesti það við Íþróttadeild Stöðvar 2 að hann vilji losna frá KR sem allra fyrst. Ingólfur setti inn harðorða færslu á twitter-síðu sína í gærkvöldi þar sem hann ráðlagði ungum leikmönnum að halda sig frá KR. Ingólfur tók færsluna út tíu mínútum síðar en þá var hún komin út um allt.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eyjamenn fá til sín sterkan miðjumann

Eyjamenn hafa ekki farið í felur með það að þeir vilja styrkja hópinn enn meira fyrir sumarið. Nú rétt í þessu var Bryan Hughes að semja við lið ÍBV, en hann lék til að mynda með Birmingham í átta ár.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Óvænt úrslit í Valitor-bikarnum

Það var mikið um að vera í Valitor-bikar karla í gærkvöldi en alls fóru fram ellefu leikir. Vísir greindi í gær frá frábærum leik milli Skagamanna og Selfyssinga sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni og bráðabana þarsem Selfyssingar stóðu uppi sem sigurvegarar.

Fótbolti
Fréttamynd

Pepsimörkin: Mörkin úr 2. umferð og rafmögnuð tónlist

Það er nóg um að vera í Pepsideild karla í fótbolta þessa dagana en 2. umferð lauk í gær og sú 3. fer fram á miðvikudaginn. Öll mörkin og tilþrifin úr leikjum helgarinnar voru sýnd í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 í gær og er hægt að sjá samantekt af því helsta með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristján: Spiluðum skynsamlega

Kristján Guðmundsson þjálfari Valsmanna var að vonum sáttur með 2-0 sigur sinna manna í rokinu í Grindavík í kvöld en Valsmenn eru eina liðið með fullt hús eftir tvær umferðir í Pepsi-deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Daði: Boltinn fór einfaldlega ekki inn

Reynsluboltinn Daði Guðmundsson var í liði Framara sem sigraði Þór síðast þegar liðin mættust í efstu deild sumarið 2002. Daði var á skotskónum í þeim leik en gleymdi líkt og félagar sínir að reima á sig skotskóna í dag. "Við héldum boltanum líklega 80 prósent af leiknum. Fengum sextán horn, óteljandi krossa, nokkrar aukaspyrnur fyrir utan teig úr góðum færum en boltinn fór einfaldlega ekki inn. Það var það sem vantaði.“

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni: Vantaði meiri grimmd

„Fyrsta stigið er komið en við hefðum viljað hafa þau þrjú. Við vorum í heildina ívið sterkari en það vantaði græðgina inn í teig til að klára þetta," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar eftir 0-0 jafntefli gegn Víking í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Andri: Sáttur með stigið hérna

„Við fáum við stig hérna í dag og ég er sáttur með að fá stig á þessum útivelli. en eins og leikurinn spilaðist í dag hefði ég hinsvegar viljað fá þau þrjú," sagði Andri Marteinsson, þjálfari Víkinga eftir 0-0 jafntefli í Garðabænum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Helgi: Frábært að vera á toppnum

„Það er frábært að við fáum alla vega að vera á toppnum í sólarhring. Sjálfstraustið er að byggjast upp í liðinu og það er frábært að halda hreinu tvisvar í röð," sagði Helgi Sigurðsson, leikmaður Víkings eftir 0-0 jafntefli í Garðabænum.

Íslenski boltinn