Guðmundur: Mikill stígandi í liðinu „Fylkismenn börðust af krafti hér í kvöld og það var erfitt að eiga við þá framan af, en þegar þeir missa mennina af velli þá var sigur okkar ekki í hættu,“ sagði Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Blika, eftir 3-1 sigur gegn Fylki á Kópavogsvelli í kvöld. Íslenski boltinn 22. maí 2011 22:32
Ólafur Örn: Mjög daufur leikur Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindvíkinga, var sæmilega sáttur með leik sinna manna eftir 0-0 jafntefli í Víkinni. Íslenski boltinn 22. maí 2011 22:32
Heimir: Eiður fremstur meðal jafningja í vörninni Heimir Hallgrímsson hrósaði Eiði Aroni Sigurbjörnssyni mikið eftir 2-0 sigur ÍBV á Keflavík í kvöld. Íslenski boltinn 22. maí 2011 22:32
Þórarinn Ingi: Hentar mér vel að hlaupa og berjast Þórarinn Ingi Valdimarsson lék í nýrri stöðu í liði ÍBV í kvöld en komst vel frá sínu er sínir menn fögnuðu 2-0 sigri á Keflavík í kvöld. Íslenski boltinn 22. maí 2011 22:25
Ólafur: Liðið er allt að koma til „Allir sigrar eru mikilvægir og þessi er ekki undanskilin því,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn í kvöld. Íslenski boltinn 22. maí 2011 22:23
Willum: Þeir létu hlutina vinna með sér Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki ósáttur við sína menn þrátt fyrir að liðið tapaði fyrir ÍBV á heimavelli í kvöld, 2-0. Íslenski boltinn 22. maí 2011 22:19
Óli Þórðar: Röng ákvörðun hjá dómaranum „Ég er bara ósáttur við þessi úrslit,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. Íslenski boltinn 22. maí 2011 22:15
Kristinn: Mín fyrsta þrenna „Ég er bara virkilega sáttur, þrjú stig í hús og liðið allt að koma til,“ sagði Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn í kvöld. Kristinn skoraði fyrstu þrennu sumarsins og í leiðinni öll mörk Blika. Íslenski boltinn 22. maí 2011 22:10
Miðstöð Boltavaktarinnar - allt á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla samtímis. Íslenski boltinn 22. maí 2011 18:30
Umfjöllun: Kröftug byrjun dugði Eyjamönnum Tvö mörk á fyrstu tíu mínútum leiks Keflavíkur og ÍBV dugði Eyjamönnum til sigurs á Nettóvellinum í Reykjanesbæ í kvöld. Tryggvi Guðmundsson og Andri Ólafsson skoruðu mörk Eyjamanna. Íslenski boltinn 22. maí 2011 14:04
Umfjöllun: Þrenna Kristins sá um Fylkismenn Breiðablik vann sterkan sigur, 3-1, gegn Fylki á Kópavogsvelli í kvöld, en Kristinn Steindórsson gerði öll mörk heimamanna. Blikar komust 2-0 yfir eftir aðeins tuttugu mínútna leik, en gestirnir gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn fyrir hálfleik. Í síðari hálfleik missti Fylkismenn tvo leikmenn útaf með rauð spjöld, eftir það var róðurinn heldur erfiður fyrir gestina og Blikar innsigluðu 3-1 sigur undir lokin. Íslenski boltinn 22. maí 2011 14:00
Umfjöllun: Valur vann í bragðlausum Reykjavíkurslag Það var ekki mikið um glæsileg tilþrif þegar Valur lagði Fram 1-0 í nágrannaslag kvöldsins í Pepsí deild karla. Markið kom fjórum mínútum fyrir leikslok en Valur batt þar með enda á tveggja leikja taphrinu. Fram situr eftir á botninum með eitt stig úr fimm leikjum. Íslenski boltinn 22. maí 2011 13:57
Steindautt jafntefli í Víkinni Þeir rúmlega 800 áhorfendur sem mættu á leik Víkings og Grindavíkur í kvöld fengu afar lítið fyrir seðilinn því leikurinn var slakur og engin mörk skoruð. Íslenski boltinn 22. maí 2011 13:53
Umfjöllun: KR-ingar geta þakkað Tryggva fyrir stigið Rautt spald Tryggva Sveins Bjarnasonar hálftíma fyrir leikslok var vendipunkturinn í 1-1 jafntefli Stjörnunnar og KR í Garðabænum í kvöld. Marki yfir tók Tryggvi slæma ákvörðun sem kom hans fyrrum félögum í Vesturbænum til góða. Íslenski boltinn 22. maí 2011 13:48
Búið að fresta leik Þórs og FH KSÍ hefur ákveðið að fresta leik FH og Þórs í Pepsi-deild karla í kvöld. Ástæðan er að flugsamgöngur liggja niðri en völlurinn ku vera leikhæfur. Íslenski boltinn 22. maí 2011 11:45
Sigur hjá lærisveinum Guðjóns Guðjón Þórðarson er búinn að vinna sinn fyrsta leik með BÍ/Bolungarvík. Lærisveinar Guðjóns sóttu Hauka heim í dag og tóku öll stigin með 1-2 sigri. Íslenski boltinn 21. maí 2011 16:17
KSÍ sektar FH Ákveðið var á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að sekta FH um 15.000 kr. vegna framkomu forráðamanns félagsins. Sektin er í samræmi við grein 13.9.4 í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Íslenski boltinn 21. maí 2011 11:00
Breyttir tímar hjá Skagamönnum í fótboltanum Skagamenn hafa byrjað 1. deild karla af krafti með því að vinna tvo fyrstu leiki sína. Þeir fylgdu eftir 3-0 útisigri á HK í fyrstu umferð með því að vinna 1-0 sigur á Þrótti í fyrsta heimaleiknum í fyrrakvöld. Íslenski boltinn 21. maí 2011 08:00
Fjölnismenn upp að hlið Skagamanna á toppnum Fjölnir komst upp að hlið Skagamanna á toppi 1. deildar karla eftir 2-0 sigur á Víkingum úr Ólafsvík í Grafarvoginum í kvöld en bæði Fjölnir og ÍA hafa unnið tvö fyrstu leiki sína í deildinni. Íslenski boltinn 20. maí 2011 21:59
Enn ein Blikastúlkan með slitið krossband Óheppnin virðist elta Blikastúlkur þegar kemur að krossbandaslitum því það lítur út fyrir að Hildur Sif Hauksdóttir sé sjötti leikmaður kvennaliðs Breiðabliks á þremur árum sem slítur krossband í hné. Íslenski boltinn 20. maí 2011 21:15
KA-menn unnu ÍR-inga örugglega í Boganum KA-menn tryggðu sér sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í fótbolta í sumar þegar þeir unnu ÍR-inga 2-0 í Boganum í kvöld. Leikurinn var spilaður innanhúss vegna slæmra veður- og vallaraðstæðna fyrir norðan. Íslenski boltinn 20. maí 2011 21:01
Þórsvöllurinn á kafi í snjó Líkurnar á því að spilað verði á Þórsvellinum í Pepsi-deild karla á sunnudag virðast ekki sérstaklega miklar miðað við ástandið á vellinum í dag. Íslenski boltinn 20. maí 2011 12:35
Stórsigur í 50. leiknum undir stjórn Sigurðar Ragnars - myndir Íslenska kvennalandsliðið hélt áfram uppteknum hætti að byrja undankeppni vel þegar liðið vann 6-0 stórsigur á Búlgaríu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2013. Þetta var fimmtugasti leikur liðsins undir stjórn landsliðsþjálfarans Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar og héldu stelpurnar upp á tímamótin með góðum leik. Íslenski boltinn 20. maí 2011 08:30
Þórður Þórðarson: Við eigum eftir að laga margt í okkar leik Hjörtur Hjartarson tryggði Skagamönnum þrjú stig gegn Þrótti í kvöld en íþróttafréttamaðurinn knái skallaði boltann í netið af stuttu færi í 1-0 sigri ÍA á Akranesvelli. Hjörtur hefur skorað í tveimur fyrstu leikjum ÍA og er liðið með fullt hús stiga og liðið hefur enn ekki fengið á sig mark. Íslenski boltinn 19. maí 2011 23:01
Katrín: Getum vel unnið þennan riðil „Ég er virkilega sátt með svona byrjun hjá okkur,“ sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir 6-0 sigur gegn Búlgaríu í undankeppni Evrópumóts landsliða. Fótbolti 19. maí 2011 22:43
Hólmfríður: Góð byrjun á undankeppninni „Þetta er bara fín byrjun hjá okkur á þessari undankeppni og því erum við bara mjög ánægðar,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir 6-0 sigur gegn Búlgaríu í kvöld. Fótbolti 19. maí 2011 22:35
Skagamenn með fullt hús á toppi 1. deildar karla Skagamenn eru með sex stig af sex mögulegum eftir fyrstu tvær umferðir 1. deildar karla í fótbolta eftir að hafa unnið 1-0 sigur á Þrótti á Akranesi í kvöld. Hjörtur Júlíus Hjartarson tryggði Skagamönnum þrjú stig með því að skora sigurmarkið undir lok fyrri hálfleiks. Íslenski boltinn 19. maí 2011 22:25
Margrét Lára: Vorum betri á öllum sviðum „Við erum fyrst og fremst virkilega ánægðar, en auðvita eru hlutir í okkar leik sem við þurfum að laga,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðskona, eftir sigurinn í kvöld. Fótbolti 19. maí 2011 22:23
Sigurður Ragnar: Mikilvægt að skora snemma „Sigurinn var aldrei í hættu og það er mikilvægt að byrja mótið svona vel,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska landsliðsins, eftir 6-0 sigur sinna stúlkna gegn Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Fótbolti 19. maí 2011 22:13
Boltavarpið: ÍA - Þróttur í beinni Vísir er með beina netvarpslýsingu frá viðureign ÍA og Þróttar í 2. umferð 1. deildar karla. Íslenski boltinn 19. maí 2011 19:30