Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Guðmundur: Mikill stígandi í liðinu

„Fylkismenn börðust af krafti hér í kvöld og það var erfitt að eiga við þá framan af, en þegar þeir missa mennina af velli þá var sigur okkar ekki í hættu,“ sagði Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Blika, eftir 3-1 sigur gegn Fylki á Kópavogsvelli í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristinn: Mín fyrsta þrenna

„Ég er bara virkilega sáttur, þrjú stig í hús og liðið allt að koma til,“ sagði Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn í kvöld. Kristinn skoraði fyrstu þrennu sumarsins og í leiðinni öll mörk Blika.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Þrenna Kristins sá um Fylkismenn

Breiðablik vann sterkan sigur, 3-1, gegn Fylki á Kópavogsvelli í kvöld, en Kristinn Steindórsson gerði öll mörk heimamanna. Blikar komust 2-0 yfir eftir aðeins tuttugu mínútna leik, en gestirnir gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn fyrir hálfleik. Í síðari hálfleik missti Fylkismenn tvo leikmenn útaf með rauð spjöld, eftir það var róðurinn heldur erfiður fyrir gestina og Blikar innsigluðu 3-1 sigur undir lokin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Valur vann í bragðlausum Reykjavíkurslag

Það var ekki mikið um glæsileg tilþrif þegar Valur lagði Fram 1-0 í nágrannaslag kvöldsins í Pepsí deild karla. Markið kom fjórum mínútum fyrir leikslok en Valur batt þar með enda á tveggja leikja taphrinu. Fram situr eftir á botninum með eitt stig úr fimm leikjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KSÍ sektar FH

Ákveðið var á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að sekta FH um 15.000 kr. vegna framkomu forráðamanns félagsins. Sektin er í samræmi við grein 13.9.4 í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stórsigur í 50. leiknum undir stjórn Sigurðar Ragnars - myndir

Íslenska kvennalandsliðið hélt áfram uppteknum hætti að byrja undankeppni vel þegar liðið vann 6-0 stórsigur á Búlgaríu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2013. Þetta var fimmtugasti leikur liðsins undir stjórn landsliðsþjálfarans Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar og héldu stelpurnar upp á tímamótin með góðum leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Katrín: Getum vel unnið þennan riðil

„Ég er virkilega sátt með svona byrjun hjá okkur,“ sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir 6-0 sigur gegn Búlgaríu í undankeppni Evrópumóts landsliða.

Fótbolti
Fréttamynd

Hólmfríður: Góð byrjun á undankeppninni

„Þetta er bara fín byrjun hjá okkur á þessari undankeppni og því erum við bara mjög ánægðar,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir 6-0 sigur gegn Búlgaríu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Skagamenn með fullt hús á toppi 1. deildar karla

Skagamenn eru með sex stig af sex mögulegum eftir fyrstu tvær umferðir 1. deildar karla í fótbolta eftir að hafa unnið 1-0 sigur á Þrótti á Akranesi í kvöld. Hjörtur Júlíus Hjartarson tryggði Skagamönnum þrjú stig með því að skora sigurmarkið undir lok fyrri hálfleiks.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sigurður Ragnar: Mikilvægt að skora snemma

„Sigurinn var aldrei í hættu og það er mikilvægt að byrja mótið svona vel,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska landsliðsins, eftir 6-0 sigur sinna stúlkna gegn Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu.

Fótbolti