Fuglafirðingar á lágflugi í Færeyjum KR hefur í kvöld keppni í undankeppni Evrópudeildar UEFA þegar liðið mætir ÍF Fuglafjørður í Þórshöfn í Færeyjum. Liðin mætast svo aftur í næstu viku en þá á KR-vellinum. Íslenski boltinn 30. júní 2011 08:00
Niðurlægjandi að þurfa að spila leikinn í bænum "Þetta er stór stund fyrir okkur hjá ÍBV en það er ekki hægt að neita því að það er niðurlægjandi að þurfa að koma í bæinn til þess að spila Evrópuleik,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, en hans lið tekur á móti írska liðinu Saint Patrick's í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn fer fram á heimavelli Vals, Vodafone-vellinum. Íslenski boltinn 30. júní 2011 07:30
Kristinn Steindórsson: Rölti bara um völlinn og þefa af honum Kristinn Steindórsson, besti leikmaður 8.umferðar Pepsi-deilar karla að mati Fréttablaðsins, hefur farið á kostum með Breiðabliki í deildinni í sumar og skorað átta mörk eða mark að meðaltali í leik. Öll mörkin hafa komið á heimavelli en Kristinn kann vel við sig á vellinum enda starfar hann þar. Hann segist vera í nánum tengslum við völlinn. Íslenski boltinn 30. júní 2011 07:00
Víkingur sigraði KA - HK náði í stig gegn Haukum Tveir leikir fóru fram í 9. umferð 1. deildar í knattspyrnu í kvöld. Í Ólafsvík sigruðu heimamenn KA 2-1 eftir að hafa lent marki undir og á gervigrasinu í Hafnarfirði skildu Haukar og HK jöfn 1-1. Íslenski boltinn 29. júní 2011 22:22
Jóhannes Karl og Vanda láta af störfum hjá Breiðabliki Knattspyrnudeild Breiðabliks sendi frá sér fréttatilkynningu fyrir stundu þess efnis að Jóhannesi Karli Sigursteinssyni aðalþjálfara og Vöndu Sigurgeirsdóttur aðstoðarþjálfara hefði verið sagt upp störfum hjá meistaraflokki félagsins. Íslenski boltinn 29. júní 2011 19:07
Móður Ríkharðs dreymdi að hann myndi skora fimm mörk Í dag eru liðin 60 ár frá því að íslenska landsliðið í knattspyrnu bar sigurorð af Svíum 4-3 á Melavellinum. Skagamaðurinn Ríkharður Jónsson skoraði öll mörk Íslendinga en sigursins er minnst sem eins þess merkilegasta í íslenskri knattspyrnusögu. Íslenski boltinn 29. júní 2011 19:00
Geir: Færeyingar ekki betri en við í fótbolta Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það dapurt hversu neðarlega íslenska landsliðsins er fallið á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Ísland hefur aldrei verið neðar á listanum en liðið situr nú í 122. sæti hans. Íslenski boltinn 29. júní 2011 18:45
Ísland aldrei neðar á FIFA-listanum Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu náði nýjum lægðum í dag þegar nýr FIFA-listi var gefinn út. Landsliðið er komið 122. sæti á listanum og hefur aldrei verið neðar á listanum. Íslenski boltinn 29. júní 2011 09:07
Svífumst einskis til þess að halda liðinu uppi Staða Víkings í Pepsi-deild karla er ekkert sérstök. Liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins einn sigur í sumar. Sá sigur kom hinn 2. maí í 1. umferð deildarinnar gegn Þór. Síðan þá hefur hvorki gengið né rekið hjá drengjunum hans Andra Marteinssonar. Íslenski boltinn 29. júní 2011 07:00
Rakel: Vissi að við myndum fá fleiri færi Rakel Hönnudóttir leikmaður Þórs/KA var ánægð með 4-2 sigur síns liðs á Blikum í dag. Hún sagði baráttuna hafa skilað sér. Íslenski boltinn 28. júní 2011 23:40
Fanndís: Leiðinlegt að fá á sig svona aulamark Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Breiðabliks var svekkt eftir 4-2 tap á heimavelli gegn Þór/KA. Fanndís skoraði tvö mörk í leiknum en þau dugðu skammt. Íslenski boltinn 28. júní 2011 23:37
Fylkir vann KR - ÍBV marði Grindavík Heil umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í dag. Helst bar til tíðinda sigur Fylkis á KR í sex stiga leik í Vesturbænum. Þá lenti ÍBV í basli með Grindavík en hafði að lokum sigur. Íslenski boltinn 28. júní 2011 22:32
Frábær sigur hjá Þór/KA gegn Breiðablik í markaleik Þór/KA gerði góða ferð í Kópavoginn í dag og náði í þrjú stig með 4-2 sigri á Blikum. Akureyringar voru marki undir þegar hálftími lifði leiks en gáfust ekki upp. Stelpurnar að norðan skoruðu þrjú mörk á tæpum fimmtán mínútum og tryggðu sér sigur í opnum og skemmtilegum leik. Íslenski boltinn 28. júní 2011 19:27
Magnús Páll samdi við Víking Pepsi-deildarlið Víkings fékk fínan liðsstyrk í gær þegar framherjinn Magnús Páll Gunnarsson skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Íslenski boltinn 28. júní 2011 13:57
Pepsimörkin: Umdeilt víti í Eyjum Stjörnumenn voru verulega ósáttir við vítið sem ÍBV fékk í leik liðanna í Eyjum. Þá virðist Andri Ólafsson falla án mikillar snertingar en víti dæmt engu að síðar. Andri tók sjálfur vítið og skoraði úr því. Íslenski boltinn 28. júní 2011 11:00
Pepsimörkin: Mörkin og tilþrifin úr 8 umferð Pepsimörkin á Stöð 2 sport fór af stað að nýju eftir nokkurt hlé á Pepsideild karla í fótbolta. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 sport fór yfir öll helstu atriðin úr 8. umferð með þeim Hjörvari Hafliðasyni og Magnúsi Gylfasyni. Samantektin í lok þáttar var skreytt með laginu Cant go back með Primal Scream. Íslenski boltinn 28. júní 2011 09:30
Enn tapa Framarar - myndir Fram situr sem fastast á botni Pepsi-deildar karla en liðið tapaði fyrir FH í gær og er aðeins með tvö stig eftir átta umferðir. Íslenski boltinn 28. júní 2011 08:00
Kristinn tryggði Blikum sigur - myndir Kristinn Steindórsson skoraði bæði mörk Breiðabliks og er langmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla með átta mörk. Blikar lentu marki undir gegn Keflavík en unnu að lokum 2-1 sigur. Íslenski boltinn 28. júní 2011 07:00
Pepsimörkin: Gaupahornið á Akranesvelli Guðjón Guðmundsson var með Gaupahornið í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í samantektarþættinum um 8. umferðina. Gaupi fór eldsnöggt yfir knattspyrnusögu Skagamanna á Akranesvelli og þar komu margir við sögu. Þar á meðal skíðasleðinn Alexander Högnason, rafvirkinn Guðjón Þórðarson, Hvítanesættin, Guðjónssynirnir þrír og ekki gleyma Benedikt Valtýssyni. Íslenski boltinn 28. júní 2011 01:15
Þorvaldur: Erfitt að halda áfram Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram var að vonum brúnar þungur eftir sjötta tapið í átta leikjum í Pepsí deild karla í sumar, nú gegn FH 2-1 á heimavelli. Íslenski boltinn 27. júní 2011 23:04
Heimir: Hugsum bara um næsta leik Heimir Guðjónsson þjálfari FH var fyrst og fremst ánægður með að sækja þrjú stig í Laugardalinn gegn Fram í kvöld í erfiðum leik sem mikill vindur sett sterkan svip á. Íslenski boltinn 27. júní 2011 23:01
Kári: Þurfum allaf að berjast og djöflast „Þetta var mjög kærkomið og ég er ánægður með vinnuframlagið og baráttan sem sást á leik okkar í kvöld,“ sagði Kári Ársælsson, fyrirliði Blika, eftir sigurinn í kvöld. Breiðablik vann frábæran sigur, 2-1, gegn Keflavík í kvöld, en liðið hefur átt erfitt uppdráttar í sumar. Íslenski boltinn 27. júní 2011 22:23
Ólafur: Vorum beinskeyttir allan leikinn „Við höfum alltaf haft trú á verkefninu og erum búnir að vinna vel í okkar málum og þegar menn gera það, þá er þeim launað,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld sem Breiðablik vann 2-1 gegn Keflavík í 8. umferð Pepsi-deildar karla. Íslenski boltinn 27. júní 2011 22:15
Willum: Gerum okkur seka um fáránleg mistök "Það er alltaf ömurlegt að tapa og sérstaklega í leik þar sem við áttum fína möguleika,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir leikinn. Íslenski boltinn 27. júní 2011 22:10
Kristinn: Hópeflið skilaði sér „Þetta var mjög kærkominn sigur fyrir okkur eftir skell í bikarnum í síðustu viku,“ sagði Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, eftir leikinn. Íslenski boltinn 27. júní 2011 22:06
Miðstöð Boltavaktarinnar - allt á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla samtímis. Íslenski boltinn 27. júní 2011 19:30
Formaður dómaranefndar: Ummæli Guðjóns eru ekki svaraverð Ummæli Guðjóns Þórðarsonar, þjálfara BÍ/Bolungarvíkur, eftir leik BÍ og Þróttar í gær hafa vakið talsverða athygli enda veltir Guðjón því upp hvort hörundslitur Tomi Ameobi hafi áhrif á hvernig íslenskir dómarar dæma í atvikum tengdum honum. Íslenski boltinn 27. júní 2011 14:00
Umfjöllun: Enn syrtir í álinn hjá Fram FH lagði Fram 2-1 í miklum rokleik í Laugardalnum í kvöld. FH náði þar með að lyfta sér upp í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig í átta leikjum, átta stigum frá toppnum en Fram er enn án sigurs með aðeins tvö stig á botni deildarinnar. Íslenski boltinn 27. júní 2011 13:00
Umfjöllun: Breiðablik vann kærkominn sigur á Keflavík Íslandsmeistarar Breiðabliks náðu að innbyrða kærkominn sigur, 2-1, gegn Keflvíkingum á Kópavogsvelli í kvöld. Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, var frábær fyrir heimamenn og gerði bæði mörk Blika í leiknum. Íslenski boltinn 27. júní 2011 12:52
Guðjón veltir því upp hvort dómarar séu með kynþáttafordóma Guðjón Þórðarson, þjálfari BÍ/Bolungarvíkur, var allt annað en sáttur við dómara leiks síns liðs og Þróttar í gær. Hinn þeldökki framherji BÍ, Tomi Ameobi, fékk þá að líta gula spjaldið í leiknum og er kominn í bann. Guðjón velti því upp í viðtali við Stöð 2 eftir leikinn hvort kynþáttafordómar væru ástæðan fyrir því að Ameobi fengi ekki réttláta meðferð hjá dómurum. Íslenski boltinn 27. júní 2011 10:15