Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Niðurlægjandi að þurfa að spila leikinn í bænum

"Þetta er stór stund fyrir okkur hjá ÍBV en það er ekki hægt að neita því að það er niðurlægjandi að þurfa að koma í bæinn til þess að spila Evrópuleik,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, en hans lið tekur á móti írska liðinu Saint Patrick's í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn fer fram á heimavelli Vals, Vodafone-vellinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristinn Steindórsson: Rölti bara um völlinn og þefa af honum

Kristinn Steindórsson, besti leikmaður 8.umferðar Pepsi-deilar karla að mati Fréttablaðsins, hefur farið á kostum með Breiðabliki í deildinni í sumar og skorað átta mörk eða mark að meðaltali í leik. Öll mörkin hafa komið á heimavelli en Kristinn kann vel við sig á vellinum enda starfar hann þar. Hann segist vera í nánum tengslum við völlinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Geir: Færeyingar ekki betri en við í fótbolta

Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það dapurt hversu neðarlega íslenska landsliðsins er fallið á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Ísland hefur aldrei verið neðar á listanum en liðið situr nú í 122. sæti hans.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Svífumst einskis til þess að halda liðinu uppi

Staða Víkings í Pepsi-deild karla er ekkert sérstök. Liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins einn sigur í sumar. Sá sigur kom hinn 2. maí í 1. umferð deildarinnar gegn Þór. Síðan þá hefur hvorki gengið né rekið hjá drengjunum hans Andra Marteinssonar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fylkir vann KR - ÍBV marði Grindavík

Heil umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í dag. Helst bar til tíðinda sigur Fylkis á KR í sex stiga leik í Vesturbænum. Þá lenti ÍBV í basli með Grindavík en hafði að lokum sigur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Frábær sigur hjá Þór/KA gegn Breiðablik í markaleik

Þór/KA gerði góða ferð í Kópavoginn í dag og náði í þrjú stig með 4-2 sigri á Blikum. Akureyringar voru marki undir þegar hálftími lifði leiks en gáfust ekki upp. Stelpurnar að norðan skoruðu þrjú mörk á tæpum fimmtán mínútum og tryggðu sér sigur í opnum og skemmtilegum leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsimörkin: Umdeilt víti í Eyjum

Stjörnumenn voru verulega ósáttir við vítið sem ÍBV fékk í leik liðanna í Eyjum. Þá virðist Andri Ólafsson falla án mikillar snertingar en víti dæmt engu að síðar. Andri tók sjálfur vítið og skoraði úr því.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsimörkin: Mörkin og tilþrifin úr 8 umferð

Pepsimörkin á Stöð 2 sport fór af stað að nýju eftir nokkurt hlé á Pepsideild karla í fótbolta. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 sport fór yfir öll helstu atriðin úr 8. umferð með þeim Hjörvari Hafliðasyni og Magnúsi Gylfasyni. Samantektin í lok þáttar var skreytt með laginu Cant go back með Primal Scream.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsimörkin: Gaupahornið á Akranesvelli

Guðjón Guðmundsson var með Gaupahornið í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í samantektarþættinum um 8. umferðina. Gaupi fór eldsnöggt yfir knattspyrnusögu Skagamanna á Akranesvelli og þar komu margir við sögu. Þar á meðal skíðasleðinn Alexander Högnason, rafvirkinn Guðjón Þórðarson, Hvítanesættin, Guðjónssynirnir þrír og ekki gleyma Benedikt Valtýssyni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kári: Þurfum allaf að berjast og djöflast

„Þetta var mjög kærkomið og ég er ánægður með vinnuframlagið og baráttan sem sást á leik okkar í kvöld,“ sagði Kári Ársælsson, fyrirliði Blika, eftir sigurinn í kvöld. Breiðablik vann frábæran sigur, 2-1, gegn Keflavík í kvöld, en liðið hefur átt erfitt uppdráttar í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur: Vorum beinskeyttir allan leikinn

„Við höfum alltaf haft trú á verkefninu og erum búnir að vinna vel í okkar málum og þegar menn gera það, þá er þeim launað,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld sem Breiðablik vann 2-1 gegn Keflavík í 8. umferð Pepsi-deildar karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Enn syrtir í álinn hjá Fram

FH lagði Fram 2-1 í miklum rokleik í Laugardalnum í kvöld. FH náði þar með að lyfta sér upp í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig í átta leikjum, átta stigum frá toppnum en Fram er enn án sigurs með aðeins tvö stig á botni deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðjón veltir því upp hvort dómarar séu með kynþáttafordóma

Guðjón Þórðarson, þjálfari BÍ/Bolungarvíkur, var allt annað en sáttur við dómara leiks síns liðs og Þróttar í gær. Hinn þeldökki framherji BÍ, Tomi Ameobi, fékk þá að líta gula spjaldið í leiknum og er kominn í bann. Guðjón velti því upp í viðtali við Stöð 2 eftir leikinn hvort kynþáttafordómar væru ástæðan fyrir því að Ameobi fengi ekki réttláta meðferð hjá dómurum.

Íslenski boltinn