Bikarmeistarar Vals fara í Mosfellsbæ Bikarmeistarar Vals í knattspyrnu sækja Aftureldingu heim í undanúrslitum Valitor-bikars kvenna í knattspyrnu. Í hinni viðureigninni tekur Fylkir á móti KR. Íslenski boltinn 4. júlí 2011 12:21
KR vann Keflavík í roki og rigningu - myndir KR-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu í gærkvöldi með 3-2 sigri á Keflavík. Leikurinn var hin mesta skemmtun þrátt fyrir að aðstæður til knattspyrnu hafi ekki verið eins og best verður á kosið. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis var á staðnum. Íslenski boltinn 4. júlí 2011 12:15
Dregið í undanúrslit Valitor-bikarsins í hádeginu Dregið verður í undanúrslit í Valitor-bikarsins í knattspyrnu í hádeginu í dag. Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli og hefst klukkan 12. Íslenski boltinn 4. júlí 2011 09:06
ÍBV skreið í undanúrslit - myndir Pepsi-deildarlið ÍBV vann nauman sigur á 1. deildarliði Fjölnis, 1-2, er liðin mættust í átta liða úrslitum Valitor-bikars karla í Grafarvoginum í gær. Íslenski boltinn 4. júlí 2011 06:00
Bjarni: Höfðum yfirhöndina allan leikinn "Þetta var hörkuleikur og sennilega frábær skemmtun,“ sagði Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, eftir leikinn. Íslenski boltinn 3. júlí 2011 22:51
Willum: Strákarnir eiga hrós skilið "Þetta var frábær leikur og við fengum óskabyrjun sem við náum ekki að nýta okkur,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, í kvöld. Íslenski boltinn 3. júlí 2011 22:44
Baldur: Ég var stressaður fyrir þennan leik "Þetta er frábært og mér líður gríðarlega vel,“ sagði Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. Íslenski boltinn 3. júlí 2011 22:37
Heimir: Við spiluðum aldrei sem lið í dag Heimi Hallgrímssyni, þjálfara ÍBV, var létt eftir sigurinn á Fjölni í dag í átta liða úrslitum Valitor-bikars karla. Hans menn voru ekki með hugann við verkefnið en sluppu með skrekkinn. Íslenski boltinn 3. júlí 2011 20:34
Ásmundur: Þeir fengu ódýrt víti Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var ekki sáttur við vítið sem Þóroddur Hjaltalín dæmdi á hans menn í dag. Úr því komust Eyjamenn yfir og þeir unnu að lokum leikinn, 1-2. Íslenski boltinn 3. júlí 2011 20:30
Bikarævintýri BÍ/Bolungarvíkur heldur áfram Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík halda áfram að fara á kostum í Valitor-bikarnum. BÍ er komið í undanúrslit í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir 3-2 sigur á Þrótti á Torfnesvelli í dag. Íslenski boltinn 3. júlí 2011 15:52
KR komið í undanúrslit KR varð í kvöld síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Valitor-bikars karla. KR lagði þá Keflavík, 3-2, í stórskemmtilegum leik vestur í bæ. Íslenski boltinn 3. júlí 2011 14:14
ÍBV komið í undanúrslit ÍBV er komið í undanúrslit Valitor-bikars karla eftir 1-2 sigur á Fjölni í Grafarvoginum. Leikurinn var hrútleiðinlegur og ekkert gerðist í honum fyrr en á síðustu 15 mínútunum. Íslenski boltinn 3. júlí 2011 14:07
Hreinn Hrings: Var orðinn stressaður Hreinn Hringsson, aðstoðarþjálfari og þrekþjálfari Þórsara, var mjög sáttur við sína menn eftir sigurinn á móti Grindavík. Íslenski boltinn 2. júlí 2011 19:36
Ólafur Örn: Áttum að klára þetta í síðari hálfleik Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindavíkur, var eðilega sár og svekktur eftir að lið hans féll út úr Valitor-bikarkeppninni á dramatískan hátt í dag gegn Þór á Þórsvellinum. Íslenski boltinn 2. júlí 2011 19:32
Afturelding í undanúrslit eftir bráðabana Það var ótrúleg spenna þegar ÍBV tók á móti Aftureldingu í átta liða úrslitum Valitors-bikars kvenna. Úrslit fengust ekki fyrr en í bráðabana eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Afturelding hafði betur að lokum. Íslenski boltinn 2. júlí 2011 19:02
Kristinn dæmir á Emirates Cup Knattspyrnudómarinn Kristinn Jakobsson hefur fengið boð um að koma til Englands og dæma á hinu sterka Emirates Cup. Þetta kom fram í viðtali við Gylfa Þór Orrason í þættinum fótbolti.net á X-inu í dag. Íslenski boltinn 2. júlí 2011 15:02
Umfjöllun: Ingi Freyr hetja Þórsara Ingi Freyr Hilmarsson tryggði Þórsurum farseðilinn í undanúrslit Valitor-bikarkeppninnar, í þriðja skipti í sögu félagsins, með marki í blálok framlengingar í jöfnum leik við Grindavík. Íslenski boltinn 2. júlí 2011 12:53
Eiður Smári ekki á leið til Bandaríkjanna Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður og faðir Eiðs Smára Guðjohnsen, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ekkert nýtt væri að frétta af málum sonar síns. Sögusagnir hafa verið uppi þess efnis að hugur Eiðs Smára leitaði til MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum en Arnór segir þær sögusagnir ekki eiga við rök að styðjast. Fótbolti 2. júlí 2011 10:00
Guðjón Þórðarson: Mér ber skylda til þess að verja mína leikmenn „Ég er ekki enn búinn að sjá bréfið frá KSÍ. Ég mun fara yfir málið og síðan mun ég skýra mitt mál. Það er ekki flókið. Þessi ummæli áttu ekki að meiða neinn,“ sagði Guðjón við Fréttablaðið í gær. Íslenski boltinn 2. júlí 2011 09:00
Bikarmeistarar Vals lögðu Stjörnuna Valskonur komust í undanúrslit Valitor-bikars kvenna í knattspyrnu í kvöld með 1-0 útisigri á Stjörnunni í Garðabæ. Það var Bandaríkjamaðurinn Caitlin Miskel sem skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleiknum. Miskel hefur verið iðin við kolann í sumar en þetta var hennar fimmta mark í öllum keppnum. Íslenski boltinn 1. júlí 2011 21:49
Kjartan Henry markahæstur KR-inga í Evrópukeppnum Kjartan Henry Finnbogason skoraði fyrsta mark KR-inga í 3-1 sigrinum á ÍF í Evrópudeildinni í gær. Kjartan Henry hefur þar með skorað fimm mörk samtals í Evrópukeppnum fyrir KR. Markið gerði hann að markahæsta KR-ingi í Evrópukeppnum frá upphafi. Íslenski boltinn 1. júlí 2011 20:15
Fylkir í undanúrslit Valitor-bikars kvenna Fylkir komst í kvöld í undanúrslit Valitor-bikars kvenna í knattspyrnu þegar liðið sigraði FH 3-2 í dramatískum leik á Árbæjarvelli. Fylkir lenti tvívegis undir en skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok. Íslenski boltinn 1. júlí 2011 20:11
Ummæli Guðjóns kærð til aga - og úrskurðanefndar KSÍ Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ sendi inn kæru s.l. þriðjudag til aga – og úrskurðanefndar KSÍ vegna ummæla Guðjóns Þórðarsonar þjálfara BÍ/Bolungarvíkur í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2. Guðjón sagði eftir leik BÍ/Bolungarvíkur gegn Þrótti í 1. deildinni að hann vissi ekki hvort dómurum líkaði litarhátturinn á framherja liðsins. Fótbolti 1. júlí 2011 11:15
Arnar Sveinn: Skrítið að sigurinn hafi ekki orðið stærri Arnar Sveinn Geirsson leikmaður Vals sagði allt hafa gengið upp hjá sínum mönnum í 2-0 sigrinum á Keflavík. Arnar átti frábæran leik á hægri kantinum hjá Valsmönnum. Íslenski boltinn 30. júní 2011 23:46
Willum: Þeir voru betri á öllum sviðum Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur sagði að sitt lið hefði verið tekið taktískt í bólinu af Valsmönnum. Íslenski boltinn 30. júní 2011 23:44
Freyr: Ekkert í þeirra leik kom okkur á óvart Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari Valsmanna var afar sáttur við leik sinna manna í Keflavík í kvöld. Íslenski boltinn 30. júní 2011 23:42
Finnur: Sterkt að halda hreinu Finnur Ólafsson, leikmaður ÍBV, segir að það hafi verið fyrir öllu ná sigri gegn St. Patrick's í forkeppni Evrópudeildar UEFA í dag og að það hafi ekki skemmt fyrir að ÍBV hélt einnig hreinu. Fótbolti 30. júní 2011 21:06
Umfjöllun: Valsarar tóku Keflvíkinga í kennslustund Valsarar tóku Keflvíkinga í kennslustund suður með sjó í kvöld. Frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu voru Keflvíkingar í eltingaleik við spræka Valsara sem unnu að lokum 2-0 sigur. Lokatölurnar gefa þó ekki rétta mynd af yfirburðum Valsmanna sem voru algjörir. Íslenski boltinn 30. júní 2011 15:25
Jósef vill losna undan samningi við búlgarska liðið Jósef Kristinn Jósefsson, fyrrum leikmaður Grindavíkur, hefur æft með sínu gamla liði að undanförnu en hann vill losna undan samningi sínum við búlgarska liðið PSFC Chernomorets Burgas. Bakvörðurinn segir í samtali við fotbolti.net að félagið hafi ekki staðið við samninginn sem gerður var í febrúar s.l. og vonast Jósef eftir því að samningnum verði rift. Íslenski boltinn 30. júní 2011 11:15
Utan vallar: Flotið sofandi að feigðarósi Miðvikudagurinn 29. júní 2011 er svartur dagur í íslenskri knattspyrnusögu. Þá hrundi íslenska karlalandsliðið niður í 122. sætið á styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins. Versti árangur Íslands á listanum fram að þessum degi var 117. sæti. Ekki er hægt að segja að listinn sé marklaus. Hann tekur mið af árangri landsliðanna og árangur Íslands síðustu ár er nákvæmlega enginn. Íslenski boltinn 30. júní 2011 08:30