Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Knattspyrnudómarar styðja Mottumars

Í morgun afhentu knattspyrnudómarar Krabbameinsfélaginu 600 þúsund krónur í styrk vegna Mottumars. Hver og einn sem dæmdi í Lengjubikarnum í marsmánuði lagði fram því sem nemur launum fyrir að dæma einn leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skúli Jón semur ekki við Sogndal - á leið í annað erlent lið

Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Íslandsmeistara KR, semur ekki við norska félagið Sogndal en mun engu að síður semja við annað erlent félag og spilar því ekki með KR í Pepsi-deildinni í sumar. Skúli Jón vill ekki gefa það upp um hvaða lið er að ræða en segir að hann gangi frá samningi við það á morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ofbeldi vegur þyngra en níð

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er ekki sammála þeirri gagnrýni Leiknis að vægt hafi verið tekið á leikmanni 3. flokks KR sem beitti leikmann Leiknis kynþáttaníð. Geir segir að KSÍ hafi beitt sér fyrir því að uppræta fordóma. "Það getur enginn tekið lögin i sínar eigin hendur," segir Geir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Svarthvítur Jesús á Akureyri

Akureyringum og nærsveitungum brá vafalítið í brún í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi þar sem svo virtist sem heilagur Jesús Kristur væri mættur til leiks. Þegar betur var að gáð var um Björn Jónsson, knattspyrnumann úr KR, að ræða.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þetta tilboð var brandari

Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir lánstilboð Sogndal í Skúla Jón Friðgeirsson hafa verið hlægilegt. Honum líst mjög illa á þá þróun að norsk lið vilji fá bestu íslensku strákana lánaða fyrir litlar upphæðir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sogndal vill fá Skúla Jón

Norsk félög halda áfram að kroppa í bestu leikmenn Pepsi-deildarinnar því samkvæmt heimildum Vísis er úrvalsdeildarliðið Sogndal á eftir Skúla Jóni Friðgeirssyni, varnarmanni KR.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Íslensku strákarnir fengu stig gegn Dönum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað drengjum 17 ára og yngri gerði 2-2 jafntefli gegn Dönum í fyrsta leik sínum í milliriðli Evrópumótsins í kvöld. Íslensku strákarnir jöfnuðu leikinn í tvígang en leikið var á Cappielow Park í Greenock í Skotlandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúrik Gíslason í viðtali í Boltanum á X977

Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason, sem leikur með OB í Danmörku, verður í viðtali í Boltanum á X-inu 977 á milli 11-12 í dag. Valtýr Björn Valtýsson stýrir þættinum í dag en fjallað er um íþróttir alla virka daga á X-inu 977 á þessum tíma. Sigurðu Enoksson formaður Arsenal-klúbbsins á Íslandi verður einnig í spjalli.

Fótbolti
Fréttamynd

Þú veist aldrei hver á eftir að skara fram úr

"Hættan er að þjálfarar yngstu barnanna vilji vinna leiki eða mót, oft undir pressu frá foreldrum, og velji þá sterkari og fljótari sem yfirleitt eru fæddir snemma á árinu. Þeir krakkar fá svo meiri athygli þjálfarans sem stjórnar stundum A-liðinu en lætur aðstoðarmenn um að stjórna hinum liðunum.,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands. Hann segir þjóðfélagið vissulega ósanngjarnt gagnvart börnum fædd seint á árinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Forréttindi að fæðast snemma á árinu

Óvenjuhátt hlutfall drengjanna sem skipa stórefnilegt landslið Íslands 17 ára og yngri, sem hefur leik í úrslitakeppni Evrópumótsins á morgun, eru fæddir á fyrri hluta ársins. Í átján manna hópi eiga fimmtán afmæli í júní eða fyrr. Fæðingardagurinn getur

Íslenski boltinn