Sigurður Ragnar: Megum ekki misstíga okkur aftur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, var eðlilega svekktur eftir 1-0 tap síns liðs fyrir Belgíu í kvöld. Fótbolti 4. apríl 2012 21:24
Edda nær loksins 90. landsleiknum | 321 dagur frá síðasta leik Edda Garðarsdóttir kemur aftur inn í íslenska landsliðið þegar liðið mætir Belgíu í undankeppni EM í kvöld en Edda hefur ekki spilað með liðnu í tíu mánuði og sextán daga vegna meiðsla á hné og er því búin að vera föst í 89 landsleikjum í langan tíma. Íslenski boltinn 4. apríl 2012 16:15
Edda í byrjunarliði Íslands gegn Belgíu Edda Garðarsdóttir fer beint aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir nokkra fjarveru vegna meiðsla. Ísland mætir Belgum ytra í undankeppni EM 2012 á morgun. Íslenski boltinn 3. apríl 2012 19:02
Skúli Jón heimsækir strákana í Boltanum á X-inu 977 Skúli Jón Friðgeirsson verður gestur í Boltanum á X-inu 977 milli 11 og 12 í dag. Íslenski boltinn 2. apríl 2012 09:45
U19 ára stelpurnar gerðu jafntefli í fyrsta leik Íslenska landsliðið skipað stelpum 19 ára og yngri gerði 1-1 jafntefli gegn Hollandi í fyrsta leik sínum í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lára Kristín Pedersen, leikmaður Aftureldingar, skoraði mark Íslands. Íslenski boltinn 31. mars 2012 23:38
Hjartaskoðun aðeins hjá liðum í Evrópukeppni Það hefur verið mikil umræða um heilsuvernd knattspyrnumanna í kjölfar þess að Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, fékk hjartaáfall í leik gegn Tottenham. Íslenski boltinn 31. mars 2012 09:00
Færeyingar koma í Dalinn í ágúst Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun mæta Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þann 15. ágúst næstkomandi. Íslenski boltinn 30. mars 2012 12:20
Knattspyrnudómarar styðja Mottumars Í morgun afhentu knattspyrnudómarar Krabbameinsfélaginu 600 þúsund krónur í styrk vegna Mottumars. Hver og einn sem dæmdi í Lengjubikarnum í marsmánuði lagði fram því sem nemur launum fyrir að dæma einn leik. Íslenski boltinn 29. mars 2012 22:30
Skúli Jón semur ekki við Sogndal - á leið í annað erlent lið Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Íslandsmeistara KR, semur ekki við norska félagið Sogndal en mun engu að síður semja við annað erlent félag og spilar því ekki með KR í Pepsi-deildinni í sumar. Skúli Jón vill ekki gefa það upp um hvaða lið er að ræða en segir að hann gangi frá samningi við það á morgun. Íslenski boltinn 29. mars 2012 19:03
KR búið að samþykkja tilboð í Skúla Jón | Hannes fer til Brann Norska liðið Sogndal hefur svarað gagntilboði KR í varnarmanninn Skúla Jón Friðgeirsson. Það virðist vera á öðrum nótum en upprunalega tilboðið því KR hefur samþykkt boð þeirra og gefið félaginu leyfi til þess að ræða við leikmanninn. Íslenski boltinn 28. mars 2012 10:06
Ofbeldi vegur þyngra en níð Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er ekki sammála þeirri gagnrýni Leiknis að vægt hafi verið tekið á leikmanni 3. flokks KR sem beitti leikmann Leiknis kynþáttaníð. Geir segir að KSÍ hafi beitt sér fyrir því að uppræta fordóma. "Það getur enginn tekið lögin i sínar eigin hendur," segir Geir. Íslenski boltinn 28. mars 2012 08:00
Hannes Þór líklega lánaður til Brann Allar líkur eru á því að Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, verði lánaður til norska félagsins Brann út apríl-mánuð. Íslenski boltinn 27. mars 2012 13:39
Sigurður búinn að velja hópinn fyrir stórleikinn gegn Belgíu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, tilkynnti í dag 18 manna leikmannahóp sem mun mæta Belgum ytra í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á miðvikudag eftir viku. Íslenski boltinn 26. mars 2012 14:23
Valsmenn komnir áfram eftir 2-0 sigur á FH Valsmenn tryggðu sig í átta liða úrslit Lengjubikars karla í knattspyrnu með 2-0 sigri á FH í Egilshöll í kvöld. Íslenski boltinn 25. mars 2012 22:15
Íslensku strákarnir í úrslit á EM eftir upprúllun á Litháum Íslenska drengjalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 17 ára og yngri lagði Litháa að velli 4-0 í lokaleik milliriðils síns í Skotlandi í dag. Með sigrinum tryggði liðið sér sæti í úrslitakeppninni í Slóveníu í maí. Íslenski boltinn 25. mars 2012 15:35
Skrautlegt sjálfsmark Péturs Viðarssonar (myndband) Pétur Viðarsson skoraði glæsilegt sjálfsmark með skalla í sigri FH á Fylki í Lengjubikar karla á fimmtudagskvöldið. Markið kom þó ekki að sök því FH hafði betur að lokum 3-2. Íslenski boltinn 24. mars 2012 23:00
Svarthvítur Jesús á Akureyri Akureyringum og nærsveitungum brá vafalítið í brún í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi þar sem svo virtist sem heilagur Jesús Kristur væri mættur til leiks. Þegar betur var að gáð var um Björn Jónsson, knattspyrnumann úr KR, að ræða. Íslenski boltinn 24. mars 2012 16:00
KR-ingurinn og Leiknismaðurinn báðust afsökunar samdægurs Leikmaður KR í 3. flokki karla, sem var í vikunni dæmdur í þriggja leikja bann fyrir kynþáttafordóma í garð leikmanns Leiknis, bað hann afsökunar samdægurs. Þetta kemur fram á fotbolti.net Íslenski boltinn 24. mars 2012 11:45
Markaleysi og tvö töp í röð hjá Íslandsmeisturunum Íslandsmeistarar Stjörnunnar töpuðu 2-0 gegn Eyjakonum í viðureign liðanna í Lengjubikarnum en leikið var í Kórnum í gærkvöldi. Íslenski boltinn 24. mars 2012 11:00
Þetta tilboð var brandari Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir lánstilboð Sogndal í Skúla Jón Friðgeirsson hafa verið hlægilegt. Honum líst mjög illa á þá þróun að norsk lið vilji fá bestu íslensku strákana lánaða fyrir litlar upphæðir. Íslenski boltinn 24. mars 2012 08:00
Kallaði andstæðing helvítis negrakúk og var laminn fyrir vikið Það sauð upp úr í 3. flokks leik á milli KR og Leiknis á dögunum. Leikmaður KR kallaði þá leikmann Leiknis af erlendum uppruna "helvítis negrakúk". Leiknismaðurinn brást við með því að ganga í skrokk á KR-ingnum. Íslenski boltinn 23. mars 2012 16:52
Sogndal vill fá Skúla Jón Norsk félög halda áfram að kroppa í bestu leikmenn Pepsi-deildarinnar því samkvæmt heimildum Vísis er úrvalsdeildarliðið Sogndal á eftir Skúla Jóni Friðgeirssyni, varnarmanni KR. Íslenski boltinn 22. mars 2012 23:11
Kristján Finnbogason tryggði Íslandi sigur á Skotum Íslenska U-17 ára lið er í fínum málum í milliriðli EM eftir flottan sigur á Skotum, 1-0, í kvöld. Íslenski boltinn 22. mars 2012 21:39
Guðmundur lánaður til Start Miðjumaðurinn sterki, Guðmundur Kristjánsson, mun ekki leika með Breiðablik í sumar því hann hefur verið lánaður til norska félagsins Start. Íslenski boltinn 22. mars 2012 18:38
Íslensku strákarnir fengu stig gegn Dönum Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað drengjum 17 ára og yngri gerði 2-2 jafntefli gegn Dönum í fyrsta leik sínum í milliriðli Evrópumótsins í kvöld. Íslensku strákarnir jöfnuðu leikinn í tvígang en leikið var á Cappielow Park í Greenock í Skotlandi. Íslenski boltinn 20. mars 2012 21:11
Rúrik Gíslason í viðtali í Boltanum á X977 Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason, sem leikur með OB í Danmörku, verður í viðtali í Boltanum á X-inu 977 á milli 11-12 í dag. Valtýr Björn Valtýsson stýrir þættinum í dag en fjallað er um íþróttir alla virka daga á X-inu 977 á þessum tíma. Sigurðu Enoksson formaður Arsenal-klúbbsins á Íslandi verður einnig í spjalli. Fótbolti 20. mars 2012 10:30
Þú veist aldrei hver á eftir að skara fram úr "Hættan er að þjálfarar yngstu barnanna vilji vinna leiki eða mót, oft undir pressu frá foreldrum, og velji þá sterkari og fljótari sem yfirleitt eru fæddir snemma á árinu. Þeir krakkar fá svo meiri athygli þjálfarans sem stjórnar stundum A-liðinu en lætur aðstoðarmenn um að stjórna hinum liðunum.,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands. Hann segir þjóðfélagið vissulega ósanngjarnt gagnvart börnum fædd seint á árinu. Íslenski boltinn 19. mars 2012 07:30
Forréttindi að fæðast snemma á árinu Óvenjuhátt hlutfall drengjanna sem skipa stórefnilegt landslið Íslands 17 ára og yngri, sem hefur leik í úrslitakeppni Evrópumótsins á morgun, eru fæddir á fyrri hluta ársins. Í átján manna hópi eiga fimmtán afmæli í júní eða fyrr. Fæðingardagurinn getur Íslenski boltinn 19. mars 2012 07:00
Framarar komnir í 8-liða úrslit Lengjubikarsins Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum nú síðdegis og í kvöld en Víkingar frá Ólafsvík fóru illa með BÍ/Bolungarvík þegar liðið vann 2-1 í Kórnum. Fótbolti 18. mars 2012 21:58
Nóg um að vera í Lengjubikarnum um helgina | Doninger með þrennu fyrir ÍA Sjö leikjum er lokið um helgina í Lengjubikar karla í knattspyrnu en nú fer að styttast í að Pepsi-deildin hefjist og því fróðlegt að fylgjast með liðunum. Fótbolti 18. mars 2012 19:00