Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - FH 2-4

FH skaust á topp Pepsideildar karla með góðum sigri á Keflavík í dag. Leikurinn endaði 2-4 fyrir gestina úr Hafnarfirðinum og var sanngjarn í meira lagi. Fyrri hálfleikur var frekar daufur og fátt um færi. FH-ingar voru þó hættulegri og skoruðu eina mark hálfleiksins. Þar var að verki Atli Viðar Björnsson.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stjarnan vann sinn fyrsta heimasigur - Myndir

Bláklæddir Stjörnumenn fögnuðu sínum fyrsta heimsigri í Pepsi-deild karla í sumar þegar Valur mátti sætta sig við tap 3-2. Garðbæingar eru loks búnir að taka nýja gervigrasið í sátt eftir tvö jafntefli í fyrstu tveimur heimaleikjunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gary Martin: Verðum að stöðva Tryggva

"Það er algjört lykilatriði fyrir okkur að stöðva Tryggva Guðmundsson ætlum við okkur að vinna ÍBV í kvöld,“ sagði, Gary Martin, framherji ÍA, í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu í morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Steven Lennon: Breytinga er þörf

Steven Lennon, framherji Framara, var sá eini með lífsmarki í sóknarleik Safamýrarpilta í Árbænum í kvöld. Lennon segir breytinga þörf hjá Frömurum, annaðhvort að skipta út mönnum eða breyta um leikkerfi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Steven Lennon: Hef ekki áhyggjur af markaþurrðinni

Skoski framherjinn, Steven Lennon, leikmaður Fram, vonast til að lið hans geti komið sér á rétta braut í Pepsi-deildinni með sigri á Fylki í kvöld. Liðin mætast í Árbænum klukkan 19:15 í fyrsta leik sjöundu umferðar. Lennon ræddi við Hjört Hjartarson í Boltaþættinum á X-inu í morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristján Finnbogason er konungur vítakeppna á Íslandi

Kristján Finnbogason varð 41 árs í síðasta mánuði en tók sig samt til og bætti enn við metaskrá sína í bikarleik Fylkis og FH í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. Kristján varði þrjár síðustu spyrnur FH-inga í vítakeppninni og tryggði Fylki sæti í sextán liða úrslitum keppninnar aðeins sex dögum eftir að liðið tapaði 8-0 fyrir FH á sama stað í deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þór/KA með fjögurra stiga forskot á toppnum

Þór/KA er komið með fjögurra stiga forskot á Íslandsmeistara Stjörnunnar á toppi Pepsi-deildar kvenna í fótbolta eftir 4-0 sigur á Aftureldingu í Mosfellingum í kvöld. Norðanstúlkur hafa unnið alla þrjá útileiki sína í sumar og eru númar ná í 16 stig af 18 mögulegum í fyrstu sex umferðunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fjölnismenn á toppinn í 1.deildinni - úrslit dagsins

Fimm leikir fóru fram í fimmtu umferð 1. deildar karla í fótbolta í dag og bæði Fjölnir og Haukar komust upp fyrir topplið Þórs sem spilar ekki fyrr en á mánudaginn. Haukarnir unnu 2-0 sigur á Leiknismönnum sem eru enn án sigurs í sumar. Fjölnismenn fengu góða hjálp frá mótherjanum í 6-2 útisigri á Víkingum en Víkingar, sem komust í 1-0 og 2-1, skoruðu tvö sjálfsmörk í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Blikarnir unnu BÍ/Bolungarvík 5-0

Breiðablik er komið í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 5-0 stórsigur á b-deildarliði BÍ/Bolungarvíkur á Kópavogsvellinum í kvöld. Fimm leikmenn skoruðu fyrir Blika í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sandra inn fyrir Guðbjörgu

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, hefur þurft að gera breytingu á hópnum sínum fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Búlgaríu í undankeppni EM.

Íslenski boltinn