Viðar Örn að velja á milli þriggja Pepsi-deildar liða Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson mun spila í Pepsi-deildinni í sumar þrátt fyrir að lið hans hafi fallið úr deildinni í haust. Fótbolti.net segir frá því í dag að Selfoss sé tilbúið að lána framherjann sinn til liðs í Pepsi-deildinni. Íslenski boltinn 21. janúar 2013 13:15
Andri Ólafsson hefur gert þriggja ára samning við KR Eyjamaðurinn Andri Ólafsson hefur gert þriggja ára samning við KR en hann kemur til liðsins frá ÍBV. Þetta kom fram á vefsíðu KR nú fyrir stundu. Íslenski boltinn 20. janúar 2013 17:08
Guðmundur Steinarsson skiptir yfir í Njarðvík Guðmundur Steinarsson, markahæsti leikmaður Keflavíkur frá upphafi, mun leika með C-deildarliði Njarðvíkur í sumar en þetta kom fram í viðtali við hann á mbl.is í dag. Guðmundur var að hugsa um að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil en ákvað að slá til og spila með nágrönnunum í Njarðvík. Íslenski boltinn 17. janúar 2013 17:32
Ísland hækkar um eitt sæti á styrkleikalista FIFA Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 89. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA og hækkar sig upp um eitt sæti frá síðasta lista. Íslenski boltinn 17. janúar 2013 09:27
Leikmenn fá greitt eins og sjómenn Grindavík réð Milan Stefán Jankovic sem þjálfara meistaraflokks í gær. Hann tekur við starfinu af Guðjóni Þórðarsyni. Grindvíkingar, sem féllu í 1. deild síðasta sumar, hafa tekið reksturinn rækilega í gegn. Leikmenn hafa tekið á sig 25 prósenta launalækkun. Íslenski boltinn 17. janúar 2013 07:00
Fyrrum leikmaður Man. City á leið til ÍBV Fréttamiðillinn eyjar.net segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að ÍBV sé í samningaviðræðum við Benjani Mwaruwari fyrrum leikmann Man. City og Portsmouth. Íslenski boltinn 16. janúar 2013 17:00
Miðasalan hafin á leiki íslensku stelpnanna á EM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í eldlínunni í sumar þegar liðið verður meðal þátttökuliða á Evrópumótinu í Svíþjóð en íslensku stelpurnar eru í riðli með Noregi, Þýskalandi og Hollandi. Íslenski boltinn 14. janúar 2013 18:05
Eiður spilar með ÍBV í sumar Varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson er á leið aftur til ÍBV en það kemur fram á vef Eyjafrétta í dag. Íslenski boltinn 11. janúar 2013 10:34
Gary Martin féll aftur á bílprófinu Gary Martin, leikmaður KR, segir frá því á Twitter-síðu sinni að hann hafi fallið á bílprófi sínu - aftur. Íslenski boltinn 10. janúar 2013 11:30
Sonur Terry McDermott til reynslu hjá ÍA Greg McDermott, fyrrum leikmaður Newcastle, mun æfa með ÍA til reynslu í mánuðinum. Þetta kom fram í Boltanum í X-inu í dag. Íslenski boltinn 9. janúar 2013 12:15
Troost spilar áfram með Blikum Miðvörðurinn hollenski Renee Troost er búinn að skrifa undir nýjan samning við Blika og leikur því með liðinu næsta sumar. Íslenski boltinn 7. janúar 2013 23:07
Ólafsvíkur Víkingar eru Íslandsmeistarar í futsal Víkingar frá Ólafsvík tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu, futsal, eftir 5-2 sigur á Val í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í dag en Ólafsvíkingar voru búnir að tapa úrslitaleiknum í þessari keppni undanfarin tvö ár. Valsmenn náðu því ekki að vinna tvöfalt en Valskonur urðu Íslandsmeistarar kvenna fyrr í dag. Íslenski boltinn 6. janúar 2013 15:37
Valskonur Íslandsmeistarar í futsal kvenna Svava Rós Guðmundsdóttir tryggði Valskonum Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu, futsal, þegar hún skoraði sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok í dramatískum 6-5 sigri á ÍBV í úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. ÍBV komst í 5-2 í úrslitaleiknum en Valskonur skoruðu fjögur mörk á síðustu fimm mínútum leiksins. Íslenski boltinn 6. janúar 2013 13:46
Vinnur Valur tvöfalt í futsal á morgun? Nú er ljóst hvaða félög leika til úrslita í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu, Futsal, á morgun en undanúrslitin voru leikin í Laugardalshöll í dag. Í kvennaflokki leika Valur og íBV til úrslita klukkan 12.15 og þar geta Vestmannaeyingar varið titil sinn. Í karlaflokki leika Valur og Víkingur Ólafsvík til úrslita klukkan 14.00. Þetta kom fram á heimasíðu KSÍ. Íslenski boltinn 5. janúar 2013 20:40
KA-menn sömdu við markakóng 2. deildarinnar Níu leikmenn skrifuðu í dag undir samning við 1. deildarlið KA í fótboltanum en félagið ætlar sér stóra hluti í 1. deildinni næsta sumar undir stjórn Bjarna Jóhannssonar, fyrrum þjálfara Stjörnunnar. Íslenski boltinn 5. janúar 2013 20:15
Hverjir eru nógu ruglaðir? Hryggjarsúlan úr karlaliði ÍBV í fótbolta er horfin á braut. Hermann Hreiðarsson, nýr þjálfari Eyjamanna, á strembið verkefni fyrir höndum en Eyjapeyjar hafa hafnað í þriðja sæti efstu deildar undanfarin þrjú ár. Íslenski boltinn 5. janúar 2013 11:00
Eyjamenn missa lykilmann í norsku b-deildina Rasmus Christiansen, fyrirliði ÍBV og einn allra besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð, hefur gert tveggja ára samning við norska b-deildarliðið Ull/Kisa en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Íslenski boltinn 4. janúar 2013 12:30
Verja Eyjamenn titlana sína í Futsal? Nýir Íslandsmeistarar karla og kvenna í Futsal verða krýndir um helgina en úrslitakeppnin verður leikin í Laugardalshöllinni á laugardag og sunnudag. Undanúrslitin fara fram á laugardaginn en úrslitaleikirnir á sunnudaginn. Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambandsins. Íslenski boltinn 4. janúar 2013 12:00
Næstu mótherjar Íslands búnir að finna sér þjálfara Srecko Katanec, fyrrum leikmaður Stuttgart og Sampdoria og landsliðsmaður Júgóslavíu og Slóveníu, hefur tekið við starfi landsliðsþjálfara Slóveníu. Slóvenar eru í riðli með íslenska landsliðinu í undankeppni HM 2014 og þjóðirnar mætast í Ljubljana í Slóveníu í mars næstkomandi. Fótbolti 3. janúar 2013 11:30
Sá yngsti endurráðinn - Halldór áfram með Tindastól Halldór Jón Sigurðsson, kallaður Donni, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning um að þjálfa áfram meistaraflokk karla hjá Tindastól en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Íslenski boltinn 2. janúar 2013 11:30
Gylfi í úrvalsliði Norðurlanda Norska dagblaðið Verdens Gang hefur valið sérstakt úrvalslið Norðurlanda og er Gylfi Þór Sigurðsson eini Íslendingurinn í því. Fótbolti 1. janúar 2013 20:00
Lilja Dögg hefur skrifað undir hjá Blikum Knattspyrnukonan Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrrum fyrirliði KR, hefur skrifað undir tveggja ára samning við Breiðablik. Íslenski boltinn 31. desember 2012 11:30
Eyjólfur Sverrisson áfram með U21 árs landsliðið Eyjólfur Sverrisson verður áfram þjálfari U21 árs landsliðs karla. Fótbolti.net greinir frá þessu á síðu sinni í dag. Íslenski boltinn 27. desember 2012 14:20
Kolbeinn Sigþórsson í leikmannahópi HK í styrktarleik Bjarka Más Meistaraflokkur HK mætir úrvalsliði fyrrum leikmanna félagsins í styrktarleik fyrir Bjarka Má Sigvaldason í Kórnum í kvöld. Íslenski boltinn 27. desember 2012 09:40
Fáir þoldu Zlatan þegar hann hóf ferilinn hjá Ajax Leo Beenhakker, sem var íþróttastjóri hjá Ajax þegar Zlatan Ibrahimovic gekk til liðs við hollenska knattspyrnuliðið á sínum tíma, segir að sænski landsliðsframherjinn hafi átt erfitt uppdráttar hjá félaginu þegar hann hóf atvinnumannaferilinn. "Hann hagaði sér eins og drullusokkur og eftir þrjár vikur voru aðeins tveir sem höfðu trú á honum, ég og hann sjálfur,“ segir hinn sjötugi Beenhakker í viðtali við The Blizzard. Fótbolti 25. desember 2012 12:00
Hornfirðingar fá knatthús Á morgun verður nýtt fjölnota knatthús á Höfn í Hornafirði vígt við hátíðlega athöfn. Húsið er gjöf frá fyrirtækinu Skinney-Þinganesi til sveitarfélagsins og íbúa héraðsins. Íslenski boltinn 21. desember 2012 17:30
Hinir fjórir fræknu halda stöðu sinni hjá FIFA Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur staðfest tilnefningar Knattspyrnusambands Íslands um FIFA dómara fyrir árið 2013. Íslenski boltinn 21. desember 2012 15:45
Tími ungu strákanna Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi karlaliðs Selfoss sem féll úr efstu deild karla í sumar. Lykilmennirir Jón Daði Böðvarsson og Babacarr Sarr voru seldir til Noregs en auk þeirra hafa ellefu leikmenn kvarnast úr hópnum. Íslenski boltinn 20. desember 2012 06:45
Sigurður Ragnar valdi 42 manna undirbúningshóp kvennalandsliðsins Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, valdi í dag 42 manna undirbúningshóp. Hópurinn mun funda á milli jóla og nýárs þar sem farið verður yfir verkefni komandi árs. Íslenski boltinn 18. desember 2012 14:00
Kvennalandsliðið mætir Dönum í vináttuleik Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu mætir Dönum í vináttuleik þann 20. júní á næsta ári og verður leikið í Danmörku. Leikurinn verður að öllum líkindum síðasti leikur Íslands áður en úrslitakeppnin Evrópumótsins hefst þann 10. júlí í Svíþjóð. Fótbolti 17. desember 2012 22:30