Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Björgólfur Takefusa á förum frá Val

Svo virðist sem Björgólfur Takefusa sé á förum frá knattspyrnuliðinu Val en samkvæmt heimildum vefsíðunnar Fótbolta.net mun leikmaðurinn hafa tilkynnt Magnúsi Gylfasyni, þjálfara liðsins, að hann vilji fara frá liðinu þann 15. júlí.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leikmenn Fylkis boðaðir á fund í Lautinni

Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis boðaði fimm leikmenn liðsins á fund sinn í gær til að ræða stöðu mála hjá félaginu en frá þessu greinir vefsíðan 433.is. Fylkismenn eru í verulega slæmum málum og sitja í næst neðsta sæti deildarinnar með 2 stig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar Alex æfir með Club Brugge

Hinn efnilegi Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður KR, mun æfa næstkomandi viku hjá belgíska félaginu Club Brugge en vefsíðan fotbolti.net greinir frá þessu í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Stöndum við bakið á Ása

Fylkismenn ætla að endurmeta stöðuna þegar tímabilið í Pepsi-deild karla er hálfnað. Að loknum fyrstu átta umferðunum er liðið með tvö stig og hafa Árbæingar aldrei byrjað verr í efstu deild í sögu félagsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hefði viljað fá endurgreitt

"Ég var að finna mig mjög vel. Þetta var í fyrsta skipti í sumar sem ég spilaði alveg heill heilsu þannig að mér leið betur,“ sagði Arnór Eyvar Ólafsson, leikmaður ÍBV, sem átti skínandi leik fyrir sitt lið er það vann Fram, 1-0, í Eyjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Helgi í Aftureldingu

Helgi Sigurðsson mun spila með Aftureldingu til loka tímabilsins en félagið tilkynnti um komu hans í dag. Helgi er 39 ára gamall sóknarmaður sem var síðast hjá Fram.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Veigar má skammast sín

Það gekk mikið á þegar Þór tók á móti Stjörnunni á Akureyri. Rautt spjald og mörg umdeild atvik. Strákarnir í Pepsimörkunum fóru ítarlega yfir þessi atvik og sitt sýndist hverjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ásmundur ætlar að halda áfram

"Sú umræða er mest hjá ykkur í fjölmiðlunum. Staðan uppi í Árbæ er sú að við ræðum vel saman og spáum í spilin og reynum að snúa þessu við,“ sagði Ásmundur Arnarsson eftir enn eitt tapið hjá Fylki í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Þór - Stjarnan 1-1

Leikurinn byrjaði með látum en strax á þriðju mínútu komst Ólafur Karl Finsen í ákjósanlegt skallafæri en Srdjan Rajkovic kom boltanum frá marki með sannkallaðri sjónvarpsvörslu enda leikurinn í beinni á Stöð2 Sport. Stuttu seinna fengu gestirnir horn og boltinn endaði í netinu en Magnús Þórisson hafði þá flautað á brot í teignum og markið taldi því ekki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Óli Þórðar: Við erum lagðir í einelti

Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, í 1.deild karla í knattspyrnu vandaði ekki dómaranum kveðjurnar eftir leik Víkings og Hauka sem lauk 2-2 fyrr í dag. Víkingur komst í 2-0 í leiknum en með tveimur mörkum undir lok leiksins náðu Haukar að jafna metin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Grindavík rígheldur í toppsætið

Fimm leikjum er nýlokið í 1. deild karla í knattspyrnu en þar ber helst að nefna flottan sigur KA-manna á liðið BÍ/Bolungarvíkur fyrir norðan. Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, gerði eina mark leiksins rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Íslenski boltinn