Stórt tap hjá stelpunum í fyrsta leik á Algarve-mótinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 0-5 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik sínum í Algarve-mótinu í dag. Fótbolti 5. mars 2014 16:50
Alfreð Finnbogason vonast eftir markaleik í kvöld Alfreð Finnbogason stefnir örugglega að því að enda markaþurrð sína með íslenska landsliðinu í kvöld þegar liðið mætir Wales í vináttulandsleik í Cardiff. Fótbolti 5. mars 2014 15:30
Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. Fótbolti 5. mars 2014 12:24
Ásgerður og Soffía byrja báðar inná í sínum fyrsta landsleik Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, og Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir, fyrrum leikmaður Stjörnuliðsins eru báðar í byrjunarliði Íslands sem mætir Þýskalandi í dag í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu. Fótbolti 5. mars 2014 11:11
Getum ekki horft í úrslitin á þessu móti Kvennalandsliðið hefur leik á Algarve-mótinu í dag þegar það mætir Evrópumeisturum Þýskalands. Fótbolti 5. mars 2014 08:00
Aron Einar: Vonandi fáum við stuðning út á mig Ísland mætir Gareth Bale og félögum í Wales í vináttuleik í Cardiff í kvöld. Fótbolti 5. mars 2014 07:00
Sara Björk: Alltaf krefjandi að spila á móti Þýskalandi Sara Björk Gunnarsdóttir er mætt til Algarve í sjöunda sinn en Ísland mætir Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik á morgun. Fótbolti 4. mars 2014 22:30
Rotherham náði í stig á útivelli án Kára Nýliðarnir í C-deildinni hafa ekki tapað í síðustu tíu leikjum eða síðan þeir töpuðu fyrir Coventry á nýársdag. Enski boltinn 4. mars 2014 22:00
Bale gæti spilað allan leikinn á móti Íslandi Dýrasti leikmaður heims er klár í slaginn gegn strákunum okkar og landsliðsþjálfarinn vill láta hann spila 90 mínútur. Fótbolti 4. mars 2014 21:30
Katrín: Yngri leikmenn liðsins vantar reynslu Íslenska kvennalandsliðið mætir Evrópumeisturum Þýskaland á Algarve-mótinu á morgun. Fótbolti 4. mars 2014 20:30
Ledley ekki með Wales en fyrirliðinn klár í slaginn Joe Ledley þurfti að draga sig úr velska hópnum vegna meiðsla og spilar því ekki á morgun. Fótbolti 4. mars 2014 19:15
Stelpurnar æfa í Algarve | Myndir Kvennalandsliðið mætir Þýskalandi í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu í fótbolta á morgun. Fótbolti 4. mars 2014 17:45
Freyr: Verða leikmenn sem fá nýtt og stærra hlutverk Landsliðsþjálfari kvenna undirbýr liðið fyrir stórleikinn gegn Þýskalandi á morgun. Fótbolti 4. mars 2014 15:43
Lagerbäck kom til greina sem þjálfari Wales fyrir fjórum árum Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, var talinn einn sá líklegasti til að taka við starfinu hjá Wales fyrir fjórum árum. Fótbolti 3. mars 2014 20:51
Bolludagurinn í háloftunum Stelpurnar okkar í fótboltalandsliðinu fengu rjómabollur í flugvélinni á leiðinni til Portúgal Fótbolti 3. mars 2014 18:30
Rúrik Gíslason ekki með Íslandi gegn Wales Ferðaðist ekki til Cardiff vegna meiðsla og kemur ekki við sögu í vináttuleiknum á miðvikudaginn. Fótbolti 3. mars 2014 18:06
Andrés og Ragnar á leið í Fylki Fylkismenn eiga von á góðum liðsstyrk því þeir Andrés Már Jóhannesson og Ragnar Bragi Sveinsson eru á leið til félagsins á ný. Íslenski boltinn 3. mars 2014 12:40
George Best á kvennaklósettinu á Litlu kaffistofunni Litla kaffistofan er heill knattspyrnuheimur útaf fyrir sig. Það er hæstráðandi Stefán Guðmundsson sem hefur komið upp hreint ótrúlegu safni í máli og myndum. Guðjón Guðmundsson heimsótti Litlu kaffistofuna í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Íslenski boltinn 2. mars 2014 19:30
Þjálfari Anítu vill sjá hana færast nær og nær þessum bestu Aníta Hinriksdóttir er Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi og Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 heimsótti þessa efnilegu hlaupakonu á dögunum en hún er á leiðinni á HM innanhúss í Póllandi. Þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson, vonast til að hún nái að bæta sig gegn þeim bestu. Íslenski boltinn 2. mars 2014 19:15
Allt á floti og enginn leikur hjá Hallberu Íslenski landsliðsbakvörðurinn Hallbera Guðný Gísladóttir og félagar hennar í Torres áttu að mæta Napoli-liðinu í ítölsku deildinni í dag en það varð að fresta leiknum. Fótbolti 1. mars 2014 20:15
Jóhann kominn heim í faðm KA-manna KA-menn fengu góðan liðsstyrk í dag þegar Jóhann Helgason skrifaði undir samning við 1. deildarfélagið. Íslenski boltinn 28. febrúar 2014 19:42
Svíi ver mark Keflavíkur í sumar Keflavík hefur gengið frá samningum við reyndan sænskan markvörð, Jonas Sandqvist, um að spila með liðinu í sumar. Íslenski boltinn 28. febrúar 2014 15:54
Hægt að verða ársmiðahafi hjá íslenska landsliðinu í fótbolta Knattspyrnusamband Íslands ætlar að bjóða upp á nýung í miðasölu sinni fyrir komandi leiki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en þetta kom fram á blaðamannafundi í dag þar sem landsliðshópurinn var kynntur fyrir vináttulandsleik á móti Wales í næstu viku. Íslenski boltinn 28. febrúar 2014 11:31
KSÍ ætlar að leigja flugvél fyrir karlalandsliðið Knattspyrnusamband Íslands ætlar að auka við umgjörð í kringum A-landslið karla í fótbolta í komandi undankeppni EM og meðal annars að taka flugvél á leigu þegar liðið spilar tvo leiki á stuttum tíma. Íslenski boltinn 28. febrúar 2014 11:14
Björn Daníel og Elmar í hópi Íslands Landsliðshópur Íslands fyrir æfingaleik gegn Wales þann 5. mars var kynntur í dag. Íslenski boltinn 28. febrúar 2014 10:45
Fannar verður aðalmarkvörður hjá KA Þó svo Srdjan Rajkovic hafi verið fenginn til KA þá ætla KA-menn engu að síður að tefla hinum unga, Fannari Hafsteinssyni, fram sem aðalmarkverði í sumar. Íslenski boltinn 27. febrúar 2014 16:22
Þrjár íslenskar konur dæma á La Manga Konurnar eru líka að fá verkefni erlendis eins og íslensku karlkynsdómararnir og heimasíða Knattspyrnusambands Íslands segir frá því í dag að þrjár íslenskar konur séu á leiðinni til suður Spánar í byrjun mars. Íslenski boltinn 27. febrúar 2014 16:00
Sousa spilar í Árbænum í sumar Andrew Sousa, bandarískur leikmaður, hefur gert eins árs samning við Fylki og mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Íslenski boltinn 27. febrúar 2014 14:30
Zato samdi við Þór Farid Zato, Tógómaðurinn sem lék með Víkingi Ólafsvík í fyrra, er genginn í raðir Þórs á Akureyri. Íslenski boltinn 27. febrúar 2014 13:45
Býður treyju í stað bjórþambs Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur sett landsliðstreyju sína úr mikilvægum leik gegn Noregi á uppboð. Fótbolti 27. febrúar 2014 13:00