Icelandair kaupir WOW

Icelandair kaupir WOW

Stjórn Icelandair Group gerði kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í WOW air í byrjun nóvember 2018 en féll síðar frá kaupunum.

Fréttamynd

BHM endurgreiðir ekki ónotuð gjafabréf

Orlofssjóður Bandalags háskólamanna mun ekki endurgreiða ónotuð gjafabréf hjá WOW air sem sjóðfélagar keyptu í gegnum sjóðinn. Þurfa þeir sem eiga slíkt að gera kröfu í þrotabúið. VR og SFR bjóða upp á endurgreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegur feill ríkisstjórnarinnar að láta WOW falla

Helgi Magnússon mun vera einn reyndasti athafnamaður landsins. Fyrst vann hann með ýmsum landsþekktum fyrirtækjum sem endurskoðandi, síðan rak hann allmörg fyrirtæki – svo sem Hörpu – upp á eigin spýtur, og loks varð hann formaður Samtaka iðnaðarins, formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og sat í bankaráðum og stjórnum ýmissa stórfyrirtækja.

Skoðun
Fréttamynd

Færri ferðamenn en rekstur Icelandair Hotels batnaði

Erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung í maí en hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í mánuðinum. Icelandair flutti rúmlega 30 prósent fleiri farþega í maí. Hjá öðrum stórum hótelkeðjum var samdráttur eða nýting á pari við árið áður. Verð hjá Icelandair Hotels lækkaði um sex prósent í maí.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC

Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð.

Innlent
Fréttamynd

Úttekt gerð á stjórnsýslu vegna WOW

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Telur aukið beint flug yfir Atlantshaf framhjá Íslandi alvarlega ógn við hagkerfið

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air telur að aukin tíðni flugferða beint á milli Evrópu og Bandaríkjanna, framhjá Íslandi, sé alvarleg ógn við íslensku ferðaþjónustuna sem og hagkerfið. Þetta skýri af hverju ákveðið hafi verið að bæta breiðþotum inn í flugflota WOW air, sem síðar varð flugfélaginu líklega að falli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW air

Skúli Mogensen virðist stefna ótrauður að því að endurreisa hið fallna flugfélag WOW air. Á frumkvöðlaráðstefnu í Hörpu í morgun kynnti Skúli ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag myndi líta út, án þess þó að segja það hreint út að til stæði að endurreisa flugfélagið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Keypti í Icelandair fyrir 700 milljónir 

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Managment, sem kom fyrst inn í hlutahafahóp Icelandair Group í síðasta mánuði, bætti við sig hlutum í flugfélaginu í lok síðustu viku fyrir jafnvirði um 700 milljónir króna og er sjóðurinn eftir kaupin orðinn stærsti hluthafi Icelandair.

Viðskipti innlent