Viðskipti innlent

Nítján sagt upp í heilbrigðis- og félagsþjónustu í maí

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vinnumálastofnun upplýsir að svo stöddu ekki hvaða fyrirtæki sagði upp 19 manns í maí.
Vinnumálastofnun upplýsir að svo stöddu ekki hvaða fyrirtæki sagði upp 19 manns í maí. FBL/Hanna
Tvær tilkynningar bárust Vinnumálastofnun í maí um hópuppsagnir þar sem 53 starfsmönnum samanlagt var sagt upp störfum á tveimur stöðum. Áður hefur verið greint frá uppsögn 34 starfsmanna hjá Isavia en í tilkynningu frá Vinnumálastofnun kemur fram að nítján hafi verið sagt upp í heilbrigðis- og félagsþjónustu.Fréttastofa sendi Vinnumálastofnun fyrirspurn varðandi það hvaða aðili sagði upp 19 manns í heilbrigðis- og félagsþjónustu í maí. Þau svör fengust að þær upplýsingar væru almennt ekki veittar. Vísir hefur á grundvelli upplýsingalaga óskað eftir svörum um það hvaða fyrirtæki um ræðir. Er málið á borði forstjóra og lögfræðings Vinnumálastofnunar.Auk fyrrnefndra hópuppsagna var fjöldi annarra uppsagna í maí. Þannig misstu 24 flugmenn hjá Icelandair vinnuna, tólf starfsmenn Heklu, níu starfsmenn hjá Arion banka og sextán hjá Íslandsbanka.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
8,75
20
3.458
KVIKA
1,22
1
50
BRIM
0
2
81.123
ORIGO
0
1
362
SKEL
0
3
16.532

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-2,53
11
49.809
ARION
-2,46
16
343.746
ICESEA
-1,46
2
9.625
SIMINN
-1,33
4
96.937
REITIR
-0,92
3
33.894
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.