Viðskipti innlent

Nítján sagt upp í heilbrigðis- og félagsþjónustu í maí

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vinnumálastofnun upplýsir að svo stöddu ekki hvaða fyrirtæki sagði upp 19 manns í maí.
Vinnumálastofnun upplýsir að svo stöddu ekki hvaða fyrirtæki sagði upp 19 manns í maí. FBL/Hanna

Tvær tilkynningar bárust Vinnumálastofnun í maí um hópuppsagnir þar sem 53 starfsmönnum samanlagt var sagt upp störfum á tveimur stöðum. Áður hefur verið greint frá uppsögn 34 starfsmanna hjá Isavia en í tilkynningu frá Vinnumálastofnun kemur fram að nítján hafi verið sagt upp í heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Fréttastofa sendi Vinnumálastofnun fyrirspurn varðandi það hvaða aðili sagði upp 19 manns í heilbrigðis- og félagsþjónustu í maí. Þau svör fengust að þær upplýsingar væru almennt ekki veittar. Vísir hefur á grundvelli upplýsingalaga óskað eftir svörum um það hvaða fyrirtæki um ræðir. Er málið á borði forstjóra og lögfræðings Vinnumálastofnunar.

Auk fyrrnefndra hópuppsagna var fjöldi annarra uppsagna í maí. Þannig misstu 24 flugmenn hjá Icelandair vinnuna, tólf starfsmenn Heklu, níu starfsmenn hjá Arion banka og sextán hjá Íslandsbanka.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,55
15
114.080
REGINN
1,72
20
295.203
SKEL
1,04
4
69.880
ICESEA
0,99
14
367.628
SJOVA
0,85
8
137.986

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-1,69
1
17.400
ICEAIR
-0,91
10
41.324
ORIGO
-0,8
5
16.128
VIS
-0,69
3
23.720
EIK
-0,69
11
341.177
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.