Viðskipti innlent

Sveinn Andri ekki vanhæfur til að skipta búi WOW air

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air.
Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air. Vísir/Vilhelm
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Andri Sveinsson þurfi ekki að víkja sem skiptastjóri þrotabús WOW air. Forsvarsmenn Arion banka töldu störf Sveins Andra sem lögmaður Datacell í baráttu við Valitor, dótturfélag Arion banka, gera hann vanhæfan.

Sveinn Andri var skipaður sem annar skiptastjóra þrotabús WOW air við gjaldþrot flugfélagsins. Arion banki sætti sig hins vegar ekki við skipan Sveins Andra vegna dómsmáls Datacell gegn Valitor. Valitor var nýlega dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur.Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar.

Vildi bankinn meina að Sveinn Andri hefði svo mikla hagsmuni af niðurstöðu þess máls að jafna mætti til þess að hann væri aðili að því. Því taldi bankinn sig hafa haft réttmæta ástæðu til að draga óhlutdrægni hans sem skiptastjóri í efa Arion banki var viðskiptabanki WOW air.

Héraðsdómur hafnaði kröfu bankans í aprílen úrskurðurinn var kærður til Landsréttarsem úrskurðaði í málinu í gær.Í úrskurði Landsréttar segir að þrátt fyrir að Sveinn Andri hafi samið um að þóknun hans í máli Datacell gegn Valitor verði að hluta hagsmunatengd og að sá hlutur gæti numið umtalsverði fjárhæð verði því ekki jafnað við að hann eigi aðild að dómsmálinu.

Þá hafi bankinn ekki teflt fram öðrum málsástæðum sem gefi tilefni til þess að draga megi óhlutdrægni Sveins Andra í efa. Þá liggi ekkert fyrir um að Sveinn Andri hafi gerst sekur um athæfi sem geri hann óverðugan nauðsynlegs trausts til þess að gegna embætti skiptastjóra þrotabús WOW air.

Var niðurstaða héraðsdóms því staðfest og kröfu Arion banka um að Sveini Andra yrði vikið úr starfi skiptastjóra WOW air hafnað.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×