Viðskipti innlent

Farþegum Icelandair fjölgaði um 14 prósent í maí

Birgir Olgeirsson skrifar
Vél Icelandair lendir á Keflavíkurflugvelli.
Vél Icelandair lendir á Keflavíkurflugvelli. Vísir/vilhelm

Farþegafjöldi Icelandair í maí var  419 þúsund og jókst um 14% ásamt því að framboð var aukið um 7%. Sætanýting var 82,5% samanborið við 77,7% í maí í fyrra. Farþegum fjölgaði á öllum mörkuðum, þó mest á markaðinum til Íslands, um 36 þúsund, eða sem nemur 33%. 

N-Atlantshafsmarkaðurinn var stærsti markaður félagins í mars með 50% af heildarfarþegafjölda.  Aukning á þeim markaði var 4%.  Farþegum á heimamarkaðinum frá Íslandi fjölgaði um 15% samanborið við fyrra ár. Komustundvísi í leiðarkerfi félagsins í maí nam 72% samanborið við 63% í maí á síðasta ári. 

Farþegar Air Iceland Connect voru 25 þúsund og fækkaði um 8% á milli ára. Skýrist það aðallega af flugi til Aberdeen og Belfast sem var lagt niður í maí á síðasta ári.  Sætanýting nam 69,2% og jókst um 7,2 prósentustig á milli ára.

Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 12% milli ára vegna færri verkefna en á sama tíma fyrir ári og viðhalds flugvéla. Fraktflutningar jukust um 19%. Seldar gistinætur hjá hótelum félagsins jukust um 31%. Herbergjanýting var 82,9% samanborið við 72,8% í maí 2018. Aukning var á öllum hótelum félagsins bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.