Viðskipti innlent

Farþegum Icelandair fjölgaði um 14 prósent í maí

Birgir Olgeirsson skrifar
Vél Icelandair lendir á Keflavíkurflugvelli.
Vél Icelandair lendir á Keflavíkurflugvelli. Vísir/vilhelm
Farþegafjöldi Icelandair í maí var  419 þúsund og jókst um 14% ásamt því að framboð var aukið um 7%. Sætanýting var 82,5% samanborið við 77,7% í maí í fyrra. Farþegum fjölgaði á öllum mörkuðum, þó mest á markaðinum til Íslands, um 36 þúsund, eða sem nemur 33%. N-Atlantshafsmarkaðurinn var stærsti markaður félagins í mars með 50% af heildarfarþegafjölda.  Aukning á þeim markaði var 4%.  Farþegum á heimamarkaðinum frá Íslandi fjölgaði um 15% samanborið við fyrra ár. Komustundvísi í leiðarkerfi félagsins í maí nam 72% samanborið við 63% í maí á síðasta ári. Farþegar Air Iceland Connect voru 25 þúsund og fækkaði um 8% á milli ára. Skýrist það aðallega af flugi til Aberdeen og Belfast sem var lagt niður í maí á síðasta ári.  Sætanýting nam 69,2% og jókst um 7,2 prósentustig á milli ára.Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 12% milli ára vegna færri verkefna en á sama tíma fyrir ári og viðhalds flugvéla. Fraktflutningar jukust um 19%. Seldar gistinætur hjá hótelum félagsins jukust um 31%. Herbergjanýting var 82,9% samanborið við 72,8% í maí 2018. Aukning var á öllum hótelum félagsins bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni.

 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,75
11
3.998
SJOVA
2,5
3
14.200
KVIKA
2,22
16
226.078
BRIM
1,49
5
59.231
ARION
1,26
3
50.701

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-2,97
7
62.426
HAGA
-2,04
4
115.400
EIK
-1,7
3
25.988
REGINN
-0,88
7
127.901
MAREL
-0,87
4
649
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.