Viðskipti innlent

Icelandair leigir Airbus-þotu

Sylvía Hall skrifar
Vél Icelandair lendir á Keflavíkurflugvelli.
Vél Icelandair lendir á Keflavíkurflugvelli. Vísir/vilhelm

Icelandair hefur gengið frá leigu á Airbus-þotu og verður hún leigð með áhöfn samkvæmt heimildum Túrista.is. Hingað til hefur Icelandair einungis haft þotur frá framleiðandanum Boeing.

Í mars síðastliðnum voru allar þotur af gerðinni 737 MAX kyrrsettar í kjölfar tveggja slysa þar sem umrædd gerð kom við sögu. Þegar vélarnar voru kyrrsettar hafði Icelandair tekið við þremur slíkum þotum og átti von á sex til viðbótar en ekki er vitað hvenær þær fara í loftið á ný. Þá sleit flugfélagið ráðningarsamningi við 24 flugmenn og stöðvað þjálfun 21 nýliða sem til stóð að hæfu störf sem flugmenn á Boeing 737 MAX vélar félagsins í sumar.

Sjá einnig: Icelandair segir upp flug­mönnum vegna 737 MAX vélanna

Airbus-þotan sem um ræðir er af eldri gerð og verður líkt og áður sagði leigð út með áhöfn enda hafa flugliðar Icelandair einungis fengið þjálfun á vélar frá Boeing. Þyrftu þeir að fara í gegnum sérþjálfun til þess að starfa í farþegaþotu af annarri gerð.

Í maí síðastliðnum sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að það kæmi til greina að skoða þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélum út fyrir Airbus. Þá hefur félagið rætt við Boeing um skaðabætur vegna tjóns af völdum kyrrsetningarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
1,35
3
14.758
HEIMA
0,69
3
5.543
ARION
0,55
9
5.379

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-5,68
20
21.648
TM
-4,48
4
35.014
ICESEA
-3,21
3
572
EIK
-3,12
6
37.579
ORIGO
-2,8
3
8.701
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.