Isavia gerir ráð fyrir verulegri fækkun farþega Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 7. júní 2019 14:12 Frá morgunfundi um farþegaspá Isavia en þar á bæ gera menn ráð fyrir verulegri fækkun farþega eða um um 388 þúsund milli ára. visir/vilhelm Isavia metur það svo að fjöldi erlendra farþega til Íslands í ár verði 1.927 þúsund. Þeim fækki því um 388 þúsund milli ára. Þetta er veruleg fækkun eins og gefur að skilja. Í fréttatilkynningu kemur fram að skiptifarþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll fækkar um 43 prósent frá í fyrra, úr tæpum 3,9 milljónum í tæpar 2,2 milljónir. „Þar munar tæplega 1,7 milljónum farþega. Mestu munar um brotthvarf WOW air,“ segir í tilkynningunni en uppfærðar tölur um farþegafjölda í júní og til loka desember benda til að heildarfjöldi farþega sem fari um Keflavíkurflugvöll árið 2019 verði um 7,3 milljónir.37 þúsund færri Íslendingar um Leifsstöð Þá kemur fram að í stefni að íslenskir farþegar um Keflavíkurflugvöll verði um 631 þúsund árið 2019 sem er 37 þúsund færri en í fyrra. Sprenging í komu ferðmanna til landsins á undanförnum árum hefur haft það í för með sér að fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll hefur verið hröð á síðustu árum. Þetta hefur í einhverjum tilvika kallað á uppfærða farþegaspá þegar liðið hefur á árið – hvort sem farþegum hefur fjölgað eða fækkað. „Í lok mars hætti WOW air, einn stærsti viðskiptavinur Isavia á Keflavíkurflugvelli, starfsemi. Þá var ljóst að gera yrði breytingar á farþegaspá fyrir árið 2019. Því til viðbótar hefur verið nokkur óvissa vegna stöðu Boeing MAX flugvéla Icelandair.“Vandi Isavia Þannig liggur fyrir að fall WOW air hefur reynst Isavia verulegt áfall. Fram kom á Vísi í morgun að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur óskað eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. Í beiðni nefndarinnar, sem er að frumkvæði Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar, er óskað úttektar á því hvernig Samgöngustofa uppfyllti hlutverk sitt og hvort Isavia hafi farið eftir eigin reglum í viðskiptum við WOW air. Í síðasta mánuði kom fram að Björn Óli Hauksson hafi sagt starfi sínu sem forstjóri Isavia lausu og lætur þegar af störfum. Í tilkynningu sagði Björn Óli að nú væri góður tími fyrir nýtt fólk að taka við keflinu. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Úttekt gerð á stjórnsýslu vegna WOW Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. 7. júní 2019 06:15 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Isavia metur það svo að fjöldi erlendra farþega til Íslands í ár verði 1.927 þúsund. Þeim fækki því um 388 þúsund milli ára. Þetta er veruleg fækkun eins og gefur að skilja. Í fréttatilkynningu kemur fram að skiptifarþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll fækkar um 43 prósent frá í fyrra, úr tæpum 3,9 milljónum í tæpar 2,2 milljónir. „Þar munar tæplega 1,7 milljónum farþega. Mestu munar um brotthvarf WOW air,“ segir í tilkynningunni en uppfærðar tölur um farþegafjölda í júní og til loka desember benda til að heildarfjöldi farþega sem fari um Keflavíkurflugvöll árið 2019 verði um 7,3 milljónir.37 þúsund færri Íslendingar um Leifsstöð Þá kemur fram að í stefni að íslenskir farþegar um Keflavíkurflugvöll verði um 631 þúsund árið 2019 sem er 37 þúsund færri en í fyrra. Sprenging í komu ferðmanna til landsins á undanförnum árum hefur haft það í för með sér að fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll hefur verið hröð á síðustu árum. Þetta hefur í einhverjum tilvika kallað á uppfærða farþegaspá þegar liðið hefur á árið – hvort sem farþegum hefur fjölgað eða fækkað. „Í lok mars hætti WOW air, einn stærsti viðskiptavinur Isavia á Keflavíkurflugvelli, starfsemi. Þá var ljóst að gera yrði breytingar á farþegaspá fyrir árið 2019. Því til viðbótar hefur verið nokkur óvissa vegna stöðu Boeing MAX flugvéla Icelandair.“Vandi Isavia Þannig liggur fyrir að fall WOW air hefur reynst Isavia verulegt áfall. Fram kom á Vísi í morgun að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur óskað eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. Í beiðni nefndarinnar, sem er að frumkvæði Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar, er óskað úttektar á því hvernig Samgöngustofa uppfyllti hlutverk sitt og hvort Isavia hafi farið eftir eigin reglum í viðskiptum við WOW air. Í síðasta mánuði kom fram að Björn Óli Hauksson hafi sagt starfi sínu sem forstjóri Isavia lausu og lætur þegar af störfum. Í tilkynningu sagði Björn Óli að nú væri góður tími fyrir nýtt fólk að taka við keflinu.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Úttekt gerð á stjórnsýslu vegna WOW Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. 7. júní 2019 06:15 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Úttekt gerð á stjórnsýslu vegna WOW Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. 7. júní 2019 06:15