

Fréttir af flugi
Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Páll komst loksins á stefnumót í kvöld
Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum.

Fækka ferðum í sumar vegna MAX-vélanna
Flugáætlun Icelandair hefur verið uppfærð í samræmi við það.

Fjórir Íslendingar í varðhaldi vegna umfangsmikils kókaínsmygls
Fjórir Íslendingar eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Þetta er eitt mesta magn kókaíns sem náðst hefur í einu hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld.

Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis
Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21.

Ekkert í hendi um hvenær kyrrsetningu verður aflétt
Forstjóri FAA segir að stofnunin hafi ekki sett sér nein tímamörk þegar kemur að afléttingu kyrrsetningar Boeing 737 Max-vélanna.

Flugfélagið þvertekur fyrir hefndaraðgerðir gegn Hatara
Ísraelska flugfélagið El Al segir það ekki hafa verið meðvitaða ákvörðun að láta Hatara fá verstu sætin í flugvélinni.

Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd
Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun.

Þristarnir fresta för til morguns
Þristarnir sex, sem búist var við til Íslands í kvöld, eru enn að tefjast vegna ísingarhættu á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Ákváðu áhafnir þeirra nú síðdegis fresta fluginu til Íslands en gista þess í stað á Grænlandi í nótt.

„Réttarfarsleg klemma“ í máli ALC og Isavia
Isavia og ALC deila enn um farþegaþotu sem Isavia kyrrsetti eftir fall Wow air í mars.

Sex þristar gætu náð til Reykjavíkur í kvöld
Áhugamenn um gamlar flugvélar geta vænst þess að sjá nokkra þrista í flugtökum og lendingum á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vitað er um sex þrista sem stefna til Íslands í dag, ýmist frá Grænlandi eða Kanada.

Icelandair flutti farþega með Bombardier til Manchester
Flugvélin notuð til að mæta vandanum sem fylgir kyrrsetningu MAX-vélanna.

Pendúllinn sveiflast of langt í aðra áttina
Ragnhildur Geirsdóttir segir tímabært að endurskoða hömlur á samstarfi fjármálafyrirtækja um innviði. Samkeppnisforskot felist í miðlægum kerfum þar sem þau séu illframkvæmanleg í stærri ríkjum. Rétt að fá fleiri fjárfesta að RB.

Færri Wow-liðar atvinnulausir
Milli mánaðanna apríl og maí hefur fækkað um sextíu í hópi þeirra fyrrverandi starfsmanna WOW air sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun.

Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík
Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi.

27 flugfélög fljúga um Keflavík í sumar en ný farþegaspá liggur ekki fyrir
Isavia hefur ekki gefið út nýja farþegaspá fyrir næsta sumar eftir fall WOW AIR sem var ásamt Icelandair með um átta af hverjum tíu flugferðum til og frá landinu síðustu ár. 27 flugfélög fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli. Þar af hafa þrjú flugfélög tilkynnt um viðbótarferðir til fimm áfangastaða.

Þristar sýndir almenningi milli kl. 18 og 20 í kvöld
Þristarnir, sem nú hafa viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli, verða til sýnis almenningi milli klukkan 18 og 20 í kvöld. Sérstakt hlið verður opnað á girðingu norðan við Loftleiðahótelið.

Krefur Boeing um milljarða vegna flugslyssins í Eþíópíu
Ekkja manns sem fórst með þotu Ethiopian Airlines krefst 276 milljóna dollara í miskabætur.

Búast má við þristum á lofti yfir borginni í dag
Áhugamenn um fljúgandi forngripi ættu að hafa augun og eyrum opin hjá sér í dag á Reykjavíkursvæðinu. Búast má við að hátt í tíu þristar verði á ferðinni í kringum Reykjavíkurflugvöll, ýmist að taka á loft eða að lenda.

Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur
Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí.

Þristarnir áætla lendingu klukkan 20.30 í Reykjavík
Fjórir þristar úr flugsveitinni, sem er á leið yfir Atlantshafið, eru nú á flugi til Reykjavíkur frá Narsarsuaq á Grænlandi. Tveir þeir fyrstu áætla lendingu klukkan 20.30 á Reykjavíkurflugvelli, sá þriðji áætlar lendingu klukkan 21.30 en sá fjórði klukkan 23.15.

Tvísýnt hvort þristarnir nái til Reykjavíkur fyrir næturlokun
Óvíst er nú hvort flugsveit gömlu stríðsáraþristanna, sem er á leið yfir Atlantshafið, nái til Reykjavíkurflugvallar áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan 23 í kvöld. Því gæti svo farið að flugvélarnar neyðist til að lenda í Keflavík.

Þristahópflugið áætlar núna lendingu í Reykjavík í kvöld
Þristahópurinn sem er á leið yfir Atlantshafið lenti í Goose Bay í Kanada í gærkvöldi. Þar hvílast áhafnir núna og búa sig undir næsta legg, sem er til Íslands með millilendingu og stuttu eldsneytisstoppi í Narsarsuaq á Grænlandi.

Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn
Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki.

Fyrsti þristurinn í hópfluginu á leið til Reykjavíkur
Fyrsti þristurinn í miklu hópflugi gamalla stríðsvéla yfir Atlantshafið er á leiðinni til Íslands frá Grænlandi. Lending á Reykjavíkurflugvelli er áætluð um klukkan 18.15.

ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia
Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar.

Orrustuþota brotlenti á vöruskemmu
Minnst tólf manns voru flutt á sjúkrahús eftir að orrustuþota af gerðinni F-16 brotlenti á vöruskemmu í Kaliforníu í nótt.

Boeing lýkur við uppfærslu á hugbúnaði 737 MAX vélanna
Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun.

Tveir þingmenn Vinstri grænna flugu mest í fyrra
Þingmenn Norðausturkjördæmis flugu langmest innanlands.

Boeing 737 MAX: Lágt miðaverð ræður enn mestu við kaup á flugmiðum
Bandarískir neytendur segja lágt miðaverð enn ráða mestu við val og kaup á flugmiðum. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Ipsos sem framkvæmd var fyrir Reuters.

Reyndi að svíkja fjölda farmiða út hjá WOW air en slapp úr farbanni
Franskur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið út eða reynt að svíkja út fjölda farmiða hjá flugfélaginu WOW Air á síðasta ári. Maðurinn var í farbanni vegna málsins en tókst að sleppa úr landi seint á síðasta ári.