Aðstandendur WAB air ekki af baki dottnir Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2019 14:47 Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnenda WAB air. Mynd/Stöð 2 Einn stofnenda WAB air, íslensks lággjaldaflugfélags sem hópur fjárfesta freistar þess nú að koma á fót, segir aðstandendur félagsins munu halda sínu striki. Kaup Michele Roosevelt Edwards, eða Michele Balarin eins og hún er jafnan kölluð, á eignum þrotabús WOW air hafi ekki áhrif þar á. Ballarin tilkynnti á blaðamannafundi á Hótel Sögu í dag að jómfrúarflug hins nýja WOW air yrði í október. WOW hafi þegar tryggt sér tvær flugvélar í reksturinn og þá muni félagið einnig einbeita sér í auknum mæli að vöruflutningi. Félagið verður með bandarískt flugrekstrarleyfi og skrifstofur beggja vegna Atlantshafsins. Sjá einnig: Svona var blaðamannafundur Ballarin Sveinn Ingi Steinþórsson einn stofnenda WAB air segir félagið ekki láta neinn bilbug á sér finna þrátt fyrir endurreisn WOW, sem yrði að öllum líkindum öflugur samkeppnisaðili WAB. „Við höldum okkar striki,“ segir Sveinn. Hann segir starfsfólk WAB air enn vinna að því að fá flugrekstrarleyfi en félagið sótti um slíkt leyfi til Samgöngustofu í byrjun sumars. Að öðru leyti vill Sveinn ekki tjá sig um rekstur WAB air eða endurreisn WOW. Hann segir þó að frekari fregna af WAB megi vænta bráðlega. WAB air hóf starfsemi í nýju skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði í byrjun ágúst. Um tíu starfsmenn mættu til vinnu fyrsta daginn. Hópur fjárfesta, í samfloti við írska fjárfestingasjóðinn Avianta Capital, stendur að stofnun WAB air. Í fjárfestahópnum, auk Sveins, eru Arnar Már Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air, Bogi Guðmundsson, lögmaður hjá Atlantik Legal Services og Þóroddur Ari Þóroddsson, sem hefur starfað sem ráðgjafi í flugvélaviðskiptum í Lundúnum. Fréttir af flugi Play WOW Air Tengdar fréttir Fyrstu starfsmenn WAB air mættu til vinnu í Hafnarfirði í morgun WAB air, íslenskt flugfélag sem hópur fjárfesta reynir nú að koma á fót, hóf starfsemi í nýju skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði í dag. 6. ágúst 2019 16:24 Svona var blaðamannafundur Ballarin Sú bandaríska hefur boðað til blaðamannafundar á Hótel Sögu í dag. 6. september 2019 11:33 Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00 Telur ólíklegt að nýtt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós Höfundur bókar um ris og fall WOW air er ekki sérlega bjartsýnn á að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag hefji sig til flugs. 30. júlí 2019 12:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Einn stofnenda WAB air, íslensks lággjaldaflugfélags sem hópur fjárfesta freistar þess nú að koma á fót, segir aðstandendur félagsins munu halda sínu striki. Kaup Michele Roosevelt Edwards, eða Michele Balarin eins og hún er jafnan kölluð, á eignum þrotabús WOW air hafi ekki áhrif þar á. Ballarin tilkynnti á blaðamannafundi á Hótel Sögu í dag að jómfrúarflug hins nýja WOW air yrði í október. WOW hafi þegar tryggt sér tvær flugvélar í reksturinn og þá muni félagið einnig einbeita sér í auknum mæli að vöruflutningi. Félagið verður með bandarískt flugrekstrarleyfi og skrifstofur beggja vegna Atlantshafsins. Sjá einnig: Svona var blaðamannafundur Ballarin Sveinn Ingi Steinþórsson einn stofnenda WAB air segir félagið ekki láta neinn bilbug á sér finna þrátt fyrir endurreisn WOW, sem yrði að öllum líkindum öflugur samkeppnisaðili WAB. „Við höldum okkar striki,“ segir Sveinn. Hann segir starfsfólk WAB air enn vinna að því að fá flugrekstrarleyfi en félagið sótti um slíkt leyfi til Samgöngustofu í byrjun sumars. Að öðru leyti vill Sveinn ekki tjá sig um rekstur WAB air eða endurreisn WOW. Hann segir þó að frekari fregna af WAB megi vænta bráðlega. WAB air hóf starfsemi í nýju skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði í byrjun ágúst. Um tíu starfsmenn mættu til vinnu fyrsta daginn. Hópur fjárfesta, í samfloti við írska fjárfestingasjóðinn Avianta Capital, stendur að stofnun WAB air. Í fjárfestahópnum, auk Sveins, eru Arnar Már Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air, Bogi Guðmundsson, lögmaður hjá Atlantik Legal Services og Þóroddur Ari Þóroddsson, sem hefur starfað sem ráðgjafi í flugvélaviðskiptum í Lundúnum.
Fréttir af flugi Play WOW Air Tengdar fréttir Fyrstu starfsmenn WAB air mættu til vinnu í Hafnarfirði í morgun WAB air, íslenskt flugfélag sem hópur fjárfesta reynir nú að koma á fót, hóf starfsemi í nýju skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði í dag. 6. ágúst 2019 16:24 Svona var blaðamannafundur Ballarin Sú bandaríska hefur boðað til blaðamannafundar á Hótel Sögu í dag. 6. september 2019 11:33 Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00 Telur ólíklegt að nýtt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós Höfundur bókar um ris og fall WOW air er ekki sérlega bjartsýnn á að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag hefji sig til flugs. 30. júlí 2019 12:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Fyrstu starfsmenn WAB air mættu til vinnu í Hafnarfirði í morgun WAB air, íslenskt flugfélag sem hópur fjárfesta reynir nú að koma á fót, hóf starfsemi í nýju skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði í dag. 6. ágúst 2019 16:24
Svona var blaðamannafundur Ballarin Sú bandaríska hefur boðað til blaðamannafundar á Hótel Sögu í dag. 6. september 2019 11:33
Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00
Telur ólíklegt að nýtt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós Höfundur bókar um ris og fall WOW air er ekki sérlega bjartsýnn á að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag hefji sig til flugs. 30. júlí 2019 12:00