Viðskipti innlent

WOW air ekki komið með lendingartíma í Keflavík

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Michelle Ballarin á blaðamannafundinum á Hótel Sögu í gær.
Michelle Ballarin á blaðamannafundinum á Hótel Sögu í gær. Skjáskot/Vísir
Nýja flugfélagið sem á að reka undir merkjum WOW air hefur ekki fengið lendingartíma í Keflavík. Naumur tími er til stefnu og segir lögmaður félagsins að unnið sé út frá tveimur dagsetningum í næsta mánuði fyrir jómfrúarflugið. Þær verði tilkynntar síðar í samstarfi við Dulles-flugvöll í Washington, þar sem félagið verður með höfuðstöðvar.

Michelle Ballarin, stjórn­ar­formaður US A­erospace Associa­tes, greindi í gær frá því að daglegt flug milli Keflavíkur og Washington hjá nýju félagi sem rekið verður undir merkjum WOW air muni hefjast í næsta mánuði.

Naumur tími er til stefnu, eða í mesta lagi átta vikur. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia er félagið ekki komið með fasta lendingartíma í Keflavík.

„Við hjá Isavia höfum ekki fengið formlegar upplýsingar um fyrirætlanir þessa nýja félags en við gleðjumst að sjálfsögðu yfir áformum félaga sem vilja koma til Keflavíkurflugvallar og fljúga til og frá vellinum.“

Farþegar munu koma til með að berja fjólubláar vélar WOW Air augum á ný í október, ef áætlanir Ballarin ganga eftir.Vísir/Vilhelm
Danska félagið Airport Coordination sér raunar um að útdeila lendingartímum í Keflavík og fara umsóknir um slíkt í gegnum þá, sem láta Isavia síðan vita.

Þannig að þetta getur gerst með stuttum fyrirvara?

„Mögulega.“

Eftir blaðamannafund Ballarin í gær leitaði Túristi svara hjá Dulles-flugvelli í Washington, þaðan sem nýja félagið mun fljúga. Í svarinu segir að fulltrúar vallarins hafi átt einn fund með Ballerin og viðskiptafélögum varðandi flugþjónustu á flugvellinum. Sá hafi farið fram í síðasta mánuði en núna væru ekki nein flug á vegum nýja WOW air á dagskrá og að ekki væri hægt að tilkynna um nýjar flugleiðir.

Aðspurður um stöðu viðræðna um lendingartíma segir Páll Ágúst Ólafsson, lögamður Ballerin, að flug verði hafið í október og að unnið sé út frá tveimur dagsetningum fyrir jómfrúarflugið. Þær verði tilkynntar síðar. Hann bendir á að félagið US A­erospace Associa­tes, og þar með nýja WOW, sé með höfuðstöðvar á Dulles-flugvelli, og að fyrirætlanir þeirra verði tilkynntar síðar í samstarfi við völlinn.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,15
11
38.105
HAGA
2,41
10
263.415
REGINN
1,58
7
459.461
SJOVA
1,4
11
121.916
LEQ
1,33
2
518

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,94
10
182.919
SKEL
-1,92
1
306
MAREL
-1,12
17
251.703
SIMINN
-0,78
4
68.241
ARION
-0,19
29
918.872
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.