Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Mál Greenwood enn til rann­sóknar

Fyrir skemmstu fór á flug sá orðrómur á samfélagsmiðlinum Twitter að Mason Greenwood væri laus allra mála og gæti mögulega snúið aftur í leikmannahóp Manchester United á næstu leiktíð. Sá orðrómar reyndust ekki á rökum reistur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hlín skoraði öll þrjú í öruggum sigri

Berglind Rós Ágústsdóttir og Hlín Eiríksdóttir voru báðar í byrjunarliðum sinna liða í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Hlín var svo sannarlega drifkrafturinn í sigri Piteå á Djurgarden en hún skoraði þrennu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Ánægja með markaskorarana á Twitter

Jón Dagur Þorsteinsson og Þórir Jóhann Helgason fengu mesta athyglina hjá netverjum á Twitter á meðan á leik Íslands og Ísrael stóð í B-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta á Laugardalsvellinum í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Heimsmeistararnir eiga í hættu að falla í B-deild

Króötum tókst loks að hefna fyrir tapið gegn Frakklandi í úrslitaleik HM 2018 með því að sækja þrjú stig á Stade de France í París eftir 0-1 sigur. Með tapinu eiga Frakkar ekki lengur möguleika á því að verja Þjóðadeildartitilinn sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Freyr vill Jón Dag til Lyngby

Freyr Alexandersson, knattspyrnustjóri Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, hvetur Jón Dag Þorsteinsson til að samþykkja tilboð sitt hið snarasta.

Fótbolti
Fréttamynd

Lars Lagerbäck: Arnar vildi gera þetta einn

Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er sérfræðingur hjá Viaplay í kringum landsleik Íslands og Ísrael. Lars sagði í spjalli við Gunnar Ormslev fyrir leik að starfslok hans hjá landsliðinu hafi alfarið verið ákvörðun Arnars.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar segir ummæli Kára óheppileg og soft

Landsliðið fékk mikla gagnrýni eftir sigurleikinn gegn San Marínó á fimmtudaginn síðasta. Fyrrum landsliðsmennirnir Kári Árnason og Rúrik Gíslason sögðu í útsendingu Viaplay af leiknum að leikmenn væru ekki nógu harðir af sér. Landsliðsþjálfarinn, Arnar Þór Viðarsson, er ekki sammála þessari nálgun fyrrum landsliðsmannanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Grétar Rafn frá KSÍ til Tottenham

Grétar Rafn Steinsson mun hafa umsjón með frammistöðu leikmanna hjá Tottenham Hotspur á Englandi. Grétar hefur síðustu mánuði unnið hjá Knattspyrnusambandi Íslands en heldur nú til Lundúna.

Fótbolti
Fréttamynd

Fimm skiptingar leyfðar varanlega

Alþjóðlega knattspyrnuráðið, IFAB, sem fer með yfirumsjón á reglum leiksins á heimsvísu samþykkti á ársfundi í dag að fimm skiptingar verði varanlegur hluti af fótbolta.

Fótbolti