Hlutabréf Man Utd aldrei lægri: Eigendurnir greiða sér samt arð Segja má að Manchester United hafi náð því sem virðist vera botninn með frammistöðu sinni innan vallar sem utan á liðnu tímabili. Það er allavega staðreyndin ef horft er á hvers virði félagsins er fjárhagslega. Enski boltinn 15. júní 2022 07:02
„Auðvitað þarf að fagna góðum sigrum“ Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, varð eðlilega sáttur með 3-0 útisigur liðsins gegn Þrótti í Bestu-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 14. júní 2022 23:15
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R.-Breiðablik 0-3 | Blikar skutu sér upp í annað sæti Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. Íslenski boltinn 14. júní 2022 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA-KR 3-3 | Sex marka jafntefli fyrir norðan Þór/KA og KR buðu upp á markaveislu á Akureyri í kvöld þegar liðin skildu jöfn í Bestu deild kvenna, 3-3. Íslenski boltinn 14. júní 2022 22:21
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Valur 0-1| Anna Rakel hetja Vals Valur gerði góða ferð á Suðurlandið og vann 0-1 sigur á Selfossi. Anna Rakel Pétursdóttir kom Val yfir á 19. mínútu og reyndist það vera sigurmark leiksins. Íslenski boltinn 14. júní 2022 22:03
„Loksins hitti Anna Rakel helvítis boltann með vinstri“ Valur vann 0-1 útisigur á Selfossi þar sem Anna Rakel Pétursdóttir gerði sigurmarkið. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ánægður með leik kvöldsins. Sport 14. júní 2022 21:35
Hollendingar stálu sigrinum gegn Wales | Færeyingar snéru taflinu við Það var nóg um að vera í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld, en alls voru spilaðir tólf leikir. Hollendingar unnu dramatískan 3-2 sigur gegn Wales og Færeyingar gerðu 2-2 jafntefli gegn Lúxemborg eftir að hafa lent 2-0 undir. Fótbolti 14. júní 2022 21:32
„Leikmennirnir sjá að þær geta spilað fótbolta“ „Þetta var góður leikur, mér fannst við vera aðeins betri en þær í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum. Við hefðum geta tapað leiknum í lokin en sem betur fer gerðum við vel,“ sagði Christopher Thomas Harrington þjálfari KR eftir jafntefli á móti Þór/KA á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld. Sport 14. júní 2022 21:30
Fyrsti sigur Keflvíkinga í rúman mánuð Keflavík vann langþráðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í níundu umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 14. júní 2022 21:12
„Ég er mjög ánægður með þessi þrjú stig“ Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, var sáttur með sigurinn á móti Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti ÍBV sér upp í 2. sæti deildarinnar, í bili. Mark ÍBV kom undir lok fyrri hálfleiks, lokatölur 1-0. Fótbolti 14. júní 2022 21:07
Þjóðverjar tóku Evrópumeistarana í kennslustund Þjóðverjar unnu afar sannfærandi 5-2 sigur er liðið tók á móti Evrópumeisturum Ítala í 3. riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta í kvöld. Fótbolti 14. júní 2022 20:44
Vandræði Englendinga halda áfram Enska landsliðið í knattspyrnu er enn án sigurs í 3. riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar eftir 0-4 tap gegn Ungverjum á heimavelli í kvöld. Fótbolti 14. júní 2022 20:33
Kosta Ríka seinasta þjóðin til að tryggja sér sæti á HM Kosta Ríka varð í kvöld seinasta þjóðin til að bóka farseðilinn á HM í Katar sem fram fer í lok árs er liðið vann 1-0 sigur gegn Nýja-Sjálandi í umspilsleik þjóðanna. Fótbolti 14. júní 2022 19:59
Liverpool staðfestir komu Núñez | Gæti orðið sá dýrasti í sögu félagsins Darwin Núñez er orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool. Félagið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum fyrr í kvöld. Enski boltinn 14. júní 2022 18:59
Ljóst hvaða liðum Ísland gæti mætt í EM-umspili U21 Nú er það orðið ljóst hvaða sjö lið fylgja íslenska U21 árs landsliðinu í fótbolta í umspil um laus sæti á EM 2023. Fótbolti 14. júní 2022 18:06
Tottenham að fá eftirsóttan miðjumann frá Brighton Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur samþykkt að greiða Brighton & Hove Albion 30 milljónir punda fyrir miðjumanninn Yves Bissouma. Enski boltinn 14. júní 2022 17:31
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-ÍBV 0-1 | Eyjakonur sóttu stigin þrjú Nýliðar Aftureldingar tóku á móti ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta. Afturelding er í fallsæti á meðan ÍBV er í 6. sæti. Eina mark leiksins kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og var það Olga Sevcova sem kom ÍBV í 1-0. Íslenski boltinn 14. júní 2022 17:15
Mourinho náði í Matic enn á ný Serbneski miðjumaðurinn Nemanja Matic hefur yfirgefið ensku úrvalsdeildina og skrifað undir samning til eins árs við ítalska knattspyrnufélagið Roma. Fótbolti 14. júní 2022 16:31
Flug KR frestast sem og leikurinn fyrir norðan Leikur Þórs/KA og KR í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld frestast um klukkustund og hefst klukkan 19:00. Breyting verður á sýningarrás leiksins og verður hann sýndur beint á Vísi.is. Íslenski boltinn 14. júní 2022 16:15
Sjáðu Hlín svara hraustlega fyrir sig í nótt eftir EM-valið Hlín Eiríksdóttir er ein af þeim sem voru allra næst því að ná sæti í EM-hópi Íslands sem tilkynntur var síðasta laugardag en urðu að bíta í það súra epli að fá ekki sæti. Hún sendi landsliðsþjálfaranum skýr skilaboð með frammistöðu sinni í nótt. Fótbolti 14. júní 2022 16:00
Hinn íslensk-ættaði Tomasson tekur við Blackburn Hinn 45 ára gamli Jon Dahl Tomasson hefur tekið við þjálfun Blackburn Rovers í ensku B-deildinni. Tomasson gerði Malmö FF í Svíþjóð að meisturum tvö ár í röð áður en hann sagði óvænt upp í desember á síðasta ári. Enski boltinn 14. júní 2022 15:00
Man. Utd gerði Eriksen tilboð Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur gert Dananum Christian Eriksen tilboð í von um að fá þennan þrítuga miðjumann frítt til félagsins í sumar. Enski boltinn 14. júní 2022 14:40
Xavi sagður ósáttur við Piqué sem svarar fyrir sig Xavi Hernández, þjálfari Barcelona, er sagður íhuga að losa sig við fyrrum liðsfélaga sinn til margra ára, Gerard Piqué. Sá síðarnefndi virðist hins vegar tilbúinn að gera margt til að vera áfram. Fótbolti 14. júní 2022 14:30
Stórleikir í Laugardal og á Selfossi Níunda umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fer fram í kvöld. Tveir stórleikir eru á dagskrá og þá verða herlegheitin gerð upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 22.00 í kvöld. Íslenski boltinn 14. júní 2022 13:30
Ingvar meiddist með landsliðinu og missir af umspilinu Ingvar Jónsson, markvörður Víkings í Reykjavík, verður frá næstu vikurnar vegna sprungu í handarbeini. Hann missir af umspili Víkinga í Meistaradeild Evrópu. Íslenski boltinn 14. júní 2022 13:01
Íhugar að selja Everton eftir erfiða eignartíð Farhad Moshiri, meirihlutaeigandi í Everton á Englandi, íhugar að selja félagið ef marka má breska fjölmiðla. Moshiri bað stuðningsmenn félagsins afsökunar á mistökum sem hafa verið gerð í hans eigendatíð. Fótbolti 14. júní 2022 12:01
Kompany nýr þjálfari Jóhanns Bergs Belginn Vincent Kompany, fyrrum varnarmaður Manchester City, er tekinn við þjálfun Burnley á Englandi. Jóhann Berg Guðmundsson er leikmaður félagsins, en það féll úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í vor. Fótbolti 14. júní 2022 11:30
Blikar til Andorra en KR-ingar til Póllands Dregið var í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í dag og voru bæði Breiðablik og KR í pottinum. Íslenski boltinn 14. júní 2022 11:21
Lars myndi ekki spila eins og Arnar Þór Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, var sérfræðingur Viaplay á leik Íslands og Ísrael á Laugardalsvelli. Svínn fór yfir víðan völl er varðar landsliðið en eftir leik ræddi Lars meðal annars hvernig hann myndi spila ef hann væri við stjórnvölinn. Fótbolti 14. júní 2022 11:01
Víkingar myndu mæta sínum gamla þjálfara Ef að Íslands- og bikarmeistarar Víkings komast í gegnum forkeppnina í Meistaradeild Evrópu í fótbolta bíður þeirra slagur við sænska meistaraliðið Malmö. Íslenski boltinn 14. júní 2022 10:29