Jörundur Áki tekur tímabundið við af Arnari en þó bara við hluta af starfinu Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið Jörund Áka Sveinsson til að létta á störfum landsliðsþjálfarans Arnars Þórs Viðarsson sem hefur sinnt tveimur störfum fyrir sambandið undanfarna átján mánuði. Fótbolti 30. júní 2022 08:01
„Liðið verður tilbúið fyrir EM, það er alveg klárt“ Sara Björk Gunnarsdóttir, leikjahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var að vonum ánægð með sigur liðsins gegn Pólverjum í lokaleik Íslands fyrir Evrópumeistaramótið. Hún segir að liðið hafi fundið taktinn í síðari hálfleik og að það sé klárt að íslensku stelpurnar verði klárar fyrir EM. Fótbolti 30. júní 2022 07:01
Umboðsmaður Rooneys gæti verið í veseni eftir að hafa borgað laun leikmanna Paul Stretford, umboðsmaður knattspyrnuþjálfarans Wayne Rooney, sætir nú rannsókn af hálfu enska knattspyrnusambandsins, FA, eftir að hann var sakaður um að hafa borgað leikmönnum og starfsfólki Derby County laun í laumi. Enski boltinn 29. júní 2022 23:30
„Ótrúlega ánægð að fara inn á EM með sigur“ Glódís Perla Viggósdóttir fór yfir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn því pólska fyrr í dag þar sem Ísland vann góðan 1-3 sigur í lokaleik sínum áður en Evrópumeistaramótið hefst í næstu viku. Hún segir liðið hafa sýnt gott hugarfar í leiknum og að það sé mikilvægt að taka sigur með sér inn á EM. Fótbolti 29. júní 2022 22:31
Toppliðin skildu jöfn og Víkingur upp í þriðja sæti Þrír leikir voru á dagskrá í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. FH og Tindastóll skiptu stigunum á milli sín þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í toppslag deildarinnar, Víkingur R. lyfti sér upp í þriðja sætið með 0-2 sigri gegn Fjölni og Grindavík og Fylkir gerðu markalaust jafntefli. Fótbolti 29. júní 2022 21:09
Alfons og félagar í 16-liða úrslit eftir nauman sigur í Íslendingaslag Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt unnu nauman 0-1 sigur er liðið heimsótti Íslendingalið Vålerenga í 32-liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í fótbolta í kvöld. Fótbolti 29. júní 2022 20:12
Lukaku genginn í raðir Inter á nýjan leik Belgíski framherjinn Romelu Lukaku er genginn í raðir Inter Milan á nýjan leik. Leikmaðurinn hefur verið lánaður frá Chelsea til Inter, aðeins tæpu ári eftir að hann fór í hina áttina fyrir metfé. Enski boltinn 29. júní 2022 19:46
„Sýndu sitt rétta andlit í seinni hálfleik“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með sigur liðsins gegn Póllandi í seinasta leik íslenska landsliðsins áður en Evrópumeistaramótið tekur við. Íslenska liðið lék vel í síðari hálfleik og Þorsteinn einbeitti sér að honum. Fótbolti 29. júní 2022 19:16
María lék allan leikinn í sigri gegn Dönum María Þórisdóttir og stöllur hennar í norska landsliðinu í fótbolta unnu góðan 1-2 sigur er liðið heimsótti Dani í lokaundirbúningi liðanna fyrir Evrópumeistaramótið í fótbolta sem hefst eftir slétta viku. Fótbolti 29. júní 2022 18:00
Hólmbert skaut Lillestrøm í 16-liða úrslit | Öruggt hjá Bjarna og félögum Sjö leikir fóru fram í 32-liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í fótbolta í dag og það voru Íslendingar í eldlínunni í tveimur þeirra. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði eina mark leiksins er Lillestrøm vann 1-0 sigur gegn Ålesund og Bjarni Antonsson var í byrjunarliði Start sem vann öruggan 0-3 útisigur gegn Moss. Fótbolti 29. júní 2022 17:54
Santiago Bernabeu verður einn fjölhæfasti íþróttaleikvangur heims Þú ferð ekki bara á fótboltaleiki á Santiago Bernabeu á næstu árum og nú er hægt að sjá hvernig Spánverjarnir fara að því að breyta leikvanginum á milli íþróttaviðburða. Fótbolti 29. júní 2022 16:30
Umfjöllun og myndir: Pólland - Ísland 1-3 | Flottur síðari hálfleikur en betur má ef duga skal Ef til vill segir það allt um gæði íslenska landsliðsins og þá kröfur sem gerðar eru á að liðið að 3-1 útisigur á Póllandi er ekki talið nægilega gott. Eftir að lenda 1-0 undir í blálok fyrri hálfleiks svaraði íslenska liðið með þremur mörkum í þeim síðari og vann að mörgu leyti sannfærandi sigur. Fótbolti 29. júní 2022 15:35
Liverpool strákurinn kom enska 19 ára landsliðinu í úrslitaleikinn England og Ísrael munu spila til úrslita um Evrópumeistaratitil nítján ára landsliða en undanúrslitaleikirnir fóru fram í gær. Enski boltinn 29. júní 2022 14:31
RÚV náði ekki sambandi við Pólland og sýnir því ekki landsleikinn Margir hafa eflaust tekið eftir því að lokaleikur kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu fyrir Evrópumeistaramótið er hvergi sjáanlegur. Ástæðan er einföld; tæknilegir örðuleikar. Innlent 29. júní 2022 14:28
Fram kaupir Almar frá Val Fram hefur keypt Almar Ormarsson frá Val. Hann snýr því aftur til liðsins sem hann lék með á árunum 2008-13. Almarr skrifaði undir tveggja ára samning við Fram. Íslenski boltinn 29. júní 2022 12:37
Viðar Örn, Brynjar Ingi og félagar fá hjálp íþróttasálfræðings Það er óhætt að segja að lítið hafi gengið hjá Íslendingaliðinu Vålerenga að undanförnu í norsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Fótbolti 29. júní 2022 12:30
Sara Björk byrjar sinn fyrsta landsleik í næstum því nítján mánuði Sara Björk Gunnarsdóttir er í byrjunarliði Íslands fyrir síðasta leik liðsins fyrir EM í Englandi. Fótbolti 29. júní 2022 12:26
Ellefu dagar í EM: Minnst af fjórum systkinum og spilar FIFA við soninn Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hinn stóri og stæðilegi markvörður liðsins, Sandra Sigurðardóttir, er næst á dagskrá. Fótbolti 29. júní 2022 11:00
Segja af sér og lýsa yfir vantrausti á aðalstjórn ÍBV Stjórn handknattleiksdeildar ÍBV hefur lýst yfir vantrausti á aðalstjórn félagsins og séð sig tilneydda að segja af sér störfum. Handbolti 29. júní 2022 10:55
Maguire fékk frí frá fyrstu æfingum United til að njóta hveitibrauðsdaganna Manchester United hóf í vikunni æfingar undir stjórn nýja knattspyrnustjórans Erik ten Hag. Það voru þó ekki allir leikmenn liðsins mættir á svæðið til að sýna sig og sanna fyrir nýja stjóranum. Enski boltinn 29. júní 2022 10:31
Glugginn opinn en hvaða lið grípa í veskið? Íslensk knattspyrnufélög geta núna stundað viðskipti að vild því félagaskiptaglugginn var opnaður í dag og verður ekki lokað fyrr en á miðnætti 26. júlí. Íslenski boltinn 29. júní 2022 10:01
Beðið eftir að Arsenal staðfesti endanlega Gabriel Jesus Gabriel Jesus kláraði læknisskoðun hjá Arsenal og allt er klárt milli Manchester City og Arsenal samkvæmt heimildum eins mesta skúbbara fótboltans í dag. Enski boltinn 29. júní 2022 07:42
Hafa safnað yfir 20 þúsund undirskriftum til að mótmæla styrktaraðila Everton Yfir 20 þúsund manns hafa sett nafn sitt á undirskriftalista þar sem nýjum aðalstyrktaraðila Everton er mótmælt. Enska úrvalsdeildarfélagið mun bera auglýsingu frá veðmálafyrirtæki framan á treyjum sínum á næsta tímabili og það hefur farið heldur illa í stupningsmenn félagsins. Enski boltinn 29. júní 2022 07:01
Fullyrðir að Chelsea og Leeds séu búin að ná samkomulagi um kaupin á Raphinha Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano fullyrðir á Twitter-síðu sinni að Chelsea og Leeds séu búin að ná samkomulagi um kaupin á brasilíska kantmanninum Raphinha. Enski boltinn 28. júní 2022 23:01
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Víkingur 0-6| Helgi og Logi gerðu báðir þrennu er meistararnir fóru illa með Selfyssinga Víkingur Reykjavík valtaði yfir Selfoss 0-6. Helgi Guðjónsson fór á kostum og gerði fyrstu þrjú mörk meistaranna. Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson tók síðan við keflinu og gerði næstu þrjú mörkin.Víkingur Reykjavík verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 28. júní 2022 22:25
Karl Friðleifur: Gott að halda hreinu á grasvelli Víkingur Reykjavík valtaði yfir Selfoss á Jáverk-vellinum 0-6. Karl Friðleifur Gunnarsson, bakvörður Víkings, var ánægður með að vera kominn í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Sport 28. júní 2022 22:03
Hollendingar tryggðu íslensku stelpunum í það minnsta sæti í umspili Holland vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Hvíta-Rússlandi í C-riðli okkar Íslendinga í umspili HM 2023 sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Fótbolti 28. júní 2022 20:35
Belgía vann stórsigur í lokaleik sínum fyrir EM Belgía, sem mun leika í sama riðli og Ísland á EM í fótbolta í sumar, endaði undirbúning sinn fyrir mótið með því að vinna afar öruggan 6-1 sigur gegn Lúxemborg í kvöld. Fótbolti 28. júní 2022 19:59
Lærisveinar Brynjars Björns enn á botninum eftir þriðja jafnteflið í röð Brynjar Björn Gunnarsson og lærisveinar hans í Örgryte eru enn á botni sænsku B-deildarinnar í fótbolta eftir 2-2 jafntefli gegn Jönköping í kvöld. Fótbolti 28. júní 2022 19:05
Enn eitt aðsóknarmetið á kvennaleik er Svíþjóð hafði betur gegn Brasilíu Aldrei hafa fleiri áhorfendur fylgst með kvennaleik í Svíþjóð en þegar heimakonur unnu 3-1 sigur gegn Brasilíu í vináttulandsleik á Friends Arena í Solna í kvöld. Fótbolti 28. júní 2022 18:23