Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Liðið verður tilbúið fyrir EM, það er alveg klárt“

Sara Björk Gunnarsdóttir, leikjahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var að vonum ánægð með sigur liðsins gegn Pólverjum í lokaleik Íslands fyrir Evrópumeistaramótið. Hún segir að liðið hafi fundið taktinn í síðari hálfleik og að það sé klárt að íslensku stelpurnar verði klárar fyrir EM.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ótrúlega ánægð að fara inn á EM með sigur“

Glódís Perla Viggósdóttir fór yfir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn því pólska fyrr í dag þar sem Ísland vann góðan 1-3 sigur í lokaleik sínum áður en Evrópumeistaramótið hefst í næstu viku. Hún segir liðið hafa sýnt gott hugarfar í leiknum og að það sé mikilvægt að taka sigur með sér inn á EM.

Fótbolti
Fréttamynd

Toppliðin skildu jöfn og Víkingur upp í þriðja sæti

Þrír leikir voru á dagskrá í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. FH og Tindastóll skiptu stigunum á milli sín þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í toppslag deildarinnar, Víkingur R. lyfti sér upp í þriðja sætið með 0-2 sigri gegn Fjölni og Grindavík og Fylkir gerðu markalaust jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

„Sýndu sitt rétta andlit í seinni hálfleik“

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með sigur liðsins gegn Póllandi í seinasta leik íslenska landsliðsins áður en Evrópumeistaramótið tekur við. Íslenska liðið lék vel í síðari hálfleik og Þorsteinn einbeitti sér að honum.

Fótbolti
Fréttamynd

María lék allan leikinn í sigri gegn Dönum

María Þórisdóttir og stöllur hennar í norska landsliðinu í fótbolta unnu góðan 1-2 sigur er liðið heimsótti Dani í lokaundirbúningi liðanna fyrir Evrópumeistaramótið í fótbolta sem hefst eftir slétta viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Fram kaupir Almar frá Val

Fram hefur keypt Almar Ormarsson frá Val. Hann snýr því aftur til liðsins sem hann lék með á árunum 2008-13. Almarr skrifaði undir tveggja ára samning við Fram.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Víkingur 0-6| Helgi og Logi gerðu báðir þrennu er meistararnir fóru illa með Selfyssinga

Víkingur Reykjavík valtaði yfir Selfoss 0-6. Helgi Guðjónsson fór á kostum og gerði fyrstu þrjú mörk meistaranna. Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson tók síðan við keflinu og gerði næstu þrjú mörkin.Víkingur Reykjavík verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn