Sjáðu sýningu Breiðabliks og sigurmark KR Breiðablik og KR unnu bæði sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Breiðablik lagði Santa Coloma frá Andorra 4-1 og flýgur áfram í næstu umferð á meðan KR er úr leik þrátt fyrir 1-0 sigur á heimavelli gegn Pogón Szczecin. Mörkin úr báðum leikjum má sjá hér að neðan. Fótbolti 15. júlí 2022 09:31
Karólína Lea sló í gær bæði met Dagnýjar og met Hólmfríðar Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir setti alls konar met með marki sínu á móti Ítalíu í gær en með því varð hún yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir Ísland í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna. Fótbolti 15. júlí 2022 09:01
Sjáðu stórbrotið mark Karólínu Leu, súrt mark Ítalíu og magnaða markvörslu Söndru Það var líf og fjör í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í gær. Ísland og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli þar sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði glæsilegt mark. Frakkland vann Belgíu 2-1 þar sem sigurliðið brenndi af vítaspyrnu sem gæti reynst íslenska liðinu dýr. Fótbolti 15. júlí 2022 08:30
Lingard gæti elt Rooney til Washington Wayne Rooney tók nýverið við stjórnartaumunum hjá DC United í MLS-deildinni í Banadríkjunum. Hann hefur nú þegar sótt fyrrverandi lærisvein sinn hjá Derby County og þá gæti farið svo að Jesse Lingard færi sig um set. Fótbolti 15. júlí 2022 08:01
Myndir: Skin og skúrir hjá Stelpunum okkar Leikur Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta var mikill tilfinningarússíbani eins og sjá má glögglega á frábærum myndum sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis tók á leiknum. Fótbolti 15. júlí 2022 07:46
Lyfjaeftirlitið fylgdi manni leiksins inn á blaðamannafundinn Ítalska knattspyrnukonan Barbara Bonansea var valin maður leiksins í leiknum á móti Íslandi í gær. Fótbolti 15. júlí 2022 07:00
Umfjöllun: Stelpurnar okkar sluppu með stigið en tóku sögulegt skref Íslensku stelpurnar gátu verið svekktar með jafntefli í fyrsta leiknum á móti Belgíu á EM í Englandi en þær gátu þakkað fyrir stigið í öðrum leiknum á móti Ítalíu. Ísland og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli í Manchester í dag þar sem Ítalir voru mun betra liðið eftir sannkallaða draumabyrjun íslenska liðsins. Fótbolti 14. júlí 2022 23:30
Fyrsti sigur Þróttar Vogum í næstefstu deild Þróttur Vogum hafði betur í fyrsta skipti í sögu félagsins í leik í næstefstu deild í fótbotla karla þegar liðið lagði nágranna sína, Grindavík, að velli með tveimur mörkum gegn engu í kvöld. Fjórir leikir fóru fram í 12. umferð deildarinnar í kvöld. Fótbolti 14. júlí 2022 22:30
Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar. Fótbolti 14. júlí 2022 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Santa Coloma 4-1 | Blikar fóru örugglega áfram Breiðablik flaug áfram í næstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu með 4-1 sigri á Santa Coloma frá Andorra. Breiðablik lenti reyndar óvænt 0-1 undir í kvöld en það kom ekki að sök. Lokatölur í einvíginu 5-1 og Blikar komnir áfram. Fótbolti 14. júlí 2022 21:50
Sagði síðari hálfleikinn frábæran og vildi ekki tjá sig um orðróma tengda Norrköping Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með seinni hálfleik sinna manna í 4-1 sigrinum á Santa Coloma í leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þá vildi hann ekki tjá sig um sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping en fyrr í kvöld orðuðu sænskir fjölmiðlar hann við starfið. Fótbolti 14. júlí 2022 21:40
Umfjöllun: Frakkland-Belgía 2-1 | Frakkar þriðja liðið sem kemst í átta liða úrslit Frakkland tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta með 2-1 sigri sínum gegn Belgíu í leik liðanna í D-riðli mótsins í kvöld. Fótbolti 14. júlí 2022 21:12
Umfjöllun: KR-Pogón 1-0 | Allt annað að sjá KR-liðið á Meistaravöllum í kvöld KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri. Fótbolti 14. júlí 2022 20:06
Óskar Hrafn ku vera á lista hjá Norrköping Samkvæmt Aftonbladet er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, einn þeirra sem kemur til greina sem næsti þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping. Fótbolti 14. júlí 2022 20:04
Sara Björk: Við eigum það til að vilja fara erfiðu leiðina, íslensku leiðina Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var að vonum ekki ánægð með úrslit leiksins þó það sé jákvætt að liðið sé taplaust þegar hér er komið við sögu á EM í fótbolta. Sara hefur átt betri leiki í búning íslenska liðsins en var brött fyrir komandi verkefni þrátt fyrir 1-1 jafnteflið á móti Ítalíu. Fótbolti 14. júlí 2022 19:44
Karólína Lea: Ég mun ekki sofa mikið í nótt Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom Íslandi yfir strax á þriðju mínútu gegn Ítölum í dag en átti möguleika á að bæta við marki í síðari hálfleiknum en brást þá bogalistin. Hún var svekkt í leikslok. Fótbolti 14. júlí 2022 19:34
Glódís: Óþarfa mark sem við fengum á okkur Glódís Perla Viggódóttir átti góða vakt í hjarta varnar íslenska landsliðsins í knattspyrnu á mót Ítalíu fyrr í dag. Hún var svekkt með markið sem Ísland fékk á sig og úrslitin en leikurinn endaði 1-1. Fótbolti 14. júlí 2022 19:23
Gunnhildur Yrsa: Sandra átti stórkostlegan leik Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir stóð í ströngu á miðju íslenska liðsins í dag. Hún var stolt af liðsfélögum sínum í dag og sagði að þær ætluðu að fara erfiðu leiðina í 8-liða úrslitin. Fótbolti 14. júlí 2022 19:18
Of stutt á milli leikja fyrir aldursforseta liðsins Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var ánægður með frammistöðu Elísu Viðarsdóttur á móti Ítalíu í dag en hún var eini leikmaðurinn sem kom inn í byrjunarliðið. Fótbolti 14. júlí 2022 19:09
Elísa: Lögðum upp með að taka Ítalina í nefið Elísa Viðarsdóttir kom inn í byrjunarlið Íslands í dag og var að vonum svekkjandi með úrslitin en fann íslenska liðið hafa góða stjórn á leiknum. Fótbolti 14. júlí 2022 19:07
Guðrún: Ætlum að sækja stig og fara áfram Guðrún Arnardóttir átti fínan leik í vörn Íslands í dag í jafnteflinu gegn Ítalíu. Hún var svekkt í leikslok og sagði að íslenska liðið ætlaði sér að sækja stig gegn Frökkum. Fótbolti 14. júlí 2022 19:06
Þorsteinn hálfdapur eftir leik en vill að Frakkar vinni Belga í kvöld Landsliðsþjálfarinn viðurkenndi að íslenska liðið hafi ekki spilað sitt besta leik í jafnteflinu á móti Ítalíu á EM í Englandi í kvöld. Fótbolti 14. júlí 2022 18:50
Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. Fótbolti 14. júlí 2022 18:20
Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. Fótbolti 14. júlí 2022 18:15
Gylfi Þór var í stúkunni í Manchester í kvöld Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, var á meðal áhorfenda á leik Íslands og Ítalíu á Evrópumóti kvenna í fótbolta í Manchester í kvöld. Fótbolti 14. júlí 2022 18:09
Hvað sagði þjóðin á Twitter? | „Sandra geggjuð! Annað bara lélegt.“ Ísland tók á móti Ítalíu í öðrum leik sínum á EM í fótbolta fyrr í dag. Leikar enduðu með jafntefli í svekkjandi leik 1-1. Eins og venja er þá höfðu bæði leikmenn og lærðir skoðun á leiknum, lögðu mat á frammistöðuna og sýndu frá stemmningunni. Fótbolti 14. júlí 2022 18:02
Arnór endurnýjar kynnin við Norrköping Arnór Sigurðsson er genginn til liðs sænska úrvalsdeildarliðið Norrköping en hann kemur þangað á lánssamningi frá CSKA Moskvu. Fótbolti 14. júlí 2022 17:35
Segir leikmenn Man Utd í betra standi en áður Marcus Rashford segir leikmenn Manchester United í betra standi eftir að Erik ten Hag tók við sem þjálfari liðsins. Rashford vonast til að koma inn í tímabilið á fleygiferð en framherjinn átti vægast sagt erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð. Enski boltinn 14. júlí 2022 16:46
Sjáðu mögnuð sigurmörk Hollands og Svíþjóðar Tveir hörkuleikir fóru fram á Evrópumóti kvenna í fótbolta í gær. Holland vann dramatískan 3-2 sigur á Portúgal og Svíþjóð vann nauman 2-1 sigur á Austurríki. Fótbolti 14. júlí 2022 15:01
Forseti Íslands með í fjörinu á troðfullu Fanzone í Manchester: Myndasyrpa Það komust færri að en vildu þegar JóiPé & Króli hituðu upp fyrir leik Íslands og Ítalíu á stuðningsmannasvæðinu í miðborg Manchester í dag. Fótbolti 14. júlí 2022 14:50