Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Sjáðu sýningu Breiða­bliks og sigur­mark KR

Breiðablik og KR unnu bæði sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Breiðablik lagði Santa Coloma frá Andorra 4-1 og flýgur áfram í næstu umferð á meðan KR er úr leik þrátt fyrir 1-0 sigur á heimavelli gegn Pogón Szczecin. Mörkin úr báðum leikjum má sjá hér að neðan.

Fótbolti
Fréttamynd

Lingard gæti elt Rooney til Washington

Wayne Rooney tók nýverið við stjórnartaumunum hjá DC United í MLS-deildinni í Banadríkjunum. Hann hefur nú þegar sótt fyrrverandi lærisvein sinn hjá Derby County og þá gæti farið svo að Jesse Lingard færi sig um set.

Fótbolti
Fréttamynd

Myndir: Skin og skúrir hjá Stelpunum okkar

Leikur Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta var mikill tilfinningarússíbani eins og sjá má glögglega á frábærum myndum sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis tók á leiknum. 

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Stelpurnar okkar sluppu með stigið en tóku sögulegt skref

Íslensku stelpurnar gátu verið svekktar með jafntefli í fyrsta leiknum á móti Belgíu á EM í Englandi en þær gátu þakkað fyrir stigið í öðrum leiknum á móti Ítalíu. Ísland og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli í Manchester í dag þar sem Ítalir voru mun betra liðið eftir sannkallaða draumabyrjun íslenska liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrsti sigur Þróttar Vogum í næstefstu deild

Þróttur Vogum hafði betur í fyrsta skipti í sögu félagsins í leik í næstefstu deild í fótbotla karla þegar liðið lagði nágranna sína, Grindavík, að velli með tveimur mörkum gegn engu í kvöld. Fjórir leikir fóru fram í 12. umferð deildarinnar í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Karólína Lea: Ég mun ekki sofa mikið í nótt

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom Íslandi yfir strax á þriðju mínútu gegn Ítölum í dag en átti möguleika á að bæta við marki í síðari hálfleiknum en brást þá bogalistin. Hún var svekkt í leikslok.

Fótbolti
Fréttamynd

Glódís: Óþarfa mark sem við fengum á okkur

Glódís Perla Viggódóttir átti góða vakt í hjarta varnar íslenska landsliðsins í knattspyrnu á mót Ítalíu fyrr í dag. Hún var svekkt með markið sem Ísland fékk á sig og úrslitin en leikurinn endaði 1-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir leik­menn Man Utd í betra standi en áður

Marcus Rashford segir leikmenn Manchester United í betra standi eftir að Erik ten Hag tók við sem þjálfari liðsins. Rashford vonast til að koma inn í tímabilið á fleygiferð en framherjinn átti vægast sagt erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð.

Enski boltinn