Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Bein útsending: KR-Stjarnan

KR tekur á móti Stjörnunni í 21. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta.  Leikurinn er afar mikilvægur fyrir bæði lið í baráttunni um sæti í efri hluta úrslitakeppninnar en sýnt er frá leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Ósammála frestunum á Englandi

Sparkspekingarnir Gary Neville, Peter Crouch og Piers Morgan eru ekki sammála þeirri ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að fresta öllum leikjum helgarinnar en leikjunum var frestað vegna andláts Elísabetar Bretlandsdrottningar. 

Enski boltinn
Fréttamynd

Sádi-Arabía sækist eftir HM 2030

HM 2022 fer fram um miðjan vetur í Katar í nóvember og desember næstkomandi. Það gæti farið svo að HM 2030 fari aftur fram um vetur ef umsókn Sáda gengur eftir.

Fótbolti
Fréttamynd

Arna Sif: Þvílíkt högg í magann

Arna Sif Ásgrímsdóttir, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins, gerði upp tapið gegn Hollandi í lokaleik undankeppni HM á þriðjudaginn sl. með Helenu Ólafsdóttur og Mist Edvardsdóttur í Bestu mörkunum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Aldrei séð neinn eins og Dembélé“

Martin Braithwaite, leikmaður Espanyol, er mjög hrifinn af Ousmane Dembélé, fyrrum liðsfélaga sínum hjá Barcelona, en Braithwaite segir að Dembélé gæti jafnvel staðist samanburðinn við Messi.

Fótbolti
Fréttamynd

Boehly vildi að Tuchel spilaði leik­kerfið 4-4-3

Í ítarlegri grein The Athletic um brottrekstur Thomas Tuchel og hvað leiddi til hans er farið djúpt ofan í það sem hefur gengið á hjá enska knattspyrnufélaginu Chelsea undanfarna mánuði. Þar kemur fram að Todd Boehly, bandarískur eigandi félagsins, hafi stungið upp á að Tuchel myndi spila leikkerfið 4-4-3.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tinda­stóll upp í Bestu deildina

Tindastóll vann öruggan 5-0 útisigur á Augnabliki í Kópavogi í Lengjudeild kvenna í kvöld. Sigurinn þýðir að Tindastóll er komið aftur upp í Bestu deild kvenna eftir aðeins ár í Lengjudeildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar Alex og Willum Þór með sína fyrstu deildar­sigra

Rúnar Alex Rúnarsson stóð milli stanganna er Alanyaspor lagði Ankaragücü í tyrknesku úrvalsdeildinni. Var þetta fyrsti sigur liðsins síðan Rúnar Alex komst í byrjunarliðið. Willum Þór Willumsson kom inn af bekknum hjá Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið vann 3-2 útisigur á Volendam.

Fótbolti
Fréttamynd

Marka­laust í Eyjum og Valur komið níu fingur á titilinn

ÍBV og Breiðablik gerðu markalaust jafntefli í Vestmannaeyjum í kvöld þar sem liðin mættust í Bestu deild kvenna í fótbolta. Jafnteflið þýðir að Valskonur, sem unnu stórsigur á KR, eru nú komnar með sex stiga forystu á toppi deildarinnar þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir.

Íslenski boltinn