Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Hörður Björg­vin og Pan­at­hinai­kos enn með fullt hús stiga | FCK stal stigi

Hörður Björgvin Magnússon og liðsfélagar hans í Panathinaikos virðast ætla að vinna öruggan sigur í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið vann sinn áttunda leik í röð í dag. Í Danmörku voru Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson í eldlínunni þegar FC Kaupmannahöfn bjargaði stigi gegn erkifjendum sínum í Bröndby í blálokin.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við vorum frábærir í fyrri hálfleik“

ÍBV vann 3-1 sigur á Fram í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld og tryggði sér því öruggt sæti í Bestu deildinni að ári. Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV var gríðarlega sáttur í leikslok. 

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 1-3 | ÍBV með þriðja sigurinn í röð

Fram tók á móti ÍBV í þriðju umferð neðri hluta Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið undir fyrir ÍBV sem þurfti sigur til að vera öruggt frá fallsæti. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur og leiddi 3-0 yfir í hálfleik. Framarar minkuðu muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til og 3-1 sigur ÍBV staðreynd. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Manchester-liðin skoruðu fjögur

Fjórum af fimm leikjum dagsins í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta er nú lokið. Manchester United og City unnu sína leiki bæði 4-0. Þá unnu Englandsmeistarar Chelsea 3-1 útisigur á Everton.

Enski boltinn
Fréttamynd

Svava Rós nálgast norska meistara­titilinn | Berg­lind Rós drap titil­vonir Kristian­stad

Svava Rós Guðmundsdóttir nældi sér í gult spjald þegar Brann vann öruggan 3-0 sigur í úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Sigurinn þýðir að Brann er hársbreidd frá norska meistaratitlinum. Þá skoraði Berglind Rós Ágústsdóttir í 3-2 sigri Örebro á Kristianstad, segja má að tapaði hafi endanlega gert út um vonir Kristianstad að verða sænskur meistari.

Fótbolti
Fréttamynd

„Rudiger er stríðsmaður“

Antonio Rudiger, leikmaður Real Madrid, er tilbúinn í slaginn fyrir stærsta leik spænskrar knattspyrnu, El Cláscio á milli Barcelona og Real, sem hefst síðar í dag þrátt fyrir þungt höfuðhögg sem Rudgier fékk fyrir í vikunni.

Fótbolti
Fréttamynd

„Brekka fyrir okkur“

Leiknir og ÍA gerðu 2-2 jafntefli í botnslag Bestu deildar karla í dag. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var ósáttur með niðurstöðuna.

Fótbolti