Aron á skotskónum en Alfreð hafði betur í Íslendingaslagnum Aron Jóhannsson komst á blað í þýsku úrvalsdeildinni í vetur en þurfti að sætta sig við tap gegn Alfreði Finnbogasyni og félögum í Augsburg á heimavelli.K Fótbolti 11. september 2016 15:30
Joe Hart gaf mark í fyrsta leik | Emil og félagar unnu á San Siro Joe Hart gaf mark strax í fyrsta leik sínum fyrir Torino í 2-1 tapi gegn Atalanta í ítölsku úrvalsdeildini en hann fór beint inn í byrjunarlið Torino eftir félagsskiptin frá Manchester City. Fótbolti 11. september 2016 15:03
Ráðleggingar Alfreðs dugðu ekki til og Aron skoraði úr víti | Myndband Nú stendur yfir leikur Werder Bremen og Augsburg í 2. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Staðan er 1-1 en klukkutími er liðinn af leiknum Fótbolti 11. september 2016 14:44
Leikur Roma og Sampdoria stöðvaður vegna rigningar | Myndbönd Leikur Roma og Sampdoria var flautaður af í ítalska boltanum í dag eftir að úrhellis rigning gerði það að verkum að ekki var hægt að halda leik áfram. Fótbolti 11. september 2016 14:25
Sigur í fyrsta heimaleik Söru Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg í 2-0 sigri á Leverkusen í fyrsta heimaleik tímabilsins en þetta var fyrsti leikur Söru í byrjunarliði þýska stórveldisins eftir félagsskiptin frá Rosengard í sumar. Fótbolti 11. september 2016 14:06
Sjáðu stórglæsilegt mark Rúnars og mark Birkis í gær | Myndband Sjáðu stórglæsilegt mark Rúnars gegn Basel í gær og annað mark Birkis í svissnesku deildinni í vetur. Fótbolti 11. september 2016 12:00
Guardiola hafði betur í fyrsta nágrannaslagnum | Sjáðu öll mörk gærdagsins Átta leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær og má sjá öll mörk dagsins á Vísi. Enski boltinn 11. september 2016 11:00
Chelsea stefnir á fjórða sigurinn í röð | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea taka á móti Chelsea í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag en Chelsea stefnir á að jafna Manchester City á toppi deildarinnar með sigri í Wales. Enski boltinn 11. september 2016 10:00
FH getur tekið risaskref í átt að titlinum | Hleypa Fylkismenn lífi í fallbaráttuna? Fjórir leikir fara fram í Pepsi-deild karla í dag en línurnar eru farnar að skýrast fyrir lokabaráttuna. FH-ingar geta tekið risaskref í átt að titlinum með sigri á Breiðablik en á sama tíma geta Fylkismenn hleypt lífi í fallbaráttuna á ný með sigri á Víking Ólafsvík. Íslenski boltinn 11. september 2016 06:00
Varnarmaður Manchester City missti tönn í nágrannaslagnum Serbneski miðvörðurinn Aleksandar Kolorov missti tönn á meðan nágrannaslagurinn í Manchester fór fram en varamarkvörður City-manna birti mynd af bakverðinum úr búningsklefanum einni tönn fátækari. Enski boltinn 10. september 2016 22:45
Ronaldo gefur til kynna að hann vilji ljúka ferlinum hjá Real Madrid Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo, gaf til kynna í dag að hann vildi leika með liðinu það sem eftir lifði ferilsins en mikið hefur verið rætt um næstu skref þessa ótrúlega knattspyrnumanns. Fótbolti 10. september 2016 22:00
Nýliðarnir í Alaves tóku óvænt stigin þrjú á Nývangi Alaves vann sennilega einn stærsta sigur í sögu félagsins er liðið tók stigin þrjú gegn Barcelona á Nývangi í kvöld en Börsungum gekk bölvanlega að skapa sér færi. Fótbolti 10. september 2016 20:15
Birkir og Rúnar báðir á skotskónum í Íslendingaslagnum Birkir Bjarnason og Rúnar Már Sigurjónsson voru báðir á skotskónum í 2-1 sigri Basel á Grasshoppers í svissnesku úrvalsdeildinni í kvöld. Fótbolti 10. september 2016 19:53
Milos: Stefndum við á Evrópu eða var ég að búa til sögur? Þjálfari Víkings telur liðið ekki betra en staða þess sýnir núna en hann virtist kasta inn hvíta handklæðinu í viðtali við Vísi eftir tapleik Víkinga gegn Fjölni, 2-1, í Fossvoginum í dag. Íslenski boltinn 10. september 2016 19:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Fjölnir 1-2 | Martin Lund hetja Fjölnis Fjölnismenn lyftu sér aftur upp í annað sæti Pepsi-deildarinnar með naumum 2-1 sigri á Víking í Víkinni. Íslenski boltinn 10. september 2016 19:45
Nýliðarnir unnu fyrsta sigurinn í efstu deild gegn Dortmund | Öll úrslit dagsins Dortmund tapaði nokkuð óvænt gegn RB Leipzig í lokaleik dagsins í þýska boltanum en þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann gekk gestunum frá Dortmund illa að skapa sér færi. Fótbolti 10. september 2016 18:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍBV 2-0 | KR afgreiddi ÍBV í síðari hálfleik Morten Beck Andersen og Óskar Örn Hauksson tryggðu KR 2-0 sigur á ÍBV, en leikið var í Frostaskjólinu í dag. Íslenski boltinn 10. september 2016 18:45
Liverpool-menn blésu til sýningar í fyrsta heimaleik tímabilsins Liverpool vann öruggan 4-1 sigur á Englandsmeisturum Leicester City í fyrsta heimaleik tímabilsins en það voru Roberto Firminho, Sadio Mane og Adam Lallana sem sáu um markaskorunina fyrir þá rauðklæddu. Enski boltinn 10. september 2016 18:15
Keflvíkingar í engum vandræðum með Leikni F. | Tíu mínútna kafli gerði út um Fjarðarbyggð Keflvíkingar fundu markaskónna í öruggum 4-0 sigri á Leikni F. á heimavelli í kvöld en með sigrinum lyftu Keflvíkingar sér aftur upp í 3. sætið. Íslenski boltinn 10. september 2016 18:13
Higuain og Pjanic sáu um Sassuolo Gonzalo Higuain sem Juventus keypti dýrum dómi frá Napoli í sumar heldur áfram að skora í treyju ítölsku meistaranna en hann skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Sassuolo í dag. Fótbolti 10. september 2016 18:04
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 1-1 | Stjarnan í draumastöðu | Sjáðu mörkin Stjarnan er komin með níu fingur á Íslandsbikarinn eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki í toppslag í Pepsi-deild kvenna í dag. Íslenski boltinn 10. september 2016 17:15
Harpa: Fékk allt í einu athygli sem ég bjóst ekki við Umtalaðasta íþróttakona Íslands um þessar mundir, Harpa Þorsteinsdóttir, lagði upp jöfnunarmark Stjörnunnar gegn Breiðabliki í toppslagnum í Pepsi-deild kvenna í dag. Íslenski boltinn 10. september 2016 17:14
Jón Daði lagði upp mark Wolves | Ragnar kom ekkert við sögu Jón Daði Böðvarsson kom inn af varamannabekknum og lagði upp mark Wolves í svekkjandi 1-1 jafntefli gegn Burton á heimavelli í Championship-deildinni en íslensku leikmennirnir áttu ekkert sérstakan dag í ensku neðri-deildunum. Enski boltinn 10. september 2016 16:30
FH kvaddi fallbaráttuna með sigri í Árbæ FH kvaddi fallbaráttuna í Pepsi-deild kvenna með 2-1 sigri á Fylki í Árbæ í kvöld en eftir sigurinn er það nánast ómögulegt að liðið falli þegar tvær umferðir eru eftir. Íslenski boltinn 10. september 2016 16:19
Watford með ótrúlega endurkomu á Ólympíuvellinum | Öll úrslit dagsins Watford fagnaði fyrsta sigri vetrarins í ótrúlegum 4-2 sigri á West Ham á Ólympíuvellinum í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag eftir að hafa lent 0-2 undir. Enski boltinn 10. september 2016 16:00
Cazorla hetjan er Arsenal slapp með skrekkinn á heimavelli Santi Cazorla var hetja Arsenal-manna í naumum 2-1 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag en Cazorla skoraði sigurmarkið af vítapunktinum í uppbótartíma. Enski boltinn 10. september 2016 16:00
Kane braut ísinn í stórsigri Tottenham Harry Kane komst á blað í öruggum 4-0 sigri Tottenham á Stoke á bet365-vellinum í dag en með sigrinum lyfti Tottenham sér upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í bili. Enski boltinn 10. september 2016 15:45
Madrídarliðin í miklu stuði | Ronaldo ekki lengi að opna markareikninginn Það tók Cristiano Ronaldo aðeins sex mínútur að skora í fyrsta leik tímabilsins í 5-2 sigri á nýliðum Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 10. september 2016 15:45
Mourinho hundóánægður með dómgæsluna: Áttum að fá tvö víti Sá portúgalski var heldur ósáttur með dómgæsluna í 1-2 tapi gegn erkifjendunum i Manchester City í dag en hann sagði dómarann hafa misst af tveimur augljósum vítaspyrnum sem lærisveinar hans áttu að fá. Enski boltinn 10. september 2016 14:15
Ótrúleg endurkoma hjá Kjartani Henry og félögum Kjartan Henry skoraði eitt marka Horsens er liðið vann 4-2 sigur á Viborg eftir að hafa lent 0-2 undir snemma leiks. Var þetta þriðji sigurleikur Horsens í röð eftir brösugt gengi framan af . Fótbolti 10. september 2016 13:49