Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Modric og Marcelo smitaðir

Real Madrid þarf að spjara sig án Króatans Luka Modric og Brasilíumannsins Marcelo í síðustu leikjum ársins í spænsku deildinni í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan skiptist á jólagjöfum við páfann

Sænski fótboltamaðurinn Zlatan Ibrahimovic er í guðatölu hjá mörgum, þar á meðal sjálfum sér. Hann fékk að heimsækja Frans páfa í Vatíkanið þar sem þeir skiptust á jólagjöfum.

Fótbolti
Fréttamynd

Spádómur Jónasar um Guðjón rættist

Spá Jónasar Þórhallssonar, fyrrverandi formanns knattspyrnudeildar Grindavíkur, um að Guðjón Þórðarson ætti eftir að eiga erfitt með að finna sér vinnu í fótboltanum hér á landi eftir að hann kærði Grindavík reyndist réttur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skoraði í hundraðasta leiknum í annað skipti á ferlinum

Riyad Mahrez, leikmaður Manchester City, skoraði eitt af sjö mörkum liðsins í stórsigri gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann var að spila sinn hundraðasta deildarleik fyrir félagið, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann skorar í sínum hundraðasta leik.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ekkert pláss fyrir Salah í heimsliði FIFPro

Í dag var tilkynnt um þá 23 leikmenn sem koma til greina í heimsliði FIFPro þetta árið. Enska úrvalsdeildin á þar tíu fulltrúa, en ekkert pláss er fyrir einn heitasta sóknarmann heimsins um þessar mundir, Mohamed Salah.

Fótbolti
Fréttamynd

Viktor Gísli og félagar enn taplausir

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG unnu nokkuð sannfærandi níu marka sigur er liðið tók á móti Sønderjyske í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur uðru 35-26, en Viktor og félagar haf ekki enn tapað leik á tímabilinu.

Handbolti
Fréttamynd

Conte til­búinn að leyfa Dele Alli að fara

Það virðist sem Antonio Conte sé sömu skoðunar og José Mourinho þegar kemur að Dele Alli, sóknarþenkjandi miðjumanni Tottenham Hotspur. Conte hefur ákveðið að leyfa Dele að fara frá félaginu í janúar, skiptir litlu máli hvort um sé að ræða lán eða sölu.

Fótbolti