Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Rútuferðir og ódýr hótel fyrir stjörnurnar?

Stjörnurnar í knattspyrnuliði Chelsea gætu þurft að ferðast með áætlunarflugi eða rútu og gista á ódýrum hótelum til að spila útileiki, vegna ákvörðunar bresku ríkisstjórnarinnar um að frysta eigur Romans Abramovich.

Enski boltinn
Fréttamynd

UEFA rannsakar hegðun forráðamanna PSG

Evrópska knattspyrnusambandið UEFA rannsakar nú hegðun forseta Paris Saint-Germain, Nasser Al-Khelaifi, og íþróttastjóra liðsins, Leonardo, eftir að þeir félagar létu öllum illum látum eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöldið.

Fótbolti
Fréttamynd

Newcastle ekki tapað í seinustu níu | Enn eitt tapið hjá Leeds

Newcastle United vann góðan 2-1 sigur gegn Southampton er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og liðið hefur nú ekki tapað deildarleik síðan fyrir jól. Þá vann Aston Villa öruggan 3-0 sigur gegn Leeds, en þeir síðarnefndu hafa tapað sjö af seinustu átta deildarleikjum sínum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Chelsea vann öruggan sigur gegn botnliðinu

Leikmennn Chelsea létu fréttir af eiganda félagsins ekki hafa áhrif á sig er liðið heimsótti botnlið Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Chelsea tók forystuna snemma leiks og vann að lokum öruggan 3-1 sigur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Gerrard vill halda Coutinho

Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, óskar eftir því að félagið tryggi sér varanlega þjónustu brasilíska leikstjórnandans Philippe Coutinho.

Enski boltinn
Fréttamynd

Guardiola: „Allir hlusta á Carson þegar hann talar“

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var ánægður að vera kominn áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir samanlagðan 5-0 sigur á Sporting frá Lisbon. Guardiola hrósaði sérstaklega hinum 36 ára gamla þriðja markverði liðsins, Scott Carson.

Fótbolti