Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Áfrýja Mascherano banninu

    Liverpool hefur ákveðið að áfrýja dómi aganefndar enska knattspyrnusambandsins sem lengdi leikbann Javier Mascherano um tvo leiki eftir að hann var rekinn af velli gegn Manchester United í síðasta mánuði.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Vörn United stefnir á félagsmet

    Sterkur sóknarleikur Manchester United hefur verið mikið í umræðunni á yfirstandandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni, en varnarleikur liðsins hefur ekki verið síðri. Fari svo sem horfir, setur United félagsmet yfir fæst mörk fengin á sig á tímabili frá stofnun úrvalsdeildarinnar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    10 lélegustu liðin í sögu úrvalsdeildarinnar

    Derby County varð á dögunum fyrsta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að falla í marsmánuði. Liðið getur enn forðað sér frá því að setja met yfir fæst stig fengin á einni leiktíð, en það bjargar liðinu ekki frá því að lenda inn á topp 10 yfir lélegustu liðin frá stofnun úrvalsdeildarinnar árið 1992.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Góða löggan og vonda löggan

    Tony Adams, aðstoðarstjóri Harry Redknapp hjá Portsmouth, segir að þeir félagar bregði sér í hlutverk góðu og vondu löggunnar í búningsklefanum hjá liðinu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Chelsea er svipur hjá sjón án Mourinho

    Framherjinn Mateja Kezman hjá Fenerbahce í Tyrklandi segir að Chelsea sé alls ekki sama liðið og það var undir stjórn Jose Mourinho. Kezman og félagar lögðu Chelsea 2-1 í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni í vikunni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    King er úr leik hjá Tottenham

    Varnarmaðurinn Ledley King hjá Tottenham getur ekki leikið meira með liði sínu á leiktíðinni og ákveðið hefur verið að hvíla hann þar sem hann hefur enn ekki náð sér af erfiðum hnémeiðslum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Er þetta ljótasti Range Rover í heimi?

    Stephen Ireland, miðjumaður Manchester City, festi nýverið kaup á Range Rover Sport jeppa. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að Ireland ákvað að splæsa forláta andlitslyftingu á jeppann. Afraksturinn má sjá á meðfylgjandi mynd. Er þetta ljótasti Range Rover jeppi í heimi?

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Vidic í myndatöku öðru sinni

    Nemanja Vidic, leikmaður Manchester United, mun í dag fara í myndatöku á vinstra hné öðru sinni eftir að hann meiddist í leik gegn Roma á þriðjudagskvöldið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Grant: Vonbrigði að tapa

    Avram Grant stjóri Chelsea segist vera vonsvikinn að hafa tapað 2-1 fyrir Fenerbache í Meistaradeildinni í kvöld en er þó ekki svartsýnn á framhaldið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ferguson og Queiroz kærðir

    Alex Ferguson, stjóri Manchester United, og Carlos Queiroz, aðstoðarmaður hans, hafa verið kærðir af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sem þeir létu falla eftir að United tapaði fyrir Portsmouth í ensku bikarkeppninni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Hermann í súrefnisklefa

    Hermann Hreiðarsson og John Utaka eru nú í kapphlaupi við tímann um að ná sér góðum fyrir leik Portsmouth gegn WBA í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley um helgina.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Grétar Rafn: Ég var heppinn

    Grétar Rafn Steinsson segir í samtali við enska fjölmiðla að hann hafi verið heppinn að sleppa við alvarleg meiðsli eftir að leikmaður Arsenal, Abou Diaby, tæklaði hann í leik Bolton og Arsenal um helgina.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ronaldo er leikmaður 32. umferðar

    Í þriðja skiptið á tímabilinu er Cristiano Ronaldo leikmaður umferðarinnar hér á Vísi en hann skoraði fyrsta markið og lagði upp þrjú í 4-0 sigri Manchester United á Aston Villa um helgina.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Benitez hrósar landa sínum

    Rafa Benitez stjóri Liverpool hrósaði markaskoraranum Fernando Torres eftir að hann skoraði sigurmark Liverpool í dýrmætum sigri þess á erkifjendunum í Everton í dag.

    Enski boltinn