Áfrýja Mascherano banninu Liverpool hefur ákveðið að áfrýja dómi aganefndar enska knattspyrnusambandsins sem lengdi leikbann Javier Mascherano um tvo leiki eftir að hann var rekinn af velli gegn Manchester United í síðasta mánuði. Enski boltinn 4. apríl 2008 12:35
Vörn United stefnir á félagsmet Sterkur sóknarleikur Manchester United hefur verið mikið í umræðunni á yfirstandandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni, en varnarleikur liðsins hefur ekki verið síðri. Fari svo sem horfir, setur United félagsmet yfir fæst mörk fengin á sig á tímabili frá stofnun úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 4. apríl 2008 12:27
10 lélegustu liðin í sögu úrvalsdeildarinnar Derby County varð á dögunum fyrsta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að falla í marsmánuði. Liðið getur enn forðað sér frá því að setja met yfir fæst stig fengin á einni leiktíð, en það bjargar liðinu ekki frá því að lenda inn á topp 10 yfir lélegustu liðin frá stofnun úrvalsdeildarinnar árið 1992. Enski boltinn 4. apríl 2008 10:08
Góða löggan og vonda löggan Tony Adams, aðstoðarstjóri Harry Redknapp hjá Portsmouth, segir að þeir félagar bregði sér í hlutverk góðu og vondu löggunnar í búningsklefanum hjá liðinu. Enski boltinn 4. apríl 2008 09:59
Chelsea er svipur hjá sjón án Mourinho Framherjinn Mateja Kezman hjá Fenerbahce í Tyrklandi segir að Chelsea sé alls ekki sama liðið og það var undir stjórn Jose Mourinho. Kezman og félagar lögðu Chelsea 2-1 í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni í vikunni. Enski boltinn 4. apríl 2008 09:49
Arsenal hefur sett sig í samband við Diego Umbolsmaður og faðir brasilíska miðjumannsins Diego hjá Werder Bremen segir að Arsenal sé eitt þeirra félaga sem hafi sett sig í samband með hugsanleg kaup í huga. Enski boltinn 3. apríl 2008 18:58
King er úr leik hjá Tottenham Varnarmaðurinn Ledley King hjá Tottenham getur ekki leikið meira með liði sínu á leiktíðinni og ákveðið hefur verið að hvíla hann þar sem hann hefur enn ekki náð sér af erfiðum hnémeiðslum. Enski boltinn 3. apríl 2008 18:54
Chelsea býður á völlinn Forsvarsmenn Chelsea ætla að borga farið og miðana fyrir stuðningsmenn félagsins sem ætla á leik liðsins við Everton þann 17. apríl. Enski boltinn 3. apríl 2008 15:31
Almunia skrifar undir - Vill klára ferilinn hjá Arsenal Manuel Almunia hefur skrifað undir nýjan samning við Arsenal og hyggst ljúka ferlinum á Emirates vellinum. Enski boltinn 3. apríl 2008 14:03
Er þetta ljótasti Range Rover í heimi? Stephen Ireland, miðjumaður Manchester City, festi nýverið kaup á Range Rover Sport jeppa. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að Ireland ákvað að splæsa forláta andlitslyftingu á jeppann. Afraksturinn má sjá á meðfylgjandi mynd. Er þetta ljótasti Range Rover jeppi í heimi? Enski boltinn 3. apríl 2008 13:40
Mascherano fær tveggja leikja bann til viðbótar Javier Mascherano hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann til viðbótar við eins leiks bannið sem hann fékk fyrir að fá tvö gul spjöld í leik Liverpool og Manchester United fyrir tveimur vikum. Enski boltinn 3. apríl 2008 13:04
Meiðsli Vidic ekki alvarleg Manchester United hefur staðfest að Nemanja Vidic verði frá næstu tvær til þrjár vikurnar. Enski boltinn 3. apríl 2008 12:16
Vidic í myndatöku öðru sinni Nemanja Vidic, leikmaður Manchester United, mun í dag fara í myndatöku á vinstra hné öðru sinni eftir að hann meiddist í leik gegn Roma á þriðjudagskvöldið. Enski boltinn 3. apríl 2008 10:35
Grant: Vonbrigði að tapa Avram Grant stjóri Chelsea segist vera vonsvikinn að hafa tapað 2-1 fyrir Fenerbache í Meistaradeildinni í kvöld en er þó ekki svartsýnn á framhaldið. Enski boltinn 2. apríl 2008 21:44
Ronaldo sá besti í heimi Bernd Schuster, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir að Cristiano Ronaldo sé besti knattspyrnumaður heimsins í dag. Enski boltinn 2. apríl 2008 16:10
Ferguson og Queiroz kærðir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, og Carlos Queiroz, aðstoðarmaður hans, hafa verið kærðir af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sem þeir létu falla eftir að United tapaði fyrir Portsmouth í ensku bikarkeppninni. Enski boltinn 2. apríl 2008 14:08
Hermann í súrefnisklefa Hermann Hreiðarsson og John Utaka eru nú í kapphlaupi við tímann um að ná sér góðum fyrir leik Portsmouth gegn WBA í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley um helgina. Enski boltinn 2. apríl 2008 11:28
De Canio ætlar með QPR í Meistaradeildina Luigi De Canio, knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins QPR, ætlar með liðið alla leið í Meistaradeild Evrópu innan fimm ára. Enski boltinn 2. apríl 2008 11:05
Hermann: Helmingslíkur að ég spili Hermann Hreiðarsson segir í samtali við Vísi að það séu í dag helmingslíkur á því að hann geti spilað með Portsmouth í undanúrslitum bikarkeppninnar um helgina. Enski boltinn 1. apríl 2008 18:01
Hermann missir líklega af leiknum á Wembley Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, segir að líklegt sé að Hermann Hreiðarsson geti ekki leikið með félaginu gegn WBA á laugardaginn í undanúrslitum bikarkeppninnar. Enski boltinn 1. apríl 2008 17:50
Grétar Rafn: Úrslitaleikur gegn Aston Villa Grétar Rafn Steinsson segir að hans menn í Bolton verði að vinna Aston Villa um næstu helgi ætli þeir sér að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 1. apríl 2008 15:00
Robert á leið frá Derby Frakkinn Laurent Robert virðist hafa leikið sinn síðasta leik með Derby eftir aðeins tveggja mánaða dvöl hjá félaginu. Enski boltinn 1. apríl 2008 14:20
Bentley íhugar að fara frá Blackburn David Bentley hefur gefið í skyn að hann kunni að yfirgefa Blackburn til að festa sig í sessi sem landsliðsmaður Englendinga. Enski boltinn 1. apríl 2008 11:23
Capello sætir rannsókn ákæruyfirvalda á Ítalíu Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, mun sæta rannsókn af hálfu ríkissaksóknara Ítalíu þar sem hann er talinn hafa gefið rangan vitnisburð í dómsmáli. Enski boltinn 31. mars 2008 14:56
Rio Ferdinand vill klára feril sinn á Old Trafford Rio Ferdinand segist vilja framlengja samning sinn við Manchester United þannig að hann klári feril sinn hjá félaginu. Enski boltinn 31. mars 2008 13:53
Keegan ætlar með Newcastle í efri hluta deildarinnar Kevin Keegan segir nú að markmið Newcastle sé að ljúka tímabilinu í efri hluta deildarinnar en sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Enski boltinn 31. mars 2008 13:17
Grétar Rafn: Ég var heppinn Grétar Rafn Steinsson segir í samtali við enska fjölmiðla að hann hafi verið heppinn að sleppa við alvarleg meiðsli eftir að leikmaður Arsenal, Abou Diaby, tæklaði hann í leik Bolton og Arsenal um helgina. Enski boltinn 31. mars 2008 12:50
Ronaldo er leikmaður 32. umferðar Í þriðja skiptið á tímabilinu er Cristiano Ronaldo leikmaður umferðarinnar hér á Vísi en hann skoraði fyrsta markið og lagði upp þrjú í 4-0 sigri Manchester United á Aston Villa um helgina. Enski boltinn 31. mars 2008 11:28
Benitez hrósar landa sínum Rafa Benitez stjóri Liverpool hrósaði markaskoraranum Fernando Torres eftir að hann skoraði sigurmark Liverpool í dýrmætum sigri þess á erkifjendunum í Everton í dag. Enski boltinn 30. mars 2008 20:00
Sorgardagur fyrir Tottenham Gus Poyet, aðstoðarstjóri Tottenham, var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í dag þegar þeir steinlágu heima fyrir Newcastle. Enski boltinn 30. mars 2008 19:15