
Liverpool og Chelsea fylgjast grannt með stöðu mála hjá Osimhen
Ensku úrvalsdeildarfélögin Liverpool og Chelsea fylgjast grannt með samningsstöðu Victors Osimhen um þessar mundir.
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Ensku úrvalsdeildarfélögin Liverpool og Chelsea fylgjast grannt með samningsstöðu Victors Osimhen um þessar mundir.
Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, reynir eftir bestu getu að halda sjálfum sér og leikmönnum sínum á jörðinni þrátt fyrir að liðið sé með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Hann vill þó að stuðningsmenn liðsins láti sér dreyma um titilinn.
Gabriel Jesus og Thomas Partey munu missa af næstu leikjum enska knattspyrnuliðsins Arsenal. Talið er að þeir verði frá næstu vikurnar.
Tottenham Hotspur er nú með fimm stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-1 útisigur á Crystal Palace í fyrsta leik helgarinnar.
Knattspyrnustjóri Chelsea segir að eiginkona sín sé ekkert sérstaklega sátt með að leikurinn gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni hafi verið færður yfir á aðfangadag.
Þrátt fyrir að Erik ten Hag hafi bara tekið við Manchester United fyrir einu og hálfu ár finnst Jamie Carragher eins og liðið virðist vera á endastöð. Hann sér ekki mikla breytingu á frammistöðu United undir stjórn Ten Hags og forvera hans í starfi.
Liverpool skoraði fimm mörk á Anfield í gærkvöldi í 5-1 sigri á franska félaginu Toulouse í Evrópudeildinni.
Manchester United bætti metið í heildartekjum félags í ensku úrvalsdeildinni á einu fjármagnsári.
André Onana, markvörður Manchester United, hefur beðið enska knattspyrnusambandið um að hætta að rannsaka samfélagsmiðlafærslu Alejandro Garnacho eftir að Argentínumaðurinn birti mynd af Onana og lét tjákn með górillum fylgja með.
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City hefur dæmt tvö ungmenni í bann frá leikjum liðsins fyrir „viðbjóðslega söngva“ um Sir Bobby Charlton í kjölfar andláts knattspyrnumannsins fyrrverandi.
Í fyrsta sinn frá 1995 og aðeins í annað sinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar verður leikið á aðfangadag jóla.
Michael Owen hefur ekki rætt við Alan Shearer síðan þeir deildu opinberlega vegna ævisögu þess fyrrnefnda fyrir fjórum árum.
Ítalski knattspyrnumaðurinn Sandro Tonali hefur verið dæmdur í tíu mánaða bann vegna þess að hann veðjaði á eigin leiki.
Það má með sanni segja að Wayne Rooney hafi átt erfiða byrjun sem knattspyrnustjóri enska B-deildar liðsins Birmingham City. Liðið er búið að tapa báðum leikjum sínum eftir að Rooney tók við stjórnartaumunum og eftir tap gærkvöldsins bauluðu stuðningsmenn Birmingham á Rooney.
Solly March og Danny Welbeck, leikmenn Brighton í ensku úrvalsdeildinni, verða frá keppni til lengri tíma vegna meiðsla sem þeir urðu fyrir í leik liðsins gegn Manchester City síðustu helgi.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings, er líka harður stuðningsmaður Manchester United og hann hefur áhyggjur af sínu liði eftir byrjunina á tímabilinu.
Ange Postecoglou er nafn sem fáir knattspyrnuáhugamenn sáu örugglega fyrir sér sem einn af stóru stjórunum í ensku úrvalsdeildinni þegar síðasta tímabili lauk en aðeins á nokkrum mánuðum hefur ástralski Grikkinn heldur betur hoppað upp metorðalistann. Í fyrrakvöld varð hann einstakur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Bill Kenwright, stjórnarformaður Everton, lést í gær 78 ára gamall. Margir hafa minnst hans eftir að fréttirnar bárust.
Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, segir að liðið sitt muni bara verða betra eftir því sem líður á tímabilið.
Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, gerir ráð fyrir því að ítalski miðjumaðurinn Sandro Tonali verði klár í slaginn er liðið tekur á móti Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu á morgun, þrátt fyrir það að leikmaðurinn sæti rannsókn fyrir brot á veðmálareglum.
Þeir sem halda að Harry Maguire hafi verið vandamálið hjá Manchester United ættu að velta aðeins fyrir sér tölfræði yfir sigurleiki liðsins með og án enska landsliðsmiðvarðarins.
Búist er við því að spænski markvörðurinn David Raya haldi sæti sínu í byrjunarliði Arsenal þrátt fyrir að hafa gert mistök í leiknum gegn Chelsea um helgina.
Enginn leikmaður hefur haft meiri áhrif í ensku úrvalsdeildinni í vetur en James Maddison hjá Tottenham. Þetta segir sparkspekingurinn Jamie Carragher.
Ilkay Gundogan kvaddi Manchester City í sumar eftir magnað tímabil þar sem hann sem fyrirliði liðsins tók við þremur stórum bikurum þar sem City vann hina eftirsóttu þrennu.
Manchester United og Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn mætast í kvöld á fyrra Meistaradeildarkvöldi vikunnar og það verða mörg augu á þessum leik í Manchester.
Mohamed Salah er besti leikmaður Liverpool í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta var samdóma álit sérfræðinga Daily Mail.
Einföld liðsmynd af atvinnumannaliði í fótbolta ætti nú ekki að skapa mikla umræðu eða komast í fréttirnar en kvennaliði Arsenal tókst það engu að síður.
Ange Postecoglou og lærisveinar hans í Tottenham eru áfram á toppnum í ensku úrvalsdeildinni eftir að níunda umferðina kláraðist í gærkvöldi.
Markvörðurinn David Raya gekk í raðir Arsenal frá Brentford á láni fyrir núverandi leiktíð. Aaron Ramsdale hafði staðið vaktina í marki Arsenal undanfarin ár og hélt því áfram áður en Raya tók stöðuna af honum. Hvorugur hefur þó sýnt sínar bestu hliðar.
Tottenham Hotspur er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar þökk sé 2-0 sigri á nágrönnum sínum í Fulham.