
Meistararnir fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma
Crystal Palace og Manchester City skildu jöfn þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jöfnunarmark Palace kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Crystal Palace og Manchester City skildu jöfn þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jöfnunarmark Palace kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.
Chelsea vann 2-0 sigur á botnliði Sheffield United þegar liðin mættust á Stamford Bridge í dag. Bæði mörk Chelsea komu í síðari hálfleik.
Tom Lockyer leikmaður Luton Town í ensku úrvalsdeildinni hneig niður á vellinum í leik liðsins gegn Bournemouth. Leikurinn var stöðvaður um leið og gengu leikmenn til búningsherbergja skömmu síðar.
Arsenl mistókst hrapalega að fylgja eftir góðum sigri á meisturum Chelsea í ensku úrvalsdeild kvenna í dag þegar liðið tapaði 1-0 gegn Tottenham.
Liverpool tekur á móti Manchester United á morgun í ensku úrvalsdeildinni á morgun og ríkir eðli málsins samkvæmt nokkur eftirvænting meðal stuðningsmanna fyrir leiknum.
Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, segist vera fullviss um að stjórn liðsins muni veita honum það svigrúm sem hann þarf til að snúa gengi liðsins við eftir erfiða byrjun.
Donny Van de Beek, leikmaður Manchester United, mun ganga til liðs við Eintracht Frankfurt í Þýskalandi á lánssamningi út keppnistímabilið.
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki hafa áhyggjur af því að hann sé að fara að missa vinnuna sína á næstunni þrátt fyrir slæmt gengi liðsins undanfarið.
Tottenham Hotspur vann mikilvægan 2-0 sigur er liðið heimsótti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Andy Cole, fyrrverandi leikmaður Manchester United, telur að það sé svikari í leikmannahópi liðsins og hann komi í veg fyrir að liðið geti tekið skref fram á við.
Opta tölfræðiþjónustan er dugleg að uppfæra sigurlíkur félaganna í ensku úrvalsdeildinni en síðustu vendingar í deildinni hafa haft breytingar í för með sér.
Fótboltafélög á Englandi og í Sádí-Arabíu sáu til þess að umboðsmenn fótboltamanna hafa aldrei áður haft eins mikið upp úr krafsinu og á þessu ári.
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, sleppur við refsingu eftir að hafa gagnrýnt myndbandsdómara harðlega eftir 1-0 tap Arsenal á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.
Það eru fimm ár síðan José Mourinho var látinn fara sem þjálfari Manchester United. Meðan hann stýrði liðinu fór hann reglu yfir vandamál félagsins. Ekki löngu þar á undan hafði Louis van Gaal gert slíkt hið sama. Síðan hefur Ralf Rangnick endurtekið leikinn en hefur eitthvað breyst?
Þann 23. desember mun Rebecca Welch skrá sig í sögubækur ensku úrvalsdeildarinnar. Hún verður þá fyrsta konan til að dæma leik í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.
Liverpool hefur fengið leyfi til að opna efri hluta nýju Anfield-stúkunnar sem hefur verið í byggingu undanfarna mánuði.
Micah Hamilton fékk draumabyrjun með aðalliði Manchester City í Meistaradeildinni í gærkvöldi.
„Það var ein stór ráðgáta í þessum leik sem Gummi Ben pældi mikið í. Hvað var Kieran Trippier með í buxunum?“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöldi.
Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea, segir áreiti sem Lauren James hefur mátt þola vera ógeðslegt. Hún segir leikmanninn ekki vera á góðum stað andlega.
Rúnar Alex Rúnarsson og samherjar hans í Cardiff þurftu að sætta sig við tap þegar liðið mætti Birmingham á heimavelli í kvöld.
Manchester United er úr leik í Evrópu og það fyrir jól. United datt út úr Meistaradeildinni í gær og komst heldur ekki í Evrópudeildina.
Arnór Sigurðsson skoraði fyrra mark Blackburn Rovers er liðið vann 2-1 sigur gegn Bristol City í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.
Mary Earps, markvörður enska landsliðsins og besti markvörður síðasta heimsmeistaramóts, barðist fyrir því að hægt væri að kaupa markvarðartreyju hennar út í búð.
Manchester United-menn halda í veika von um að komast upp úr sínum riðli í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Þeir þurfa meðal annars hjálp frá Orra Steini Óskarssyni og félögum í FC Kaupmannahöfn.
Manchester United gæti þurft að bíða jafn lengi eftir Englandsmeistaratitlinum og Liverpool gerði á sínum tíma. Þetta segir sparkspekingurinn Ally McCoist.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósar happi yfir því að liðið hafi misst af miðjumönnunum Moses Caicedo og Romeo Lavia.
Skoski knattspyrnumaðurinn Dominic Matteo segir frá glímu sinni við krabbamein í heila í nýju viðtali við Guardian en hann fór í aðgerð fyrir fjórum árum þar sem meinið var fjarlægt.
Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá Chelsea á yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir eða fúlgum fjár í alls 14 leikmenn síðasta sumar þá virðist leikmannahópur liðsins einkar illa samansettur og vill Mauricio Pochettino, þjálfari liðsins, að eigendur félagsins opni veskið í janúar.
Mohammed Salah varð um helgina aðeins fimmti leikmaður sögunnar til að skora tvö hundruð mörk fyrir Liverpool í öllum keppnum.
Scott McTominay segir að hann og leikmenn Manchester United standi þétt að baki knattspyrnustjóra sínum Erik ten Hag en fram undan hjá liðinu er leikur upp og líf og dauða í Meistaradeildinni. United mætir Bayern München annað kvöld.