EM kvenna í fótbolta 2022

EM kvenna í fótbolta 2022

Evrópumót kvenna í fótbolta fór fram í Englandi dagana 6. til 31. júlí 2022. Englendingar stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Hættir eftir fíaskóið á EM

    Martin Sjögren og aðstoðarmaður hans, Anders Jacobson, eru hættir þjálfun norska kvennalandsliðsins í fótbolta þrátt fyrir að hafa í fyrra skrifað undir samning við norska knattspyrnusambandið sem gilda átti fram yfir HM á næsta ári.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Forsetinn setur stefnuna á HM

    „Við tökum þetta á HM,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Twitter-síðu sinni og þakkar stelpunum í íslenska landsliðinu í fótbolta fyrir framgöngu þeirra á Evrópumótinu í Englandi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sjáðu mörkin úr jafn­teflinu gegn Frakk­landi

    Ísland féll úr leik á Evrópumóti kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi þar sem Belgía vann nauman 1-0 sigur á Ítalíu. Hefði þeim leik einnig lokið með jafntefli hefði Ísland komist í 8-liða úrslit. Hér að neðan má sjá mörkin úr leikj Íslands og Frakklands.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Niðurstaða Íslands einsdæmi í sögu EM

    Íslenska landsliðið þarf að halda heim á leið frá Englandi í dag þrátt fyrir að vera eitt af sex liðum sem ekki tapaði einum einasta leik í riðlakeppninni á EM kvenna í fótbolta.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Svein­dís Jane: Við stóðum okkur virki­lega vel í dag

    Sveindís Jane Jónsdóttir var eins og liðsfélagar sínir svekkt með niðurstöðuna eftir EM. Hún þurfti að fara af velli vegna meiðsla undir lok leiks en hafði átt skalla í slá í fyrri hálfleik. Leikurinn endaði 1-1 og Ísland á leiðinni heim eftir góða frammistöðu í heild.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ingibjörg: Mér fannst við koma ótrúlega sterkar til baka

    Ingibjörg Sigurðardóttir var að vonum svekkt með að detta út af EM eftir jafntefli við Frakka fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 1-1 en sökum þess að Belgar unnu þá þurfa Íslendingar að fara heim. Ingibjörg gat þó tekið mikinn lærdóm af mótinu og var spennt fyrir HM.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Skildum allt eftir út á vellinum“

    „Það eru orð að sönnu. Þetta er ótrúlega súrt, þetta svíður,“ sagði Sandra Sigurðardóttir um sín fyrstu viðbrögð eftir úrslit kvöldsins á Evrópumóti kvenna í fótbolta þar sem Ísland féll úr leik eftir hetjulegt jafntefli við Frakkland.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Tek mikinn lær­dóm og reynslu með mér“

    „Það var þungt yfir hópnum, þetta var mjög svekkjandi. Markmiðið var að komast áfram en það tókst ekki,“ sagði Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í viðtali eftir 1-1 jafntefli Íslands og Frakklands á EM kvenna í fótbolta í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ein­kunnir: Margar sem spiluðu vel en Gló­dís Perla bar af

    Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“

    Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram.

    Fótbolti