Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Renault Clio safnar verðlaunum

Renault Clio hefur verið verðlaunaður af EuroNCAP, hann fékk Gullna stýrið í Þýskalandi og er í úrslitum til Bíls ársins í Evrópu.

Bílar
Fréttamynd

Tíu verstu fyrir bílinn

Að fara með bílinn í smurningu er leiðinlegt og tímafrekt. Í raun eru öll lítil og stór viðvik varðandi viðhald á bílnum þreytandi og í þau fer tími sem nota mætti til annarra skemmtilegri hluta. En það eru einmitt þessi smáu atriði sem gætu kostað þig ógnarmikið seinna meir ef þú sinnir þeim ekki. Nýleg könnun sem gerð var meðal sérfræðinga á bílaverkstæðum sýnir 10 algengustu atriði sem orðið gætu að miklum fjárútlátum seinna meir. Þau sjást hér í engri sérstakri röð. Ekki sinna tímasettum viðhaldsskoðunum Leiða hjá sér vélarviðvörunarljós í mælaborði Sinna ekki olíuskiptum á ráðlögðum fresti Skoða aldrei þrýsting í dekkjum Skipta ekki um olíu á skiptingu, bremsuvökva og kælivökva Halda áfram akstri við yfirhitnun vélar Skipta ekki um loftsíur og olíusíur Láta ófaglærða sjá um viðhald bílsins Nota ekki “original” varahluti Að reyna að sinna viðhaldi sjálfur ef þekking er ekki til staðar

Bílar
Fréttamynd

Blendingur frá Suzuki í Genf

Nú styttist í bílasýninguna í Genf og bílaframleiðendurnir keppast við að greina umheimininum frá því hvaða nýja eða breytta bíla þeir muni sýna þar. Suzuki er einn þeirra og mun þar frumsýna glænýjan bíl í C-stærðarflokki, en sýningin er haldin dagana 5. til 17. mars. Nýi bíllinn er svonefndur blendingur þar sem saman fara stíleinkenni og notkunarmöguleikar fólksbíls, jepplings og fjölnotabíls. Bíllinn byggir á S-Cross hugmyndabílnum sem Suzuki frumsýndi á bílasýningunni í París í september í fyrra. Suzuki hefur ekki látið mikið efni fara frá sér um nýja bílinn en sendi þó nýlega frá sér myndir sem sýna viss hönnunaratriði hans. Fyrirtækið segir að nýi bíllinn státi af miklu innanrými og einu mesta farangursrými í flokki blendinga. Þá búi bíllinn yfir yfirburða fjölhæfni í notkun. Suzuki hefur lengi þótt standa framarlega þegar kemur að fjórhjóladrifstækni og verður þessi nýi bíll fjórhjóladrifinn sem ætti fyrir vikið að bæta aksturseiginleika hans. Á Genfarsýningunni mun Suzuki einnig sýna smábílana Alto og Splash sem og Swift og aldrifsbílana SX4, Jimny og Grand Vitara.

Bílar