A 45 AMG sviptur hulunni í Genf Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2013 10:45 Þessi litli bíll býr að 360 hestöflum, en eyðir aðeins 6,9 lítrum.Mercedes-Benz frumsýndi hinn nýja A 45 AMG á bílasýningunni í Genf sem nú er hafin. Þessi bíll er sá öflugasti sem Mercedes-Benz hefur sent frá í þessum stærðarflokki í 126 ára sögu fyrirtækisins. Mercedes Benz A 45 AMG er með tveggja lítra, fjögurra strokka vél sem skilar 360 hestöflum og togið er 450 Nm. Bíllinn eyðir 6,9 lítrum í blönduðum akstri samkvæmt tölum frá framleiðanda og CO2 losunin er 161 g/km. Þessi netti og kraftmikli lúxusbíll er hinn laglegasti að innan og vel vandað til verka. ,,Með hinum nýja A 45 AMG komum við fram með afar öflugan og dínamískan bíl, reyndar kraftmesta fjögurra sílindra bíl sem framleiddur er í heiminum," segir Tobias Moers, stjórnarmaður hjá Mercedes-Benz. Bíllinn er aðeins 4,6 sekúndur að ná 100 km hraða. Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent
Þessi litli bíll býr að 360 hestöflum, en eyðir aðeins 6,9 lítrum.Mercedes-Benz frumsýndi hinn nýja A 45 AMG á bílasýningunni í Genf sem nú er hafin. Þessi bíll er sá öflugasti sem Mercedes-Benz hefur sent frá í þessum stærðarflokki í 126 ára sögu fyrirtækisins. Mercedes Benz A 45 AMG er með tveggja lítra, fjögurra strokka vél sem skilar 360 hestöflum og togið er 450 Nm. Bíllinn eyðir 6,9 lítrum í blönduðum akstri samkvæmt tölum frá framleiðanda og CO2 losunin er 161 g/km. Þessi netti og kraftmikli lúxusbíll er hinn laglegasti að innan og vel vandað til verka. ,,Með hinum nýja A 45 AMG komum við fram með afar öflugan og dínamískan bíl, reyndar kraftmesta fjögurra sílindra bíl sem framleiddur er í heiminum," segir Tobias Moers, stjórnarmaður hjá Mercedes-Benz. Bíllinn er aðeins 4,6 sekúndur að ná 100 km hraða.
Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent