Fleiri fréttir

Verð­bólga á evru­svæðinu aldrei verið meiri

Samræmd verðbólga innan evrusvæðisins hefur náð nýju hámarki, í 8,9 prósentum. Rekja má þessa miklu verðbólgu að hluta til hás orkuverðs vegna stríðs Rússa í Úkraínu. Þrátt fyrir þetta hefur hagvöxtur aukist lítillega á þessum öðrum ársfjórðungi. 

Sprite kveður grænu flöskuna

Frá og með fyrsta ágúst verður gosdrykkurinn Sprite aðeins fáanlegur í glærum flöskum í stað þeirra grænu, þessi breyting er gerð til þess að gera flöskurnar endurvinnanlegri. 

Mcdonald's hækkar verð á ostborgara í fyrsta sinn í fjórtán ár

Skyndibitakeðjan McDonald's hefur hækkað verð á ostborgurum sínum í Bretlandi og Írlandi í fyrsta sinn í meira en fjórtán ár til að bregðast við kostnaðarhækkunum. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent í Bretlandi og hefur ekki verið meiri í yfir 40 ár.

Hækka stýri­vexti í fyrsta skipti í ellefu ár

Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti í dag um hálft prósentustig til að stemma stigu við 8,6 prósent verðbólgu á evrusvæðinu. Hækkunin er sú fyrsta sem seðlabankinn ræðst í síðan 2011.

Misstu milljón notendur en virðið hækkar samt

Streymisveitan Netflix missti 970 þúsund áskrifendur á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Það er stærsti áskrifendamissir fyrirtækisins frá því það var stofnað fyrir 25 árum. Þrátt fyrir það er uppgjörið talið vera jákvætt.

Bill Gates heitir því að detta af listanum yfir auðugustu menn heims

Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Bill Gates hefur heitið því enn og aftur að gefa auðæfi sín og segist stefna að því að detta af listum yfir ríkustu einstaklinga veraldar. Eins og stendur er hann í fjórða sæti, á eftir Elon Musk, Jeff Bezos og Bernard Arnault og fjölskyldu.

Stefna á að geta fargað þremur milljónum tonna af kol­tví­sýringi á ári

Íslenska kolefnisbindifyrirtækið Carbfix hefur fengið sextán milljarða króna styrk úr nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins. Fjármununum verður varið í uppbyggingu stöðvar sem mun taka á móti og farga koltvísýringi frá öðru löndum. Stefnt er að því að stöðin nái fullum afköstum eftir tíu ár.

Mest­a verð­bólg­a Band­a­ríkj­ann­a í fjör­u­tí­u ár

Verðbólga í Bandaríkjunum í júní mældist 9,1 prósent á milli ára og hefur hún ekki mælst hærri vestanhafs í rúm fjörutíu ár. Í maí hafði verðbólgan mælst 8,6 prósent en hækkunin er að mestu rakin til hærra verðs eldsneytis og matvæla, auk hækkunar í leigu.

Ný Barbí­dúkka Jane Goodall komin á markað

Mattel, framleiðendur Barbí hafa nú gefið út dúkku eftir útliti fremdardýrafræðingsins, Dr. Jane Goodall. Dúkka Goodall er hluti af línu Barbí sem einblínir á hvetjandi konur.

Stjórnendur Twitter höfða mál gegn Musk

Stjórnendur Twitter hafa ákveðið að höfða mál gegn Elon Musk, eftir að auðjöfurinn hætti við 44 milljarða dala yfirtöku á fyrirtækinu. Forsvarsmenn Twitter hafa nú krafist þess fyrir dómstól í Delaware að Musk verði látin standa við tilboð sitt, upp á 54 dali fyrir hvern hlut.

Twitter í betri stöðu en samkomulag talið líklegt

Lagasérfræðingar vestanhafs segja samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter vera með yfirhöndina gegn auðjöfrinum Elon Musk. Hann tilkynnti fyrir helgi að hann ætlaði að hætta við að kaupa samfélagsmiðilinn, þrátt fyrir að hafa skrifað undir kaupsamning upp á 44 milljarða dala.

Pringles biðlar til félags áttfætlufræða

Snakkframleiðandinn Pringles vill að köngulóar tegund þekkt sem Kidney Garden spider (Araneus mitificus), verði nefnd Pringles spider eða Pringles köngulóin. Pringles biðlar nú til félags áttfætlufræða með undirskriftalista.

Musk vill hætta við en Twitter ætlar í mál

Auðjöfurinn Elon Musk segir að hann vilji hætta við að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter á 44 milljarða dala. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast ætla að höfða mál gegn Musk og segjast vongóðir um að þeir muni bera sigur úr bítum.

Kaup Musks á Twitter sögð „í hættu“

Kaup auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru sögð í hættu. Musk heldur því fram að ekki sé hægt að sannreyna tölur Twitter um fjölda falskra reikninga og svokallaðra botta á samfélagsmiðlinum og er auðjöfurinn sagður vera hættur viðræðum um fjármögnun kaupanna.

Sjá næstu 50 fréttir