Fleiri fréttir

Segir að Trump muni aðstoða flugfélögin geri þingið það ekki

Framkvæmdastjóri Hvíta hússins segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé að íhuga að grípa inn í til þess að koma í veg fyrir gríðarlegar fjöldauppsagnir hjá flugfélögum í Bandaríkjunum, fari svo að Bandaríkjaþing framlengi ekki björgunarpakka stjórnvalda handa flugfélögum þar í landi.

SpaceX stefnir á metskot

Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX stefna á að setja enn eitt metið í dag. Til stendur að skjóta Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins út í geim og verður það í sjötta sinn sem þessari tilteknu eldflaug verður skotið á loft.

Epic í mál við Apple vegna Fortnite

Leikjaframleiðandinn Epic hefur höfðað mál gegn Apple eftir að hinn gífurlega vinsæli leikur Epic var fjarlægður úr App Store, forritaverslun Apple.

20th Century Fox heyrir sögunni til

Bandaríski fjölmiðlarisinn Walt Disney hefur ákveðið að hætta endanlega notkun á einu frægasta nafninu í skemmtanaiðnaðnum – 20th Century Fox.

Allt sem Samsung kynnti í gær

Samsung kynnti fjölda nýrra snjalltækja á árlegum viðburði fyrirtækisins í gær, Samsung Unpacked, sem að þessu sinni fór alfarið fram á netinu. Þar voru kynntir nýir snjallsímar sem Samsung segir þá öflugustu sem fyrirtækið hafi framleitt.

Bein útsending: Nýjum tækjum Samsung lekið fyrir kynningu

Starfsmenn Samsung ætla að kynna nýjustu tæki tæknirisans á sérstakri kynningu sem kallast Samsung Unpacked 2020 í dag. Myndum og myndböndum af tækjunum sem til stendur að kynna hefur þó þegar verið lekið á netið.

Trump segist ætla að banna Tiktok

Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum.

Sóttu hart að forstjórum stórra tæknifyrirtækja

Þeir Jeff Bezos, forstjóri Amazon, Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, Tim Cook, forstjóri Apple, og Sundar Pichai, forstjóri Google, voru boðaðir á fundi samkeppniseftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær og beindust spjótin sérstaklega að forstjórum Facebook og Google þar sem þeir voru sakaðir um að grafa undan samkeppnisaðilum sínum.

Tap ferðamannaiðnaðarins þrefalt meira en í kreppunni

Ferðamannaiðnaðurinn í heiminum hefur orðið af tugum þúsunda milljarða króna vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, um þrefalt meira en í efnahagskreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2009, að mati ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO).

Í fínu lagi að halda Iittala-límmiðanum

Fólki er það í sjálfsvald sett hvort það tekur límmiðann af Iittala-vörum eða ekki, að sögn starfsmanna þriggja Iittala-verslana í Helsinki sem Vísir ræddi við.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.